Skagablaðið


Skagablaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 10
V I Ð T A L I Ð Urðu innlyksa í Svíaveldi - Skagablaðið ræðir við þær systur Halldóru og Guðrúnu Briem, þekktari sem Dódó og Gógó, um uppvöxt þeirra og æviferil en þær hafa báðar búið erlendis í hartnær hálfa öld þrátt fyrir upphafleg áform um allt annað Undanfarið hal'a dvalist hcrlendis systur, sem eru mörgum Akurnesingum — sér í lagi þeim sem komnir eru á þai) sem svo oft er kallað „efri ár“ — að góðu kunnar. Þetta eru þær Guðrún og Halldóra Briem, oftast kallaðar Gógó og Dódó. Þær systur voru einmitt viðstaddar hátíðarguðsþjónustuna í Akraneskirkju um fyrri hlegi, þar sem 100 ára ártíðar föður þeirra, séra Þorsteins hcitins Briem, var minnst. Við guðsþjónustuna var m.a. flutt verk eftir Halldóru, sem hefur gert nokkuð af því að skrifa tónlist í frístundum sínurn. Sr. Þorsteinn Briem og fyrri kona hans. Valgerður Lárusdótt- ir áttu 4 dætur sem lifðu, Kirst- ínu, Halldóru, Valgerði og Guðrúnu. Þær systur þóttu á árum sínum hér á Akranesi atorkusamar ung- ar stúlkur og fyrir þeim Halldóru og Guðrúnu átti það að liggja að ryðja braut kvenna í nýjum at- vinnugreinum ásamt öðrum sam- tíma konum, svo og að setjast að erlendis þrátt fyrir að það hafi aldrei verið upphafleg ætlun þeirra. Skagablaðið hitti þær systur að máli í fyrri viku og ræddi við þær. Frumherjar Halldóra hélt strax út til Sví- þjóðar árið 1935 til þess að stunda þar nám í arkitektúr. Það hafði engin íslensk kona gert fyrr þannig að hún var frumherji á þcssu sviði. Hún hafði tekið próf úr stærðfræðideild Menntaskól- ans í Reykjavík. MR, það sama ár og þar braut hún einnig blað í menntasögu íslenskra kvenna því hún var önnur tveggja stúlkna sem útskrifuðust fyrstar úr stærðfræðideild í menntaskóla. Að sögn Halldóru hafði það verið álitið vísindalega sannað hér áður fyrr. að konur gátu ekki lært stærðfræði! Hugmyndina að því að læra arkitektúr sagði hún sennilega hafa orðið til er hún las á unga aldri um danskar konur, sem voru að teikna hús. Hún hefði orðið hugfangin af framtaki þeirra og langað til að feta í fótspor þeirra. Halldóra varð 50 ára stúdent frá MR í vor sem leið og kom einmitt hingað til lands nægilega tímanlega til þess að geta tekið þátt í hátíðahöldunum. Guðrún hélt út árið 1939 til þess að læra starf fóstru, hélt síðan í framhaldsnám í uppcldis- og sálarfræði í 2 ár við stofnun, sem Alva Myrdal, scm m.a. hef- ur hlotið friðarverðlaun Nóbels. átti þátt í að setja á fót ásamt fleirum. Samhliða Guðrúnu lagði önnur íslensk kona, Þórhildur Ólafsdóttir, út á sömu braut. Guðrún sagði þjóðfélagslegar aðstæður eflaust hafa haft sitt að segja er hún gerði upp hug sinn varðandi mcnntaveginn. Hún sagði mörg börn á Akranesi á þeim árum er þær systur voru hér hafa verið hálf-umkomulaus, sér í lagi börn þeirra kvenna. sem urðu að vinna úti. Guðrún fór því fyrst í Kvennaskólann og segist reyndar ekki hafa gert sér grein fyrir því þá en nú sjái hún vel, að skólinn var býsna „mo- derne" eins og sagt er á skandin- avisku. Stúlkurnar lærðu auk á húsum og bæjarhlutum, svo og við sjúkrahús- og elliheimilis- byggingar. Eins og fram kemur hér að framan var það aldrei ætlun þeirra systra að setjast að erlend- is en þannig fór það nú samt. Síðari heimstyrjöldin braust út 1939 og systurnar urðu innlyksa í Svíþjóð. Halldóra kynntist fljótlega verðandi eiginmanni sínum og Guðrún kynntist norsk- um flóttamanni á meðan á stríð- inu stóð. Maður Halldóru var læknir, síðar doktor í sinni grein. Guðrún fór hins vegar með eigin- manni sínum yfir til Noregs og Halldóra (tv.) og Guðrún Briem. venjulegra greina bæði hjúkrun og vélritun. Hvattar til náms Báðar voru þær systur hvattar til náms af föður þeirra og hann lagði fast að þeim að ákveða algerlega sjálfar hvað þær vildu læra. Halldóra sagði, að óneitan- lega hefði sér þótt erfitt að gera upp hug sinn aðeins sextán ára gömul. Halldóra fór í Flensborg og þaðan yfir í MR og svo út til Svíþjóðar. Eftir á að hyggja sagði hún. að skólinn, sem hún fór í. hefði ekki vcrið svo ýkja góður, þ.e. ekki nýst sér sem skyldi. Tvö fyrstu árin fóru að mestu í stærðfræði, nokkuð sem hún var búin að læra hér hcima. Seinni hlutinn fór svo loks meira í teikninám. Prófverkcfni hcnnar var verslunarhús fyrir SÍS hér heima og að því gat hún m.a. unnið í húsakynnum sænska Co- operativa. Síðar vann hún á mörgum sviðum m.a. við litaval 1949. Halldóra var þá komin með fjögur lítil börn og Guðrún með tvö, þar af eitt nýfætt.Séra Þorsteinn var aðeins 64 áraer hann lést langt um aldur fram Upp frá þessu komu þær systur, Gógó og Dódó, alltaf heim til íslands af og til og Halldóra (Dódó) hefur komið hingað árlega síðustu 7-8 árin og hyggst gera svo áfram á meðan henni endist aldur og heilsa. „Ég hef alltaf saknað þess svo óskap- lega að geta ekki unnið hér heima,“ sagði hún. „En það var hægara sagt en gert með eigin- mann í ábyrgðarmiklu starfi og fimm lítil börn. ekki grein fyrir því á þeim tíma en gerum það nú. Akranes hefur breyst heil ósköp á öllum þessum árurn." Alltaf Islendingar Árin þeirra Kirkjuhvolssystra hér á Akranesi urðu ekki nema eitthvað á annan tuginn því allar héldu þær til mennta er þær höfðu aldur til. Þeirra er þó allra minnst sem þróttmikilla ung- linga síns tíma. Þær voru vinmargar og mjög virkar í félagsmálum í bænum. Stofnuðu m.a. Kvenskátafélag Akraness fyrst um sinn bjuggu þau í Þránd- heimi en fluttu sfðan niður til Oslóar. Þar hefur hún búið æ síðan. Hún fékk síðan kennarastöðu við skóla í Osló, þar sem hún kenndi uppeldis- og sálarfræði, og þeirri stöðu gegndi hún þar til nú nýverið. Fékk Guðrún m.a. verðlaun fyrir framlag sitt til bættra barnaleikfanga. Heim eftir 10 ár. Það var svo loks 1949, að þær systur komu fyrst heim eftir að þær fóru út. Halldóra hafði reyndar verið heima um skeið bæði 1937 og aftur 1939 en frá þeim tíma hafði hvorug þeirra komið heim. Faðir þcirra, séra Þorsteinn heitinn Briem, og stjúpa þcirra, Emilía Pétursdótt- ir Bricm, komu að heimsækja þær systur 1946 og upp úr því veiktist séra Þorsteinn. Þær syst- ur höfðu ekki verið lengi heima á Islandi er hann lést um sumarið Þær systur komu hingað til Akraness árið 1921 ásamt föður sínum og móður, Valgerði Briem, sem lést fjórum áður síðar úr berklum, aðeins 38 ára gömul. Frá árinu 1923 bjó fjöl- skyldan að Kirkjuhvoli og séra Þorsteinn heitinn hafði Prestshús til ábúðar. Þar unnu systurnar á sumrin í heyvinnu og öðru því er til féll. Svafa Þorleifsdóttir, skólastjóri, var í nánum tengsl- um við fjölskylduna og systurnar minnast hennar með hlýhug. „Hún var alltaf að segja okkur sögur og lagði svo ríka áherslu á að við fengjum eitthvert gott lesefni í hendur," sagði Hall- dóra. Að bera saman Akranes á þriðja áratugnum og svo aftur fimmtíu árum síðar er nánast ógjörningur. Um það voru þær sammála Halldóra og Guðrún. „I þá daga var Akranes ekkert nema kartöflugarðar og sandrok þegar hann blés,“ sagði Guðrún. „Auðvitað gerðum við okkur ásamt nokkrum öðrum stúlkum fljótlega upp úr 1930. Þrátt fyrir að ár þeirra systra hér í bæ hafi orðið færri en margir kusu og e.t.v. þær sjálfar líka er þeirra ætíð minnst með hlýhug. Sjálfar halda þær tengsl- um við Akranes og koma hingað í hvert sinn er þær heimsækja gamla landið. Þannig vill það verða, ættjörðin togar í fólk og þar eru þær systur Dódó og Gógó engin undantekning þótt þær hafi reynst frumkvöðlar á öðrum sviðum. Það viðurkenna þær báðar. íslendingar verða þær alltaf hversu mörg sem árin úti í Noregi og Svíþjóð eiga eftir að verða til viðbótar þeim tæplega 50, sem þær hafa þegar dvalið þar. E.t.v. er málfar þeirra besta dæmið um ræktina sem þær leggja við ættjörðina. Margur námsmaðurinn mætti vera stoltur af málfari á borð við þeirra eftir 4-6 ára dvöl erlendis. Þær hafa verið úti í hálfa öld! Það heyrist samt ótrúlega lítið. 10

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.