Skagablaðið


Skagablaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 7
Spuming vikunnar Ert þú í einhverjum félags- samtökum? Sigurður Ármannsson: — Ég spila fótbolta með HV og er í Hjálparsveit skáta að nafninu til. Það má síðan fylgja svona auka- lega að ég er í „Hótel Akranes fan club“. Valtýr Ármannsson: — Nei. Nema þá kannski að ég spila fótbolta með 2. flokki ÍA. Úrsula Ámadóttir: — Ég er í hestamannafélaginu, saumaklúbb og ungmennafélagi sem heitir Þrestir. Guðmundur Á. Gunnarsson: — Ég er í sama ungmennafélagi og Úrsula. Ég var í kvartmílu- klúbbnum í gamla daga, en það eru nú mörg ár síðan. Valgarður L. Jónsson: Borgarfjarðarferð Hinni ungu kynslóð ber að þakka þann hug, hlýju og mannúð, sem hún sýnir hinu aldna heiðursfólki, sem skilað hefur góðu lífsstarfi til nýrrar kynslóðar. Leggur sig fram við að létta því langar tómstundir ellinnar. Gefa því kost á að sjá og heyra frá umhverfi hins vinnandi manns, sem tók við því verkefni, sem það fór frá. Verkefni sem vonandi verður ætíð til, fyrir þann, sem á líf og starf fyrir stafni. Fimmtudaginn 11. júlí 1985 var vistfólki Dvalarheimilisins Höfða boðið í skoðunarferð um Borgarfjarðarhérað. Farkosturinn var 40 manna hópferðabðl frá Sæmundi í Borgarnesi, bðstjóri var Guðmundur Óskar Hermannsson, lipur og hinn besti bðstjóri. Ásmundur, fostjóri Höfða, var fararstjóri og í hans hópi starfsfólk heimilisins Milla, Jónína, Lóa og Sigurbjörg. Þar sem ekki var skip- að í öll sæti í bílnum, þá var okkur hjónum boðið far. Lagt var af stað kl. 9, og ekið sunnan Akrafjalls um Innri-Akra- neshrepp. Ásmundur fræddi far- þega í hljóðnemann um hina sögu- frægu staði og fleira þessari sveit viðkomandi. Þó margt af ferða- fólkinu hafi heyrt og lesið eitt og annað um þessar byggðir, er engu að síður gaman að upp skuli rifjað þegar leið liggur þar um. Fyrsti skoðunarstaðurinn var Málmblendiveksmiðjan á Grund- artanga. Koma okkar þangað var undirbúin því þar mætti okkur við verksmiðjuhlið Guðlaugur yfir- verkstjóri, settist inní bíl okkar og tók hið besta á móti okkur. Hann lét aka bílnum niður á bryggju og fræddi okkur um tæknibúnað til upp- og útskipunar, sem verk- smiðjan á til sinna þarfa. En bryg- gjuna eiga þeir ekki, þar kemur sveitarfélagið o.fl. til. Við br- yggjuna var eitt stærsta vöruflutn- ingaskip íslendinga M/S Akranes, sem er einnig frægt af siglingu sinni umhverfis hnöttinn á s.l. vetri. Að því loknu var ekið innfyrir girðing- arhlið verksmiðjunnar. Guðlaugur lýsti öllu mjög vel og skilmerkilega fyrir okkur og afhenti hverjum manni myndakort með upplýsing- um um staðinn. Svo nú ættum við að vita betur hvað þarna er að gerast, þegar leið okkar liggur þar hjá. Þessi geðþekki heiðursmaður á þakkir okkar fyrir góðar viðtökur og góðar óskir okkur-til handa. Undir þær tökum við heilshugar honum og starfsfólki hans til handa. unum, þar sem við skoðuðum einn- ig og settum okkur inní starf fólksins, sem við áttum hægt með. Því þar hafa spor okkar flestra legið áður. Þar er líf og gróandi hvert sem iitið er. Þar vinnur fólk oft erfitt starf, ótímabundið og tímafrekt án þess að mæla allan tímann, eða reikna út kaupið. Miklu frekar hitt, að þetta er engjunum, sem fyrri tíðarmenn stóðu í teig og hjökkuðu, sér til framfæris, semsé alvara lífsins hef- ur breyst í leikaraskap, þannig breytast tímar. Þórhildur f.v. húsfrú á Stóru-Fellsöxl, er hér í bílnum, skyldi hún ekki muna tfmana tvenna, þegar hún ekur nú hjá og lítur heim á sitt fyrra hefðarsetur, með fallega skógar- Hádegisverður í Bifröst. Á myndinni eru: Margrét, Þórhildur, Anna, Árni, Þorkell, Sigríður og Guðrún. Andstaða við sveitalífið Það verð ég að segja eftir að hafa skoðað þetta stóra mannvirki, að þar innan girðingar varð minn andardráttur þungur og ónotaleg- ur, trúlega hefur reykur, sem út streymdi vegna álags á síu, sem Guðlaugur nefndi, geta hafa spilit loftslagi, en það átti að lagfæra fljótlega, að hans sögn. En mér finnst þessi starfsemi algjör andst- aða við það líf og þann starfsvett- vang sem mér er kærastur, sveita- lífið... Þarna er eins og sálin fari úr sambandi, eins og maður gæti ímyndað sér í gröf dauðans, þetta er lífvana starf. Mér kemur í hug þrælkunarbúðir, þar sem hverjum er skylt að gera skyldu sína, án þess að öðlast ánægju og lífsfyll- ingu í starfi. Á hinu leitinu, sveit- lífsfylling, sem skapar hamingju, sem er gulli betri. Þarna rætast hugsjónir, hafa gert og gera. Þarna verður ævintýrið að veruleika í hinni frjálsu byggð okkar ástsæla lands, sem býr yfir ótakmörkuðum auðlindum, ef að er gáð og varlega með þær farið. Þarna er sú auð- spretta, sem gert hefur mannlífið á íslandi áhugavert og landið vinsælt. Um þá auðiind standa allir sannir Islendingar vörð, vonandi um langa framtíð. Einhverntíma hefði þótt ömur- leg sjón að sjá það höfuðból Klafa- staði í eyði. Man ég þá tíð, að þar bjuggu góðu búi heiðursmenn og búhöldar góðir. Þær eru fleiri í eyði, eða orðnar þurrabúir jarðirn- ar í Skilmannahreppi. Það er helst að hross sjáist í túnum og gömlu Guðný Þóra Guðjónsdóttir og Petrína Narfadóttir rœða um hádegisverðinn í Bifröst. runnann við húsgaflinn, þar sem samhent fólk lifði góðu farsælu lífi, sem kærar minningar eru frá. Hagamelur heimsóttur Við ókum í hlað á Hagamel, þar eru 8 íbúðarhús risin, þeirra Grundartangamanna og eitt þeirra á Sigurður, skólastjóri í Heiðar- skóla. Jón Steingrímsson, einn íbú- inn þar, tók á móti okkur og sýndi staðinn og fræddi, á vingjamlegan og virðulegan hátt. Þarna er útsýni með því fegursta sem þekkist, reyndar létu þeir Guðlaugur og Jón báðir ánægju sína í ljós yfir búsetu á þessum friðsæla stað. Við ókum Melasveitarhring og fram hjá Melarleiti, Salvör f.v. húsfreyja þar, er einnig hér með okkur. Þau hjónin, hún og Magnús Eggertsson gerðu garð sinn frægan á þeirri tíð, fyrir góðan búskap, sem vakti hvers manns athygli fyrir snyrtimennsku utan húss sem innan. Og aldurhniginn stórbóndi á Narfastöðum, Arnór Steinarson, er einn farþega, hann man fífil sinn fegri, nú er hans jörð mannlaus, sem fleiri. Salvör getur verið giöð yfir búskapnum í Melarleiti, þar halda vel í horfinu sonur þeirra Jón og hans ágæta kona Kristjana Höskuldsdóttir. Við ókum uppí sumarhúsa- byggðina í Ölver, þar eiga nokkrir Akurnesingar athvarf til að eyða frístundum sínum á fögrum og friðsælum stað. Þar er einnig sumarheimili fyrir börn, sem Kristrún í Frón hefur lengi staðið fyrir af myndarbrag. Þarna er einn- ig skeiðvöllur hestamanna og þarna hafa oft verið haldnar sumar- skemmtanir, vinsælar af Akurnes- ingum o.fl. Leið okkar lá um hina vinsælu Borgarfjarðarbrú. Ásmundur hafði á orði, að það væri mannvirki búsældarlegt og vel búið í Borgar- fjarðarhéraði. Hitt er ánægjulegt einnig hve margir kaupstaðabúar eiga sína sumarbústaði vítt og breitt um þetta hérað. Það sannar okkur hve rík áhrif sveitasælan á í eðli Islendinga, það er mér ánægju- efni. Framhjá Galtarholti í Borgar- hrepp er ekið, íbúðarhúsið þar er yfir 100 ára gamalt það blasir við augum vegfarenda, þar er Bergur Arinbjarnarson fæddur 17. ágúst 1901. Hann ber aldurinn vel eins og fleiri dvalargestir, sem eru hér á ferð, að skemmta sér og skoða fagra byggð. Áfram er ekið og framhjá höfuðbólinu Svignaskarði, sem nú er orðinn griðastaður kaup- staðabúa, sem eiga sumarbústaði þar vítt og breitt. Þannig er það á fleiri jörðum í Borgarfirði; Val- bjarnarvöllum, Stóra-Fjalli, Mun- aðarnesi og mörgum fleiri stöðum. Kaffi í Þyrli á Hvalfjaðarströnd. Nafn konunnar lengst t.v. vantar en síðan eru: Sigríður, Nonni, Milla, Salvör, Þorsteina, Ásta, Lóa, Gunna og Sigurbjörg á myndinni. Við stoppuðum ekkert að ráði, en héldum til baka og yfir hálsinn hjá Stóra-Ási og niður Reykholts- dal, yfir og framhjá Kleppjárns- reykjum niður Bæjarsveit, við hlaðvarpann á höfuðbólinu Varmalæk, niður mýrina og framhjá Fossártúni, þar sem Sturla Guðbjarnason býr á snotran hátt. Gamli maðurinn, Guðbjarni faðir hans, er með okkur í dag, það gladdi hug hans, að eiga þess kost, að renna augum heim á þetta fagra býli, sem honum er svo kært. Eins og reyndar sveitin öll, því þessi aldni heiðursmaður stundaði um langa tíð búskap hér á Akranesi, með sinni daglaunavinnu og sjó- störfum. Ekið var um brúna á Grímsá, niður hjá höfuðbólinu Hesti og þar tekin stefna á Hestháls, ekið þar yfir í Skorradalinn meðfram vatn- inu og yfir Dragann niður hjá Geitabergi, þar búa feðgar tveir góðu búi. Framhjá Erfingja lá leið okkar, engum steinum var kastað á leiðið, en það var okkur kennt í æsku, að kasta steini í grjóthrúg- una, svo draugur fylgdi okkur síður. Sagan af þessu leiði er sú, að vinnumaður á Draghálsi vildi fá að liggja þar, sem ekki var leyft. En þegar komið var þarna á hálsbrún- ina gafst hestur hans og menn upp, því ófærð mun hafa verið, svo það ráð var tekið að urða líkið þarna, það stóð heima að þarna sér heim að Draghálsi, en ef lengra væri haldið sé ekki heim. Sá liðni fékk óskina uppfyllta að sjá heim til Dranghálss. Svo var vegfarendum uppálagt að kasta steini á leiðið. Þegar kemur niður af Ferstiklu- hálsi eru hús til beggja handa, austan við merkjalækinn í Ferst- iklulandi er lítið hús, fyrsta félags- heimili hreppsins, byggt uppúr 1930, en stóra húsið vestan við lækinn í Saurbæjarlandi er nýja félagsheimili sveitarinnar, Hlaðir. Þar hærra stand tvö nýbyggð íbúð- arhús, vísir að væntanlegum byggðarkjarna á þessum stað. Ferstikla er reisulegur staður, sem setur svip á þessa sveit. Sú aldna kempa og heiðurskona Mar- grét Jónsdóttir f. 4/7 1893, því 92 ára er hér með okkur í dag. hress og kát að vanda. Hún á stóran þátt í þeim mannvirkjum og þeirri sögu framfara, sem þarna hefur gerst. Þau hjónin Margrét og Búi Jónsson gerðu garð sinn frægan fyrir gestrisni og greiðasemi, af ýmsu tagi við þá er þar áttu leið um. Þau byggðu myndarlega og ræktuðu stór tún. Þau hófu fyrst allra greiðasölu hér á ströndinni og byggðu veitingahús. Við þetta allt hefur að sjálfsögðu verið bætt, þar sem dugandi menn eru að verki heldur framþróunin áfram. Á Fer- stiklu búa synir þeirra hjóna tveir góðu búi. Inní Olíustöð var ferðinni heitið og þar skyldi kaffi drukkið, sem beið á borðum ásamt meðlæti, vel útilátið í hinum nýja vistlega veit- ingasal. Þarna var vel þegið að hvíla og hressa sig um stund. Á Hvalfjarðarströndinni var norðan- áttin einna hvössust á okkar leið. Þannig er það oft á innströndinni, þó hann sé lygnari á útströndinni, það getur munað því að hægt sé að eiga við þurrhey þar þegar það er með öllu ómögulegt inná Strönd. Aftur á móti er oft besta veður í suðvestan og vestanátt, þá getur stundum verið heyflæsa innfrá, en væta útfrá. Það sama má segja með veður í Svínadalnum þar er oft hvassviðri í norðanáttinni. Þegar lagt var upp frá þessum síðasta áningarstað var stefnan sett í heimahöfn, á Akranes. Bergur fl- utti þakkarorð, sem við tökum undir, til góðs fararstjóra og hans hjálpsama hjálparliðs, allt var þetta gott og blessunarlega af hendi leyst, vel þess vert að varðveita það í minningunni. Heim komu allir glaðir og hressir, það er líka guðsgjöf. Lagt afstað upp íferðina. Á myndinni eru m.a.: Þóra, Bergur, Ásta, Unna, Guðrún, Stefanía, Sigríður, Þórhildur, Salvör, Þorkell, Arnór, Ingólfur, Lína, Nonni, Sverrir, Árni, Anna, Gunna og Guðbjarni. sem borgaði sig vel, gagnstætt okkar dýru hitaveitu. Hvoru tveggja eru þetta stór framfaraspor framtíðinni til heilla. Það vantar enn svolítið meira hugrekki til að brú yfir Hvalfjörð verði að veru- leika, sú framkvæmd ætti að geta borgað sig fljótt og vel, þá tímar líða og skapað ómælt öryggi og þægindi fyrir íslendinga og alla, sem leið um eiga. Borgarnes er fallegur bær og vinalegur, ekki síst fyrir snyrtileg- heitin á flestum sviðum. Þar ókum við um, og útí Brákarey. Þarna var Bergur Arinbjarnarson vel kunn- ugur, þarna átti hann heima í 20 ár áður en hann flutti á Akranes. Hann var langa tíð þekktur bifr- eiðaeftirlitsmaður ríkisins. Þorkell okkar frá Jörfa átti eitt sinn heima á heimili aldraðra í Borgarnesi og kannast við staðinn síðan, hann fylgist vel með öllu, sem ungur hann væri, þó árin séu 93 að baki. Næst er að halda í áttina að Bifröst í Norðurárdal, þar á að snæða hádegisverð. Við ókum um Borgarhrepp, víðast hvar er verið í heyskap og víða búið að slá mikið í þurrkinn, sem er loks að koma eftir nokkra vætudaga. Lambakjöt í hádeginu Leið okkar liggur í Bifröst, Sam- vinnuskólabygginguna. Þarsnædd- um við hina bestu lambakjöts- máltíð, þjóðarréttur íslendinga, sem við gamla sveitafólkið kunnum að meta. Það er gott að á og rétta úr sér stutta stund á þessum fagra og vinalega stað, þess nutum við öll. Þaðan var ekið til baka niður að Haugum, þar var beygt inní Stafholtstungur, um þær var ekið í norðanþey og fögru veðri. Síðan fram Hvítársíðu eina fegurstu og búsældarlegustu sveit á landi hér. Farið var yfir brúna hjá Bjarnar- stöðum og Stóra-Ási. Við litum við hjá Hraunfossum, héldum svo ferð okkar áfram að Húsafelli. Þar var veður kaldara, krapaskúr og stormur, haft var á orði að norður- landsveðrið næði hér suður, sem oft áður. 6 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.