Skagablaðið


Skagablaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 11

Skagablaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 11
Atvinnulíf á Akranesi/Fiskiðjan Arctic: Smáaugi ingamar Vaxandi markaður í Banda- ríkjunum ánægjuleg þróun ■ segir Þorsteinn Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, í viðtali viö Skagablaðið ætti hann að vera kominn á markað innan skamms. Ætlum við að setja þetta á markað bæði innan- lands og erlendis og vonum að viðtökurnar verði góðar.“ — Svona að lokum Porsteinn, hvernig gengur svo að reka niður- lagningarverksmiðju á þessum síðustu og verstu tímum þegar allt er að fara á hausinn? „Það gengur svona upp og niður. Öll afurðarlán tökum við í — Hvað framleiðið þið aðal- lega og hvert seljið þið afurðirn- ar? „Aðalframleiðslan er grá- sleppuhrogn og kavíar, en einnig höfum við framleitt dálítið af þorskhrognum og Iifrarpöstu. Hvað varðar markaðinn, þá hefur á milli 75-80% farið til Evrópu og þá sérstaklega Frakklands. Af- gangurinn, 20-25% hefur síðan farið til Bandaríkjanna. Banda- ríkjamarkaðurinn hefur verið að aukast nú síðustu ár og er það mjög ánægjuleg þróun því mun betra verð fæst þar heldur en í Evrópu.“ — Munar það miklu? „Það munar töluverðu. Ætli það sé ekki u.þ.b. einum þriðja sem við fáum meira fyrir sömu afurðir í Bandaríkjunum heldur en í Evrópu. Það er því töluvert kappsmál fyrir okkur að auka markaðinn í Bandaríkjunum og af því tilefni hafa Sölusamtök lag- metisiðnaðarins opnað skrifstofu í New York og sú skrifstofa er strax farin að skila árangri, því salan hefur aukist töluvert á þesu ári.“ — Evrópumarkaðurinn er þá kannski hálfónýtur? „Við fáum lélegt verð fyrir afurðirnar, en svo kemur á móti að við seljum mikið magn þangað og því nauðsynlegt að leggja rækt við þann markað líka. Sölustofn- unin mun m.a. nú fljótlega opna skrifstofu í Hamborg í Þýskalandi og við bindum vonir við að sú skrifstofa eigi eftir að skila árangri bæði í Þýskalandi og Frakklandi og auðvitað helst sem víðast.“ — Hvaðan fáið þið hráefni? „Við kaupum afla frá um 40-50 bátum hér á Akranesi og vegna söluaukningar nú undanfarin 3-4 ár höfum við þurft að kaupa afla víðs vegar að af landinu og varla sá staður á landinu sem við höfum ekki átt einhver viðskipti við. Sem dæmi um söluaukninguna, þá var salan um 600-800 tunnur fyrir 4-5 árum, en nú er hún komin upp í 3-4000 tunnur ár ári. “ Af og til höfum við haft þátt í Skagablaðinu þar sem hin ýmsu fyrirtæki í bænum hafa verið kynnt. Hér í þessu blaði munum við kynna Fiskiðjuna Arctic og af því tilefni höfðum við tal af Þorsteini Jónssyni, framkvæmdarstjóra. Við byrjuðum viðtalið á svo mjög hefðbundinn hátt og spurðum Þorstein fyrst að því hvað fyrirtækið væri orðið gamalt. „Fyrirtækið er nú komið vel á unglingsárin, stofnað árið 1966 og er því 19 ára. Það verður því stórafmæli á næsta ári.“ — Og hvað vinna svo margir hér? „Það er nú misjafnt. Það eru þetta á milli 15 og 20 manns sem vinna hér að staðaldri. Kavíar í túpum — Er eitthvað nýtt á döfinni hjá ykkur í framleiðslunni? „Já, nú erum við að hefja framleiðslu á kavíar í túpum og Bandaríkjamarkaður í sókn gjaldmiðlinum SDR, en uppistað- an í þeim gjaldmiðli er banda- ríkjadollarinn. Síðan seljum við mest af okkar framleiðslu til Fr- akklands eins og áður segir og fáum því borgað í frönskum frönkum sem er ekki eins traustur gjaldmiðill og SDR. Við förum því frekar illa út úr þessu öllu saman. Það er skylda að taka þessi lán í SDR gjaldmiðlinum og auk þess eru 10% vextir og lánin gengistryggð, þegar eðlilegt þykir með/önnur lán að beri aðeins 3-5% vexti. Það er því ekki verið að gera okkur sérstaklega auðvelt fyrir.“ Framleiðslunni pakkað í snyrtilegar og aðlaðandi neytendaumbúðir. Hrognin tekin úr tunnunum til frekari vinnslu. Þorsteinn Jónsson, forstjóri Fisk- iðjunnar Arctic. Langar þig út að skemmta þér, í bíó eða bara í heim- sókn til kunningja en kemst ekki frá börnunum, Ef svo er er málið leyst. Ég tek að mér að passa börn á kvöldin. Er 15 ára. Uppl. í síma 1947 á milli kl. 19 og 20. (Gugga). ★ Æfingarnar eru hafnar. Eru á íþróttavellinum kl. 18 á mánudögum og fimmtudög- um. Badmintonfélag Akra- ness. ★ Til sölu Canon-linsa, 200 mm, Ijósop 4. Uppl. í síma 1889 eftir kl. 17. ★ Herbergi óskast óskast til leigu fyrir nemendur við Fjöl- brautaskólann á Akranesi. Uppl. í síma 2190 (Inga Harðardóttir). ★ Tveggja herbergja íbúð óskast til leigu fyrir kennara við Fjölbrautaskólann á Akra- nesi. Uppl. í síma 2190 (Inga) og 2528 (Þórir). ★ Þriggja til fjögurra her- bergja íbúð óskast til leigu fyrir kennara við Fjölbrauta- skólann á Akranesi. Uppl. í síma 2190 (Inga) og 2528 (Þórir). ★ Til sölu Ftoland jazz chorus- gítarmagnari, 60 wött. Árs- gamall. Verð kr. 16.000. Uppl. í síma 2346 eftir kl. 17 (Ingi). ★ Óska eftir lítilli íbúð á leigu. Góðfyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 7063. ★ Til sölu eldhúsborð og stólar, kommóða og spegill í stíl. Uppl. í síma 1992. ★ Til sölu barnarimlarúm með dýnu. Selst ódýrt. Uppl. á Garðabraut 18, 3. h. t.v. og í síma 1436. ★ Nýtt hústjald til sölu. Uppl. í síma 1858. ★ Óska eftir að kaupa vel með farinn Hocus-Pocus barna- stól. Uppl. í síma 2875. ★ Til sölu grátt Starnord reið- hjól, tveggja ára gamalt. Á sama stað ertil sölu Dunlop- golfpoki, blár. Uppl. í síma 2855. ★ Vantar íbúð til leigu. Tilboð sendist í pósthólf 170, merkt „íbúð". ★ Til sölu Saab 99, árg. 1974. Nýupptekin vél og sjálfskipt- ing. Gott lakk. Uppl. í síma 1831. ★ Stúlka um þrítugt óskar eftir þokkalegu starfi. Vön ýmsum þjónustustörfum. Uppl. í síma 2820. 11

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.