Skagablaðið


Skagablaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 12
Titillinn er nú íhöfn Laufeyju Sigurðardóttur hafði verið brugðið og hún bætti svo um betur í seinni hálfleik er hún skoraði perlumark „a la Ronnie Whelan“. Blikunum tókst svo að minnka muninn en sigrinum varð ekki ógnað. Nokkra athygli vakti, að Blika- stelpurnar skyldu skarta tveimur leikmönnum, sem fengið höfðu undanþágu til að leika án þess formleg staðfesting um félags- skipti hefðu borist frá Svíþjóð. Nærvera þeirra breytti þó engu, IA vann verðskuldaðan sigur. Lúmskt skot Karitas Jónsdóttur siglir framhjá í leiknum gegn Blikastelpunum. „Kærum af öllu tagi stórQölgaö“ „Kærum af öllu tagi hefur stórlega fjölgað," sagði Svanur Geirdal, yfirlögregluþjónn, í samtali við Skagablaðið í gær. „Fólk er mun kæruglaðara nú en Tveir stútar Tveir ökumenn voru góm- aðir um helgina, grunaðirum ölvun við akstur. Að sögn Svans Geirdal, yfirlögreglu- þjóns, hefur ölvunarakstui færst talsvert í vöxt á þessu ári. áður var, en í mörgum tilfellum er það álit sérfróðra manna, að oft sé hægt að jafna ágreining á milli aðila áður en gripið er til þess að kæra.“ Þá sagði Svanur það verða æ algengara, að fólk grípi til þess að leggja fram kæru um leið og eitthvað væri gert á hlut þess, jafnvel þótt smávægilegt kynni að virðast í fyrstunni. Það, sem fólk athugaði hins vegar ekki nægilega vel áður en kæra væri lögð fram, væri, að um leið og slíkt væri gert væri málið orðið opinbert og afskipti lögfræðinga og ráðuneytis fylgdu í kjölfarið. Þar með væri oft búið að gera einfalt mál að flóknu. »E :kki lei tað eftir s amning- ur ná þei ssumgrur idvelli“ - segir Sigurður Lámsson hjá Hennes, en ekkert íslenskt 1. deildarfélag leikur í Henson-búningum „Eg held bara að málið sé það að ekkert íslenskt 1. deildarfélag hefur leitað eftir samningum við fyrirtækið á þessum grundvelli,“ sagði Sigurður Lárusson, forstjóri Hennes, er Skagablaðið innti hann eftir því hverju það sætti að Henson/Hennes gerði samninga við lið á borð við Aston Villa um búninga á sama tíma og ekkert íslenskt l.deildarfélag léki í búningum frá fyrirtækinu. Það hefur vakið talsverða ath- setja erlend heiti á framleiðslu ygli, jafnt okkar á Skagablaðinu sem annarra, hversu miklir for- dómar virðast ríkja hjá landanum í garð íslenskra afurða. Kemur þetta ekki hvað síst í ljós í fataiðnaðinum, þar sem innlendir framleiðendur hafa neyðst til að Húkkaði 5 punda lax í höfninni „Jú, þetta er rétt, ég fékk fimm punda lax í höfninni,“ sagði Guð- jón Gíslason, skipstjóri, er Skaga- blaðið hafði samband við hann í vikunni og bar það undir hann hvort rétt væri að hann hefði veitt lax í Akraneshöfn fyrir skemmstu eins og okkur hafði borist til eyrna. Það var fyrir nokkrum dögum að hann var að setja bát sinn, Síldina, upp í fjöru til að huga að honum undir sjávarlínu að sonur hans, Gísli Páll, taldi sig sjá lax synda rétt við bátinn. Og mikið rétt, þarna var rennilegur lax á dóli. Guðjón brá skjótt við, náði í haka og húkkaði laxinn. Reynd- ist hann vera fimm pund. Að því er við best vitum hér á Skagablaðinu hefur það ekki gerst fyrr að lax hafi verið veiddur í höfninni. Ef marka má reynslu Guðjóns er hér kominn miklu auðveldari — að ekki sé nú talað um ódýrari — veiðimáti á laxi, sem menn eltast við í rómuðum en fisklitlum ám landsins og borga stórfé fyrir. sína til að hún seljist. Bestu dæmin um þetta eru t.d. Act-skór og fatnaður, Don Cano-íþrótta- búningar og Put On-sokkar svo dæmi séu nefnd. „Framleiðsla okkar stenst fylli- lega samanburð við þá vöru, sem verið er að flytja inn svipaðs eðlis, og hún er reyndar í mörgum tilvikum mun betri. En það er eins og íslenskur varningur þurfi að hafa algera yfirburði umfram erlendan til þess að fólk fáist til að kaupa hann — honum nægir ekki að vera jafngóður.“ — Heldurðu að þessi tortryggni eigi einnig sök á að 1 .deildarfélög- in leika öll í búningum frá erlend- um fyrirtækjum? „Já, eflaust spilar það inn í. Hinu er svo ekki að leyna, að það hefur alltaf þótt fínt að leika í Adidas-búningum og flest félögin í deildinni gera það en önnur merki eru þó einnig á ferðinni." — Þið eruð með félög í lægri deildum í ykkar búningum er ekki svo? „Jú, víða um land leika félög í búningum frá okkur en ekkert úr l.deildinni.“ — Nú er það vitað mál að félögin gera samning við fyrirtæk- in um ákveðinn fjölda búninga, æfingagalla o.fl. á hverju keppnis- tímabili, þeim að kostnaðarlausu yfirleitt. Áttu von á að Henson geti boðið sambærilega samninga ef til þess kæmi? „Þetta er nokkuð sem ég get ekki svarað, þessu verður Halldór Einarsson, forstjóri Henson að svara,“ sagði Sigurður. Ekki tókst að ná í Halldór áður en blaðið fór í vinnslu. í spjallinu við Sigurð kom einn- ig fram, að starfsemin hjá Hennes gengi að óskum og væri fjöldi starfsmanna nú kominn í 35. Sumarleyfi verða til 19. ágúst en að þeim loknum er ráðgert að fjölga enn um 5 manns, hugsan- lega fleiri. Sigurður Lárusson. nánast Annar Islandsmeistaratitillinn í kvennaflokki í knattspyrnu er nú nánast kominn í höfn eftir að stelpurnar í meistaraflokki lögðu stöllur sínar úr Breiðabliki að velli, 2:1, á sunnudagskvöld. Nán- ast kraftaverk eitt getur komið í veg fyrir sigur ÍA-stelpnanna í mótinu eftir þennan sigur. Á fjórða hundrað manns lögðu leið sína á völlinn á sunnudaginn og fengu að sjá hörkuviðureign. Ragnheiður Jónasdóttir skoraði fyrra mark ÍA úr víti eftir að Lesendur ■ muniÓ ókeypis smáauglýsingar Skagablaósins! i

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.