Skagablaðið


Skagablaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 1
Útvarp Akranes • skrán- ing nafnsins ólögleg? • Nafnið skráð án leyfis bæjaryfirvalda en fyrir þremur ámm var beiðni um notkun nafns bæjarins í firmaheiti hafnað Einhverjir hafa eflaust rekið augun í litla frétt í Morgunbiaðinu nú fyrir skemmstu, þar sem sagði að þeir Andrés Ólafsson og Jón Sveinsson hefðu fengið heitið „Útvarp Akranes" skráð í firmaskrána. Rekstur útvarpsstöðva verður gefin frjáls um næstu áramót sem kunnugt er og því vaknaði sú spuming hjá okkur hvort þeir Andrés og Jón hyggðu á slíkan rekstur. „Það er nú ekkert ákveðið í þeim efnum en við vildum festa okkur þetta nafn ef til þess kæmi,“ sagði Andrés er Skagablaðið bar þetta undir hann. Andrés bætti því við, að þeir félagarnir myndu fylgjast grannt með þróun þessara mála á næstunni en það gæti allt eins farið svo að þeir legðu út í slíkan rekstur. Óheimilt Lesandi hafði samband við okkur í framhaldi af fréttinni í Morgunblaðinu og sagðist vera þess fullviss, að óheimilt væri að Skagablaðið eins árs Skagablaðið fagnar um þessar mundir eins árs afmæli sínu en þann 10. ágúst í fyrra leit 1. tölublað Skagablaðsins dagsins Ijós. Blaðið, sem kemur út i dag, er hið fimmt- ugasta í röðinni á einu ári. í opnu blaðsins er að finna ítarlega grein um vinnsluferil blaðsins og á bls. 11 er sérstök afmæliskrossgáta með veg- legum verðlaunum. skrásetja nöfn fyrirtækja, þar sem nafn Akraness kæmi fyrir. Benti hann okkur á, að fyrir nokkrum árum hefði svipað mál komið upp og þá verið leitað heimildar bæjarstjórnar en hún hafnaði beiðninni alfarið. Við spurðum Andrés hvort þeir félagarnir hefðu leitað álits bæjarstjórnar áður en þeir skrásettu nafnið. „Nei, við gerðum það ekki, enda tel ég víst að bæjarfógeti hefði ekki tekið skráninguna ef hún hefði ekki verið samkvæmt lögum“ sagði Andrés. Skagablaðið kannaði hvort rétt væri að beiðni um að fá að nota nafn Akraness í heiti fyrirtækis hefði verið hafnað á sínum tíma og það kom á daginn þegar göml- um bæjargögnum var flett. f fundargerð bæjarráðs frá 1. júlí 1982 er tekið fyrir bréf Stefáns Sigurðssonar, hdl., þar sem hann fer þess á leit fyrir hönd umbjóð- enda sinna, að þeir fái að nota nafn Akraness í heiti fyrirtækis síns. Bendir Stefán á í bréfi sínu, að enda þótt í ljós hafi komið að óheimilt sé að nota staðarheiti í firmanafni án heimildar frá við- komandi bæjarfélagi, sé slíkt mjög algengt. Fer hann jafnframt fram á það, f.h. umbjóðenda sinna, að bæjarráð leggi blessun sína yfir þessa beiðni. Hafnað Bæjarráð hafnaði beiðninni en Hvaö hafa S menn í tekji . imnlúeíiwiQ* nm mú«)i<ul<un wni it kaga- ir? Vt i 1 oja uppiyomyai um iiiaiiauaiiauii iian iw bæjarbúa samkvæmt álögðu útsvari á bls. 10-11 fund þess sátu Jón Sveinsson, auk Guðjóns Guðmundssonar, Guð- mundar Vésteinssonar og Engil- berts Guðmundssonar. Bæjar- stjórn samþykkti síðan sam- hljóða, eða 9:0, umrædda fundar- gerð bæjarráðs þann 20. júlí sama ár. Að framangreindu er því ljóst, að sami Jón Sveinsson hefur fyrst fellt beiðni um notkun á nafni bæjarins í firmanafni og síðan leikið sama leik sjálfur án þess að leita álits bæjaryfirvalda. Bæjar- fulltrúar eru bersýnilega breyskir eins og aðrir menn. Jón Pórðarson, BA 180 — nú nafnlaus. Nýtr ‘ skip til Akraness LJU Nú á næstu dögum er væntanlegt nýtt skip sem Runólfur Hallfreðsson útgerðarmaður hefur fest kaup á. Hið nýja skip sem reyndar er ekki nýtt kemur frá Patreksfirði og hét áður Jón Þórðarson BA 180 og er 195 brúttólestir. Skipið sem enn hefur ekki verið gefið nafn, mun við komuna til Akraness fara beint í slipp og þar verður það lengt og breytt í frystiskip. Þegar fram líða stundir fer skipið á rækjuveiðar og mun Sigurjón Runólfsson verða skipstjóri á því auk 14 manna áhafnar. Hvali ekki rekið á grynningar svo lengi sem elstu menn muna Frétt Skagablaösins um björg- unarleiðangur Hjálpar-manna á grynningunum fyrir neðan Litlu- Fellsöxl, þar sem meðlimir sveit- arinnar björguðu grindhval (mar- svíni) frá vísum dauða, hefur vekið verðskuldaða athygli. Nú höfum við frétt, að þarna hafi upphaflega verið átta grind- hvalir á ferð en sex þeirra forðað sér út af sjálfsdáðum. Einum björguðu Hjálpar-menn en hinum, sem eftir varð, björguðu bændur í nágrenninu, ásamt fólki sem var í sumarbústað þarna skammt frá. Gróf fólkið holu fyrir hvalinn svo hann þornaði ekki og flutti hann síðan á kerru yfir til Grundartanga, þar sem honum var sleppt. Bóndi, sem býr þarna innfrá sagði í samtali við Skagablaðið að mjög óvanalegt væri að hvali ræki þarna á land. Sagðist hann ekki minnast þess þau 30 ár, sem hann hefði búið þar, og aldrei kvaðst hann hafa heyrt sögur um slíkan atburð. Menn hafa mjög velt því fyrir sér hvers vegna hvalirnir leita upp á grynningarnar og ein skýringin sem við höfum hcyrt er sú, að þeir fitni oft mjög síðsumars og þá gerðist stundum, að fita færi fyrir augun á þeim og byrgði þeim sýn. Þar með töpuðu þeir áttum. Björgunarsveitamenn hjálpa grindhvalnum af grynningunum. Lesendur * munid ókeypis smáauglýsingar Skagablaðsins!

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.