Skagablaðið


Skagablaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 12
Lesendur • munið ókeypis smáauglýsingar Skagablaðsins! Mismunun en þurfum að selja meira vatn • segir hitaveitustjóri um sértilboð til handa þeim sem vilja skipta úr rafhitun í hitaveitu arafiokk karia í vetur Sú breytírig hefur orðið á tilhögun íslatidsmóts 3. deildar í handknattleik, að öli iiðin leika í sama riðli og verða því leikirnir miktu fleiri en áður, 24 alls. Mótið hefst þann 27. sept- ember og verður leikið um hverja helgi fram til 15. desemb- er en þá verðrir hlé til 4. janúar. Sfðan verður leikið stíft til 3. mars. Hið nýja handknattteiksráð er þegar farið að vinna að undirbúningi vetrarins og er ekki að efa að vasklega verður gengið til verks enda fjármálin ein nægilegt verkefni fyrir fjöl- menna, ötuta stjórn. Að leiðarlokum Fyrir skömmu var húsið númer 102 við Suðurgötu jafnað við jörðu. Húsið var um fimmtugt, reist á miðjum 4. áratugnum og stóð á lóð sem kölluð var Bakkagerði, og húsið því oft nefnt Bakkagerðishús. Enn fækkar þvt þeim húsum hér í bæ sem bera einhver nöfn. Gissur Ágústsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá meistara- flokki karla í handknattleik og mun hann einnig annast þjálfum 2. flokks karla. Þetta eru gleði- fréttirnar. Hitt er svo öllu sorg- legra, að Skagamenn tefla ekki fram neinum meistaraflokki kvenna I vetur. Skýringin? Stelpurnar höfðu engan áhuga. Gissur ætti að vera Skaga- mönnum að góðu kunnur því hann kom hingað á sínum tíma til þess að leika í marki með meistaraflokki. Gissur hyggst þó ekki leika með í vetur heldur helga sig þjálfuninni af fullum krafti. Gissur Agústsson Gissur þjálfar meist- „Mátið er einfaldlega það, að við þurfum að fá rafhituðu húsin inn en þau eru um 200 talsins. Það hefur ekki gengið sjálfkrafa eins og við áttum kannski von á með því að lækka stofngjöld til þeirra, sem eru með rafhitun, og því grípum við til þessa,“ sagði Ing- ólfur. Tilboð hitaveitunnar hljóðar upp á að fólk greiði aðeins 1 mínútulítra fyrstu tvö árin jafnvel þótt það noti mun meira vatn. Meðalnotkun íbúðar á ári er 2,25 - 2,5 mínútulítrar, þó nokkuð breytilegt eftir stærð húss eins og nærri má geta. Einbýlishús þurfa sennilega um 2,5 lítra. Af þessu má sjá, að um girnilegt tilboð er að ræða. „Með þessu erum við að reyna að ná inn sölu á vatni, sem annars væri ónýtt,“ sagði hitaveitustjóri ennfremur. Benti hann á, að þótt auðvitað væri verið að bjóða sum- um upp á betri kjör en öðrum í þessu tilviki mætti ekki gleyma því að aukin vatnssala kæmi öllum bæjarbúum til góða. Loch Ness í höfninni? Þessi tilgáta var sú fyrsta sem okkur datt í hug er við sáum þessa pilta á hafnarbakkanum. Við nánari athugun kom í ljós að piltarnir voru einungis að fylgjast með veiðarfærum sínum og bíða þess að eitthvað biti á. „Það er rétt að það felst í þessu margs konar mismunun, ég dreg enga dul á það,“ sagði Ingólfur Hrólfsson, hitaveitustjóri, er Skagablaðið bar það undir hann hvort rétt væri að HAB byði þeim, sem vildu skipta úr rafhitun yfir í hitaveitu hagstæðari kjör en t.d. þeim sem væru að taka hitaveitu inn í fyrsta skipti. Úlfaldi gerð- ur úr mýflugu Um hverja Verslunarmanna- helgi er það vinsælt efni í dagblöð- um landsins að birta fréttir frá lögreglunni víðs vegar að af land- inu. Eina slíka mátti sjá í einu dagblaði s.l. laugardag. Þar var haft eftir lögreglunni á Akureyri að Akurnesingar væru að gera „allt brjálað" og væru að bylta bæjarfélaginu. Hefðu tugir manna fengið að gista fanga- geymslurnar og mátti skilja að Akurnesingar hefðu verið í meiri- hluta. Skagablaðið hringdi norður í lögregluna til þess að fá þessar fréttir staðfestar. Þær fengust ekki staðfestar af þeirri einföldu ást- æðu að ekkert slíkt gerðist sem segir í fréttinni. Engir tugir gistu fanga- geymslurnar, heldur einungis 9 manns og var þar um að ræða fólk hvaðanæva að af landinu og ekk- ert meira um Akurnesinga en aðra landsmenn. Það er því ljóst að um tilbúning hefur verið að ræða hjá dag- blaðinu og mjög slæmt svo ekki sé meira sagt, þegar verið er að búa til fréttir sem þessar ein- hverju bæjarfélagi til minnkunar.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.