Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 15.08.1985, Qupperneq 1

Skagablaðið - 15.08.1985, Qupperneq 1
30. TBL. 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1985 VERÐ KR. 50.- Skráningin reyndist fullkomlega lögleg Útvaip Akranes meft hreinan skjöld en... Skagablaðið varpaði þeirri spurningu fram í forsíðufrétt sl. miðvikudag hvort e.t.v. hefði verið ólöglega staðið að skráningu firmanafnsins „Útvarp Akranes". Vitnaði blaðið þá til máls, sem kom upp hjá bæjarstjórn 1982, þar sem óskað var eftir leyfi bæjarráðs til að fá að nota nafn bæjarins í heiti fyrirtækis. Bæjarráð kvaðst ekki hlynnt notkun nafns bæjarins í heitum fyrirtækja og staðfesti bæjarstjórn síðar niðurstöðu bæjarráðs, 9:0. Afmælisgjöf Skagablaðið fékk margar góðar afmæliskveðjur sl. laugardag á eins árs afmælinu og enn fremur nokkrar gjafir. An þess að hallað sé á neinn velunnara blaðsins fannst okkur mest gaman að afmælisgjöfinni frá pollunum í 6. flokki. Vignir Elísson afhenti gjöfina og sést með hana á myndinni. MeistaraUkur kvenna í knattspyrmr Glæsilegur sig- ur i Hollandi I*ær láta sér ekki nægja að vinna alla hugsanlega titla innanlands stnlkiirnar í meistaraflokki kvenna. Þær eru nú á keppnisferðalagi í Hollandi og unnu um sl. helgi glæsilegan sigur í 15-liða móti og fengu að launuin risastóran bikar, „einhvern þann stærsta sem ég hef séð um ævina,“ sagði Steinn Hclgason. þjálfari stelpnanna, er Skagablaðið ræddi við hann úti í Hollandi í gær. Nú hefur það verið upplýst af Jóni Sveinssyni, lögfræðingi, bæjarstjórnarfulltrúa Framsókn- arflokksins og annars aðstand- enda „Útvarps Akraness“, að fyllilega löglega var staðið að skráningunni enda hafi tekið gildi lög 1979, sem leystu af hólmi önnur eldri. í nýju lögunum er kveðið á um að viðkomandi bæjaryfírvöld þurfi ekki að veita samþykki sitt fyrir notkun á nafni bæjarins í firmaheiti. Jón skrifar langa grein í Skaga- blaðið í dag og veitist harkalega að því fyrir óábyrgan fréttaflutn- ing og segir umfjöllun blaðsins með ólíkindum og að með fram- haldi hljóti að fjara undan útgáfu þess. Þótt Jón bendi réttilega á að skráning heitisins „Útvarp Akra- nes“ hafi verið fyllilega lögleg breytir það ekki þeirri staðreynd, að Jón var einn þeirra fjögurra bæjarráðsmanna sem töldu ekki æskilegt að nafn bæjarins væri dregið inn í firmaheiti. Það var árið 1982. Sú staðreynd stendur ennfremur óhögguð, að Jón og Andrés Ólafsson, sem einnig stendur að nafninu „Útvarp Akr- anes“, leituðu ekki samþykkis bæjaryfirvalda fyrir notkun nafns bæjarins. Samkvæmt lögum frá 1979 þarf þess heldur ekki en hefði það ekki verið siðferðislega rétt af bæjarfulltrúanum úr því hann var áður búinn að leggjast gegn slíkri notkun? Enginn vissi neitt Svo aftur sé vikið að umfjöllun bæjarráðs og bæjarstjórnar Akra- ness um bréf Stefáns Sigurðsson- ar, lögmanns, f.h. umbjóðenda sinna, á miðju ári 1982, vekur það óneitanlega athygli að engum þeirra er málið snerti skyldi vera tilvist laganna frá 1979 ljós þó þrjú ár vœru liðinfrá því þau tóku gildi! Firmaskráin vísaði beiðn- inni frá á þeim forsendum, að biðja þyrfti um leyfi, lögmaður umsækjendanna vissi ekki um þessi nýju Iög, né heldur bæjar- stjórnin eða sjálfur Jón 'Sveins- son. Jón segir orðrétt í grein sinni á bls. 5: „Ætti jafnreyndur blaða- maður og ristjórinn að vita að margt getur breyst á rúmlega þriggja ára tímabili, frá 1. júlí 1982 til dagsins í dag....“ Rétt er það, en breyttist ekki líka eitthvað á árunum 1978- 1982? Eitthvað, sem lögfræðingn- um Jóni Sveinssyni hefði starfs síns vegna átt að vera fullkunnugt um? Yfirsjón „Öllum getur hins vegar yfir- sést,“ segir Jón ennfremur í grein sinni og vísar þá til umfjöllunar bæjarráðs á sínum tíma. Þetta eru orð að sönnu og Skagablaðið tekur undir þau. Nú vantaöi ekki börur Þær vantaði ekki sjúkrabörurn- ar í leik ÍA og KR þegar á þurfti að halda. Tvívegis þurfti að grípa til þeirra í leiknum og sem betur fer kom ekki upp hin pínlega staða aftur eins og í leik ÍA og Þórs, sem við skýrðum frá í síðasta blaði. Batnandi mönnum (börum) er best að lifa. Eftir að hafa leikið tvo æfinga- leiki, þarsem jafntefli, 3:3, varð í öðrum en 14:0 sigur gegn hollensku 2. deildarliði vannst í hinum, byrjuðu stelpurnar á að tapa 1:2 fyrir bandarísku liði í sínum riðli mótsins. Þær unnu hins vegar alla hina leikina og komust áfram upp úr riðlinum. Fyrirkomulagiö var þannig, að liðunum 15 var skipt í 3 riöla og komust tvö efstu lið áfram í hverjum riðli, Til þess að full- manna 8-liða úrslitín var dregið um hver tvö þeirra þriggja liða, sem höfnuðu í 3. sæti, kæmust í 8-líða úrslitin. Skagastelpurnar unnu stórsig- ur, 7 0, í 8-liða urshtunum og síðan 6:0 í undanúrslitunum. í sjálfum úrslitaleiknum mættu itelpurnar sama liðinu og þær töfðu tapað fyrir í fyrsta lcik mótsins en nú var annað uppi á teningnum. Okkar stelpur unnu örugglcga, 3:0. Til þess að kóróna glæsilcgan árangur á mótinu var Vala Ulf- ljótsdóttir valinn besti mark- vörður mótsins. Að sögn Steins Helgasonar eru stelpurnar himinlifandi með ferðina en hluti þcirra er væntan- legur heinr á nrorgun. Sjö úr hópnum fara hins vegar áfram til Sviss til þess að leika með ís- tenska landsliðinu. „Það eina sem við getum kannski kvartað yfir er að við hefðurn kannski kosiö að liðin, sem við mættum hefðu verið betn en raun varð á. Reyndar tel ég að við höfum aldrei mætt því liði, sem var næstbest. Það lið féll út á vítaspyrnukeppni í undanúrslitum," sagði Steinn og bað að lokum fyrir bestu kveðj- um hingað heim frá stelpunum. Pétur til Hevcules Pétur Pétursson gekk í gærkvöld frá árs samningi við spænska 1. deildarfélagið Hercules frá Alicante. Pétur hélt út til að kanna aðstæður á þriðjudagsmorgun en var þá ekkert allt of bjartsýnn. Þar með er væntanlega útséð og eftir að hafa séð hann leika um að Pétur leiki með Skaga- annan hálfleikinn í æfingaleik mönnum í sumar, en á hinn hrifust forráðamenn félagsins bóginn markar samningurinn mjög. Höfðu síðan samband við Hercules tímamót í ára- við Miguel Munoz landsliðs- löngu þrefi hans við belgíska þjálfara spánverja og gaf hann félagið Antwerpen. Pétri góð meðmæli. Forráðamenn Antwerpen Pétri var mjög vel tekið hjá fara niður til Spánar á morgun félaginu og áhangendum þess oggangaendanlegafrámálinu. Lesendur • muniÓ ókeypis smáauglýsingar Skagablaósins!

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.