Skagablaðið


Skagablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 2
Skagablaðid Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Árni S. Arnason Blaðamaður: Magnús Ingvason. Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Sigurður Sverrisson Ritstjórnarskrifstofa Skagablaðsins er að Suðurgötu 16 og er opin sem hér segir: mánudaga frá kl. 14.30-22, þriðjudaga frá kl. 10-17, alla aðra virka dagafrá kl. 17-19. Móttaka auglýsinga og áskrifta er á sömu tímum. Síminn er 2261 eða 1397. Sláið á þráðinn, lítið inn eða sendið okkur línu í pósthólf 170. Innanfélagsmót Bréfdúfufélags Akraness: Dúfan hans Þórs kom, sá og sigraði Kaffisala í Ölver næsta suimudag Næstkomandi sunnudag verður kaffisala í Ölveri að því tilefni að „Topp*10“ videó VHS-videóleigan Háholti 9 1. (1) Deceptions I-II 2. (5) Missing in action 3. (3) Nýttlíf 4. (6) Ordealbyinnocence 5. (2) Lacel-II 6. (-) Bachelor party 7. (4) Romancing the stont 8. (-) Lady of the house 9. (-) One for the road 10. (-) Konan sem hvarf 45 ár eru liðin frá því að Kristni- boðssambandið, KFUM og K hófu starfrækslu sumarbúða fyrir börn. Guðþjónusta verður haldin í Ölveri á sunnudaginn kl. 20.30 og mun Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson messa. Eftir guðþjónustuna mun síðan verða kaffisala og stendur hún fram til kl. 22.00 um kvöldið. Forsvarsmenn kaffisölunnar vonast til þess að fólk komi og fái sér kaffi, en með kaffisölunni er verið að safna peningum til þess að geta byggt íþróttavöll á svæð- inu og stefnt er að því að Ijúka því verki fyrir næsta vor. Þór Ö. Ólafsson átti fyrstu dúf- una í innanfélagskeppni Bréfdúfu- félags Akraness, sem fram fór núna um siðustu helgi. Dúfa Guðjóns, sem er ekki nema rétt tæplega ársgömul skaut reyndari fuglum ref fyrir rass og skilaði sér fyrst heim frá Hvolsvelli, en þar var fuglunum sleppt kl. 7.30 að morgni þess 11. ágúst. Sigurfuglinn hans Þórs flaug að meðaltali 789,6 metra á mínútu en formaður félagsins, Guðjón M. Jónsson, átti tvo þá næstu. Sá sem varð í öðru sætinu flaug 769,25 metra á mínútu en sá í 3. sætinu 768,45 á mínútu. Alls tóku 18 fuglar þátt í keppninni, þar af 6 úr Garðabæ og Mosfellssveit sem gestir. Sigur fugls Þórs kom nokkuð á óvart því almennt er talið að geta fuglanna komi ekki í ljós fyrr en við tveggja ára aldurinn. Fyrsta ungakeppni Dúfnarækt- arsambands fslands var haldin sl. laugardag og var fuglunum sleppt frá Hvammi í Norðurárdal. Hafði Bréfdúfufélag Akraness veg og vanda af keppninni. Alls tóku 56 ungar frá 9 aðilum þátt í þessari fyrstu keppni og sigurvegarinn í henni var ungi frá Guðjóni M. ■EHEnEESESHSEll]- Jónssyni en faðir þess sama unga vann keppni frá Hvammi í fyrra. Unginn, sem sigraði nú, flaug 1139,4 metra á mínútu sem telst mjög góður árangur. Feðgar úr Reykjavík áttu fuglana í 2. og 3. sæti. Verðlaunakrossgátan: Fresturinn aðrennaút Við viljum minna lesendur á að skilafresturinn fyrir verðlauna- krossgátuna, sem birtist í síðasta blaði, rennur út á sunnudags- kvöld. f ljós hefur komið að smávægileg villa er í gátunni, orð nr. 54 lárétt á að vera sorgmæddr- ar en ekki sorgmæddur eins og stendur í blaðinu. Það breytir þó engu um lausnarorð gátunnar. í boði eru vegleg verðlaun, 5.000 króna vöruúttekt að eigin vali hér á Akranesi auk tveggja heilsárs- áskrifta að Skagablaðinu. Stórgóð þjón- usta á Stillholti Ég vil gjarnan fá að leggja orð í belg í sambandi við skrifin um veitingastaðinn Stillholt í síðasta blaði. Vel má vera að þessi saga um Stillholt sé sönn, en ég hef aðra Bæjaryfirvöld loki leikvall- ariiliöunum að Faxabrautinni Nýlega hafði einn lesenda Skagablaðsins samband við okkur og vildi koma einni beiðni á framfæri við bæjaryfir- völd, og var hún í því fólgin að bærinn lokaði fyrir þau hlið á leikvellinum á Jaðarsbökkum sem snúa út að Faxabraut. Þannig er mál með vexti að á leikvellinum eru þrjú hlið, eitt sem snýr út að Höfðabrautinni, og svo tvö sem snúa út að Faxabraut. Þegar börnin, sem mörg hver eru óvitar, eru að leika sér á leikvellinum þá vill Faxabrautin oft heilla meira heldur en ról- urnar, vegasöltin og sand- kassarnir. Allir vita hve Faxa- brautin er mikil umferðargata og er sérstaklega mikil umferð stórra bíla um götuna í tengsl- um við Sementsverksmiðjuna. Auk þessa stendur leikvöllurinn mjög nálægt götunni og börnin komin út á miðja götu ef þau fara út um hliðið. Af þessum sökum eru for- eldrar barnanna oft á miklum þeytingi fram og tilbaka til þess að varna því að börnin hlaupi út á götu. Það eru því vinsamleg tilmæli til bæjaryfirvalda að þau loki fyrir hliðin sem snúa að Faxa- braut. sögu að segja. Ég hef farið í nokkur skipti á Stillholt og feng- ið þar stórgóða þjónustu. í eitt skiptið þá kom ég um kvöld rétt fyrir lokun og það var ekki að fínna á starfsfólkinu að ég væri óvelkominn. Vera má að staðurinn sé far- inn að láta á sjá, enda húsnæð- inu ekki haldið við sem skyldi. Þetta er aðeins leiguhúsnæði, en nú er Egill eð hefjast handa við byggingu á eigin húsnæði sem er vert að meta. Ekki get ég sagt að fólkið sem vinnur hjá Agli sé nokkuð lak- ara þótt hann sé ekki sjálfur við. Við getum eflaust oft skrifað slíkar reynslusögur sem þessi skrifar í síðasta blað, en það er spurning hvort að við eigum að vera að rjúka með allar svona sögur í blöðin, þau verða svo leiðinleg til lestrar. Svona í restina: Þú sem skrif- aðir greinina um Stillholt í síð- asta blaði, hringdir þú í Egil eftir reynslu þína, eða datt þér það ekki í hug. Það hefði sjálf- sagt ekki skaðað. Með fyrirfram þökk , Jón Sverrisson. Spuming vikunnar Hlustar þú mikið á útvarp? Guðríður Helgadóttir: — Já, ég hlusta svolítið á útvarp og þá bæði á rás 1 og 2. Björn Sigurðsson: — Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég hlusta aðal- lega á rás 2 í vinnunni. nú frekar lítið á útvarp. Rás 2 heyrist nú svo illa hér á Akranesi að varla er hægt að hlusta á hana. Stundum hlusta ég á leikrit í kananum. lngimar Garðarsson: — Nei, ég hlusta lítið á útvarp. Helst hlústa ég á rás 2 í vinnunni og þá með öðru eyranu. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.