Skagablaðið


Skagablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 3
IHHl Frá Tónlistarskólanum Akranesi INNRITUN NEMENDA Innritun nemenda veröur á skrifstofu skólans Kirkjubraut 8 frá 19.-30. ágúst. Skrifstofan verður opin frá kl. 10-12 og 13-14 alla virka daga. Síminn er 2109. SKÓLASTJÓRI Notaðar heimilistölvur Höfum verið beðin að selja eftirtaldar notaðar Verslunin Dýralrf eins árs um þessar mundin „Er nú frekar hugsjóna- starf en ábatahugsun" ■ segir Ingimar Garðarsson, eigandi verslunannnar_ tölvur: ★ BBC model B kr. 15.800. Ný kostar kr. 20.790. ★ Commodore 64 með segulbandi, stýripinna o.fl. kr. 10.800. Ný kostar kr. 11.500 án fylgihluta. ★ Sinclair spectrum plus kr. 5.950. Ný kostar kr. 7.960. Allar tölvurnar eru í ábyrgð. BÓKASKEMMAN - TÖL VUDEILD Það eiga fleiri afmæli þessa dagana heldur en Skagablaðið. Ingimar Garðarsson í versluninni Dýralíf hélt upp á eins árs afmæli verslunarinnar þann 11. ágúst sl. Við hjá Skagablaðinu vorum í afmælisskapi er við heimsóttum Ingimar í verslun hans og var hann einnig í afmælisskapi. Ingimar tjáði okkur að rekstur verslunarinnar gengi sæmilega. Áhuginn fyrir gæludýrum færi stöðugt vaxandi og ekki annað hægt en að segja en að bjart væri framundan. Nú væru gæludýra- búðir á 3 stöðum á landinu, í Reykjavík, á Akureyri og hér á Akranesi. Ingimar sagðist eiga erfitt með að ímynda sér að fólk færi suður til Reykjavíkur til þess að versla í verslunum þar, því hann teldi að mun meira úrval væri. hjá sér því hann keypti af fleiri heildsölum heldur en versl- anirnar í Reykjavík og væri oft með lægra verð heldur en þær. „Þetta er nú frekar hugsjóna- starf heldur en ábatahugsun og ég þarf að hugsa mjög vel um dýrin og vill það oft verða bindandi“, sagði Ingimar. Þess má geta að Ingimar mun vera með 10% afslátt á öllum vörum verslunarinnar frá og með laugardeginum 17. ágúst til laug- ardagsins 24. ágúst. Er fólk því hvatt til þess að gera nú góð kaup og heimsækja Ingimar í verslun hans sem er á Vesturgötu 46. BADMINTON • Innritun á æfingar Badmintonfélagsins veturinn 85-86 fer fram í íþróttahúsinu 15. ágúst kl. 18-19. • Allir þeir sem ætla að æfa badminton þurfa því að mæta í innritunina og greiða ársgjald kr. 200.00. (Æfingagjöld verða ákveðin síðar). • Æfingar undir stjórn hins indverska þjálfara Dipu Ghosh hefjast síðan mánudaginn 19. ágúst og verða auglýstar í íþrótta- húsinu. • Allir núverandi, eldri og nýir badmintonspilarar eru hvattir til að mæta. STJÓRNIN 3. flokkur í B-riðil í næstsíðasta tölublaði Skaga- blaðsins skýrðum við frá slæmu gengi 3. flokks í Islandsmótinu í knattspyrnu. Eftir þá umfjöllun léku strákarnir sinn síðasta leik í mótinu og var Ijóst fyrir þann leik að með sigri gátu þeir biargað sér frá falli í B-riðil. Ekki tókst þeim að sigra í þeim leik og þar með féllu þeir niður um riðil og leika því í B-riðli næsta keppnistímabil. Leiknum við ÍK lauk með 3-0 sigri gestgjafanna og féll ÍA því á óhagstæðari markatölu. Það er óhætt að segja að strák- arnir hafi ekki verið í takt í þessu móti, en engu að síður er engin ástæða til að örvænta og stefnan hefur þegar verið sett á að sigra B-riðilinn næsta ár og ætti það að takast með samstilltu átaki allra góðra manna. Þjálfari flokksins í sumar var Björgvin Guðjónsson. Akrameskaupstaður Tæknideild AUGLYSING UM UMFERÐ Á AKRANESI Akraneskaupstaður Tæknideild Aö fengnum tillögum Bæjarstjórnar Akraness og samkvæmt heimild í 2. mgr. 65. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 eru hér með settar eftirfarandi reglur um umferð á Akranesi. 1. Biðskylda: 1.1. Umferð um Bárugötu nýturforgangs fyrir umferð um Hafnarbraut að vestan- verðu. 1.2. Umferð um Esjubraut nýtur for- gangs fyrir umferð um botnlanga sömu götu. 1.3. Umferð um Vogabraut nýtur for- gangs fyrir umferð um botnlanga sömu götu. 1.4. Umferð um Jörundarholt nýtur for- gangs fyrir umferð um botnlanga sömu götu. 2. Stæði fyrir stóra bíla: Með tilvísun til lögreglusamþykktar Akraness nr. 472/1984, 24. gr. eru eftir- talin svæði ætluðtil lagningarstórrabíla. 2.1. ( Jörundarholti á þar til merktu svæði. 2.2. Á lóð Þjóðbrautar 3 (Rörasteypu- port). 3. Bann við bifreiðastöðum: Bifreiðastöður eru bannaðar við Vest- urgötu vestanverða, frá Háholti að Vall- holti. 4. Hámarkshraði: Almennur hámarkshraði bifreiða á Akranesi skal vera 50km/klst. Reglur þessar hafa þegar öðlast gildi. BÆJARTÆKNIFRÆÐINGUR 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.