Skagablaðið


Skagablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 7
| Skagablaðið á rölti að næturþeli ■ Skagablaðið á rölti að næturþeli ■ Skagablaðið á rölti að næturþeli ■ Skagablaðið á rölti að næturþeli ■ Skagablaðið á rölti Hverjir evu þaö sem vinna er aðrir sofa? Eitt kyrrlátt og fallegt júlíkvöld sátu blaðamaöur og Ijósmyndari Skagablaðsins heima í stofu ljósmyndarans sem oftar. Báðir voru hálf dasaðir. Blaðamaðurinn nýkominn frá Garðinum (kauptún) þar sem hann hafði fylgst með leik IA og Víðis og Ijósmyndarinn nýkominn úr garðinum (heima hjá sér) þar sem hann hafði hjálpað föður sínum við að tína orma (ánamaðka á fínu máli). Þarna sem þeir sátu í stofunni að ræða landsins gagn og nauð- synjar (sem sagt allt og ekkert) kom upp mál sem síðar varð kveikjan að þessari grein. Þarna sátu þeir og vorkennd j því fólki sem þyrfti að vinna á næturnar og spáðu lengi og vel í það hvernig þessu fólki liði í vinnunni um miðjar nætur. Það var einmitt þá sem hin landsfrægu spakmæli (eflaust verða það a.m.k.) hrutu út úr öðrum þeirra. „Af hverju förum við ekki á rúntinn og athugum hvernig því líður?“ „Hvernig hverju lfður“. „Nú fólk- inu auðvitað.“ Á andlit hins kon svipur þeirra sem verða fyrir upp- ljómun. „Já, því ekki það. Stórsnjallt.“ Rokið af stað Ljósmyndarinn greip með sér myndavél og blaðamaðurinn gamla vasabók og penna. Þegar út í bíl var komið var ákveðið að byrja á því að fara niður í Sem- entsverksmiðju. A leiðinni þang- að voru allir mögulegir staðir sem gátu verið heimsóknar okkar að- njótandi skrifaðir niður. Býsna langur listi og okkur leist ekkert á það að þurfa að innbyrða allt það kaffi sem okkur yrði væntanlega boðið og því ákveðið með 2 samhljóða atkvæðum að afþakka allt slíkt. Þegar niður í Sementsverk- smiðju var komið þá velti ljós- myndarinn fyrir sér hvar helst væri hægt að finna einhverja vinn- andi menn. Blaðamaðurinn sem allt þykist vita og búinn að vinna eitt sumar í verksmiðjunni var alveg á því finna. „I m vinna 2 nætur og 6 daga frí. Vantar afleysingamann.“ „Nei vinur, það vantar engann í af- leysingar og það er ekki allt sem sýnist. 6 daga frí eru mjög sjald- gæf og við erum á 21 vakt á 35 dögum. Þetta er svipaður vinnu- tími og hjá öðrum nema hvað þetta er á öllum tímum sólar- hrings“, sögðu þeir og útskýrðu nánar vinnutilhögunina. Ahuginn á afleysingastarfinu dofnaði mjög fljótlega. Síðan var beðið um mynd og þeir kvaddir. Kallað á Gísla Klukkan nálgast 4. Næst héldum við niður á höfn. Við höfðum heyrt að oft væru vaktmenn um borð í skipum yfir nóttina. Eftir að hafa farið um borð í 2 togara og 1 minna fiskiskip vorum við sannfærðir um að okkur hefði misheyrst, því enginn maður var sjáanlegur í þessum skipum. Ljósmyndarinn var þó sannfærður um að þekkja menn (sem blaðamaðurinn þekkti ekki) sem höfðu starfað við slíkt. Hann um það. Lögreglustöð bæjarins var næsti viðkomustaður. A nætur- vakt þessa nótt voru þeir Jón Leifsson og Gísli Björnsson. Eftir að hafa bankað í afgreiðsluborðið kom Jón til „dyra“ (borðs). Við tjáðum honum erindi okkar og spurðum hann hvort við mættum eiga við hann viðtal. Leist Jóni ekkert á það og vildi ekki einu sinni láta mynda sig. Þess í stað kallaði hann á Gísla og hann upplýsti okkur um allt sem við vildum vita. „Er rólegt svona í miðri viku Gísli“. „Það má segja að það sé frekar rólegt. Bærinn sefur á þessum tíma og má segja að það sé einungis öryggisatriði að við séum á vakt, nokkurs konar viðvera.“ „Hvernig er að vinna á næturnar? „Það venst eins og ailt annað. Þetta leggst auðvitað misjafnlega í mann, stundum þreytandi og stundum skemmtilegt. Sumum finnst erfitt að vinna á næturnar, öðrum ekki.“ „Er ekki óvenjulegt að bláedrú menn labbi sisvona inn á lögreglustöð um miðja nótt“. Þessi spurning var nú ein- göngu hugsuð til að taka af allan vafa hjá Gísla (ef einhver var) að við værum ófullir. „Það er nú misjafnt. Jú, það má nú segja það að við fáum ekki mjög oft heim- sóknir af þessu tagi. “ „Hvernig eru vaktirnar hjá ykkur í lögregl- unni.“ „Þær eru mjög flóknar svo hvar menn væri að mylluhúsinu maður." Mikið rétt (sem betur fer). Þar voru 3 menn á vakt, þeir Símon Ágústsson, Sigurður Ármannsson og Valtýr Ármannsson. „Þið eruð ekkert þreytulegir að sjá strákar. Er auðvelt að vinna á næturnar? „Þetta venst eins og allt annað“, sögðu þeir. „Þetta er nú auðveldara fyrir unga menn held- ur en okkur hina sem eru farnir að reskjast“, sagði Símon. Allir voru sammála því. „Hvað eru margir að vinna hér núna í nótt.“ Eftir dálitla umhugs- un kom svarið. „Sjö.“ „Hvað eruð þið á mörgum næturvöktum í röð“. „Það er nú misjafnt“, svöruðu þeir. „Það eru tveggja nátta vaktir og þriggja nátta.“ „Hvar er þessi vakt í röðinni.“ „Við erum á tveggja nátta vakt og þetta er fyrri vaktin. Við verðum næstu nótt líka og fáum síðan 6 daga frí eftir hana.“ „Haaaaa, F. v. Guðrún Guðmundsdóttir og Valdís Heiðarsdóttir. F.v. Elín Sigurbjörnsdóttir, Jórunn Guðmundsdóttir og LiljaJónsdótt- ekki sé meira sagt. T.d. getur farið svo að ef helgi er að nálgast að vaktirnar fari upp í 24 tíma. Vinnuálagið er því oft mjög rnikið." Gísli útskýrði síðan gang- inn á vöktunum, og ég, maður sem er ekki tilbúinn að viður- kenna á hverjum degi að ég skilji ekki eitthvað, viðurkenni hér og nú að ég skyldi ekki bofs í lög- regluvöktunum. Og það var þá sem ég kom með þá bráðfyndnu setningu (að eigin áliti) að það væri „óregla í reglunum hjá lög- reglunni." Gísli var myndaður í bak og fyrir og við héldum enn á ný út í nóttina. Reglan brotin Sjúkrahús Akraness var næsti viðkomustaður. Sá staður er mér mjög minnistæður, því það var einmitt þar sem hinn geðþekki Ijósmyndari braut regluna um að þiggja ekki kaffi. Hvað um það. Við hringdum dyrabjöllunni og Valdís Heiðarsdóttir kom til dyra. Eftir að hafa sagt henni erindi okkar (og að við værum hvorki slasaðir né drukknir) bauð hún okkur upp. Með henni á vakt var Guðrún Guðmundsdóttir. „Er sjúkrahúsið í ykkar höndum?“ Þær hlógu (brostu a.m.k.). „Nei, hér eru 7 manns á vakt í nótt. Við skulum segja að deildin sé í okkar höndum.“ „Er mikið um að vera á næturnar." „Já, það er alltaf töluvert. Það eru ótal hlutir sem þarf að sinna af og til alla nótt- ina.“ „Er ekki erfitt að þurfa að vera að vinna á meðan aðrir eru sofandi og öfugt.“ „Jú, en við þessu er lítið hægt að gera. Þó er það verra á sumrin á meðan gott er veður og bjartar nætur, því þá þarf maður að sofa á daginn og kannski sól úti. Það er þó skemmtilegra þá því það er einhvernveginn léttara yfir fólki og manni sjálfum“ sögðu þær. Þær spurðu okkur hvort við vild- um ekki fara á aðrar deildir og við játtum því. Valdís sló á þráðinn (hringdi) yfir á aðra deild og bað um leyfi fyrir okkur. Það er óhætt að segja að eftirvæntingarsvipur hafi verið á þeim Lilju Jónsdóttur, Jórunni Guðmundsdóttur og Elínu Sigur- björnsdóttur þegar við komum og láum við þeim það ekki. Hvaða heilbrigðir menn eru úti um hánótt, takandi viðtöl og myndir? Eftir að hafa útskýrt fyrir þeim málavöxtu voru þær hinar kurteis- ustu (sem fyrr) og buðu okkur kaffi. Það var einmitt þá sem ljósmyndarinn sveik samkomu- lagið og fékk sér einn bolla af kaffi og ég bolla af tei (hvergi minnst á te í samkomulaginu). Eftir að ljósmyndarinn hafði lokið við kaffið (með slæmri samvisku) fékk hann leyfi til þess að mynda nýfæddu börnin sem voru á deild- inni. Litlu krúsídúllurnar. Ekkert raskaði svefni þeirra og þau lágu áhyggjulaus í vöggunum. Á leið okkar af sjúkrahúsinu komum við við á enn einni deild- inni. Þar voru á vakt þær Elín Björnsdóttir og Jóhanna K. Guðmundsdóttir. Létu þær vel af vinnunni og vinnutímanum. Nátthrafn Klukkan var nú að ganga 6. Einn rúntur í bæinn. Eina lífs- markið sem sást var það að trillu- karl var á leið niður á höfn. Auk þess sáum við tvo ketti og hrafn, eflaust nátthrafn. Jæja. Við upp á dvalarheimilið Höfða. Þær Kristín Magnúsdóttir og Ása Helgadóttir tóku engann séns og komu báðar til dyra. „Gott kvöld, góða nótt og góðan dag. Megum við taka viðtal við ykkur. Við erum sko frá Skaga- blaðinu og erum að athuga hverjir sru að vinna á næturnar.“ Viðtal- ið var auðfengið (eflaust vegna góðrar kynningar). „Eruð þið þreyttar?" „Nei við erum það nú ekki.“ „I hverju er vinnan fólgin?“. „Það er svo margt“, sögðu þær „það þarf að þrífa hér, taka til morgun- mat, sinna hringingum ef ein- hverjar eru og svona ýmislegt sem til fellur.“ „Hafið þið unnið lengi við þetta“, spyr ég. „Kristín er í föstu starfi, en ég í afleysingum" svarar Ása. „Er gaman að vinna á næturnar“, spyr ég og er farinn að endurtaka óþarflega oft sömu spurningarnar. „Það getur verið mjög gaman. Þetta er allt annað og betra á sumrin. Á veturna erum við einhvernveginn miklu syfjaðri. Birtan úti fyrir lyftir okkur upp.“ „Hvað er það besta við næturvaktirnar?" „Það besta er það að geta skriðið upp í rúm þegar aðrir eru að fara í vinnu. Tilhugsunin er svo góð.“ „Fáið þið oft gesti í heimsókn?" „Nei, við fáum aldrei gesti og okkur dauðbrá þegar dyrabjallan glumdi." „Er ekki samt gaman að fá okkur í heimsókn" spurðum við og brostum svo mikið að sást í alla jaxla (þá sem eftir eru). „Þetta er tilbreyting.“ Tvær á vakt Við gerðum okkur þetta svar að góðu og fórum. Næst héldum við til Sambýlis- sins að Vesturgötu 102. Þar var Guðbjörg Vestmann á næturvakt. „Við erum tvær sem erum ein- göngu á næturvakt og reglan er nokkurnveginn sú að það er vakt 2 nætur, og 2 nætur frí.“ „Hvað gerið þið á vaktinni?" „Það er ýmislegt. Hér þarf að strauja, þrífa, gera við og svo margt, margt annað.“ „Er vinnan F. v. Ása Helgadóttir og Kristín Magnúsdóttir. Elín Björnsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir. Karl Alfreðsson. skemmtileg?“ spyr ég (breyti orðalaginu örlítið frá síðasta stað). „Já, hún getur verið það og þetta hentar mér ágætlega. Maður verður dálítið ruglaður í dögun- um en þetta kemur allt saman.“ „Þú ert ekkert að sofna, að þurfa að vera hér ein?“ „Nei, nei, þó að það sé nú frekar rólegt yfir þessu þá sofna ég ekki.“ Við þökkuðum fyrir spjallið og héldum enn á ný út í nóttina (sem var nú reyndar að verða að degi). Enn var tekinn rúntur. Það var greinilegt að bærinn var í þann veginn að vakna. Einn og einn sást á ferli. ÞÞÞ bílstjórar voru farnir að ræsa bílana sína, árrisul- ir vegfarendur á morgungöngu, smá líf að færast við höfnina og þeir fyrstu í frystihúsin á leið niðureftir. Hins vegar sáum við enga ketti og hrafninn eflaust kominn upp í Akrafjall. Blaðamaður og ijósmyndari ræddu síðan um hvort telja mætti bakara til næturvinnufólks. Varla, og þá ekki nema að hálfu. við ákváðum að renna upp í Harðarbakarí og fá lausn á málið. Þar voru 8 manns við vinnu og var létt yfir öllum. Hörður Pálsson bauð okkur kaffi og þáði ljós- myndarinn það (öðru sinni. Ég fékk kókómjólk). Síðan uppfyllti Hörður ósk sem blaðamaður hafði óskað sér í u.þ.b. 5 mínútur og kom með vínarbrauð og teboll- ur. Jibbí. „Þeir fyrstu mæta hér kl. 5 og svo er fólkið a smátínast fram til kl. 8. Alls vinna 16 manns hér í bakaríinu.“ „Eru ekki fáir á ferli svona snemma á morgnana þegar þið mætið?“ „Jú, maður er vanalega einn á götunum kl. 5 á morgnana." Síðan bað ljósmynd- arinn alla um að stilla sér upp og bað fólk um að segj a „snúúúúúúú- úúúður" (í staðinn fyrir SÍS). Örugglega góð mynd. Með 7 hendur I hinu bakaríinu á staðnum, Brauða- og kökugerðinni var Karl Alfreðsson í óða önn að hnoða deig og skera það til. Virtist Karl vera með 7 hendur, svo hröð voru handtökin. „Það má segja að þú sértáfullu.“ „Já, þaðeralvegnóg að gera. Mikill hasar fram til kl. 8, því það verður að vera búið að baka öll brauðin fyrir þann tíma.“ „Við erum þá ekkert að trufla þig F.v. ValtýrÁrmannsson, Sigurður Armannsson ogSímon Agústsson. meira. Kannski við fáum að taka eina mynd.“ „Það er í góðu lagi“ sagði Karl, en hélt samt áfram að vinna svo að myndin er örugglega ekki í fókus. Á leiðinni út úr bakaríinu kom blaðamaðurinn auga á sjálfvirka „kleinuhringja- vél“. Hvílík tækninýjung (örugg- lega eldgömul vél). Blaðamaður- inn var svo dolfallinn yfir þessari vél að minnstu munaði að hann dytti ofan í steikarpottinn. Nú var klukkan að verða 7 og „glás“ af fólki komið á stjá. Við vorum farnir að hugsa um það að koma okkur heim, enda nóttin búin að vera strembin og við þreyttir. Vissulega hefði verið gaman að geta farið á alla þá staði sem vinna stóð yfir þessa nótt en nú var klukkan sem sagt að verða 7 og allir á leið heim. Enn áttum við eftir að fara inn á Grundar- tanga, koma við á hótelinu, en þar er vakt á nóttinni og jafnvel fleiri stöðum. Svo má telja þá sem vinna á næturnar um helgar s.s. leigubílstjóra og almennt starfs- fólk hótelsins o.fl. En hér varð að láta staðar numið, enda ekki mikil kurteisi að vera að geyspa framan í fólk í miðju viðtali eins og við hefðum eflaust gert. Góða nótt. Gísli Björnsson. Guðbjörg Vestmann. Hörður Pálsson, bakari og starfsfólk hans. 6 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.