Skagablaðið


Skagablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 12
Ihna tj ^ KIRKJUBRAUT 4. ^ Æ^T ^^Æ ^^Æ tlína AKRANESI. SÍMI 93-2244. AKRANESI. t SiMI 93-2244. „Verið tekið afskaplega vel“ - Bandalag jafnaðarmanna á yfirreið um Akranes „Okkur hefur verið tekið af- skaplega vel og fólk virðist reiðubú- ið til að tjá sig m.a. um stöðu þess í þjóðfélaginu og annað,“ sagði Stefán Benediktsson, þingmaður Bandalags jafnaðarmanna, er hann og starfsmaður BJ, Garðar Sverrisson, litu inn á ritstjórnar- skrifstofu Skagablaðsins í vik- unni. Þeir félagar hafa undanfarna daga verið á ferð hér á Akranesi og rætt við starfsfólk á vinnu- stöðvum, kynnt stefnu bandalags- ins og skipst á skoðunum. Sagði Stefán það vera eitt af markmið- um BJ að gera hinum almenna kjósanda kleift að hafa meiri áhrif á gang mála og þar með t.d. eigin lífskjör en verið hefði. Stefán og Garðar hafa heimsótt frystihús bæjarins, Sementsverk- Gunnar með verðlaun sín úr mótinu. „Auðvitað var þetta gaman en tók rosalega á taugamai' segir Gunnar Júlíusson, nýbakaður Islandsmeistari í gotfi í fiokki öldunga „Auðvitað var þetta gaman en tók um leið rosalega á taugarnar," sagði Gunnar Júlíusson, hinn eitilharði kylfingur okkar Skagamanna, er Skagablaðið ræddi við hann í fyrrakvöld og óskaði honum þá jafnframt til hamingju með sigurinn í öldungafiokki á íslandsmótinu í golfi, sem fram fór í Borgarnesi um helgina. Bar Gunnar þar sigurorð af ekki ómerkari manni er Þorbirni Kjærbo en fyrir mótið var hann talinn langsamlega sigurstranglegastur. Mótið hófst á föstudag og þá náði Gunnar strax þriggja högga forskoti, lék á 81 höggi en Þor- björn á 84. „Ég var í fínu formi á laugardaginn og lék þá á 74 höggurn," sagði Gunnar, „en Þor- björn lék á 75.“ Missti 3 högg Þegar síðasta umferðin hófst hafði Gunnar því fjögurra högga forskot á keppinaut sinn. Strax á fyrstu holu síðasta hringsins náði Gunnar enn einu höggi af Þor- birni en á 2. braut lenti hann „out of bounds“ og missti þrjú högg þar. Munurinn var því orð- inn aðeins 2 högg þegar hér var komið sögu. En okkar maður var ekki á því að gefa neitt eftir, beit á jaxlinn og lék eins og herforingi það sem eftir var. Lék 18 holurnar á 77 höggum en Kjærbo á 79. Þegar upp var staðið var mun- urinn því 6 högg. Glæsilegur árangur hjá Gunnari, sem er 57 ára gamall. Eins og sjá má af þessu er greinilega aldrei of seint að verða Islandsmeistari! „Spennan var alveg að fara með mig á síðasta deginum,“ sagði Gunnar, „enda kom það í ljós á annarri holunni, þar sem ég missti þrjú högg til hans. En eftir það var eins og spennan hyrfi út í veður og vind og ég lék bara vel það sem eftir var. Síðustu þrjár holurnar voru sennilega þærbestu hjá mér í allri keppninni.“ Leikið golf í 17 ár Gunnar hefur leikið golf allt frá 1968 er honum var fyrst kynnt þessi skemmtilega íþrótt, en aldr- ei unnið til neinna stórverðlauna fyrr en nú. Auk sigursins í keppn- inni án forgjafar vann hann 2. verðlaun í keppninni með forgjöf. Sigurinn í mótinu í ár kom mörgum mjög á óvart en sjálfur sagðist Gunnar hafa verið viss um að honum tækist að slá „þessum körlum,“ svo notuð séu hans eigin orð, við á góðum degi. Þorbjörn Kjærbo vann þessa keppni í fyrra og var í ár talinn mjög sigurstranglegur ásamt Jó- hanni Benediktssyni, félaga sín- um úr GS. Þegar upp var staðið mátti Þorbjörn sætta sig við að vera 6 höggum á eftir Gunnari og Jóhann var svo 11 höggum á eftir Þorbirni. Til Portúgal Með þessum glæsilega sigri hef- ur Gunnar sjálfkrafa unnið sér rétt til þátttöku á heimsmeistara- móti öldunga, sem fer fram í Portúgal síðar á þessu ári. Hvort hann tæki þátt í keppninni sagðist Gunnar ekki vera viss um á þessu stigi mslsins, þetta væri líka spurning um peninga. Óneitan- lega væri það þó freistandi. Hann hefði einu sinni leikið golf á Spáni og það hefði verið frábært. Skagablaðið ítrekar hamingju- óskir sínar til Gunnars og kemur því jafnframt á framfæri hvort ekki sé með einhverju móti hægt að tryggja það að hann komist í keppnina í Portúgal í haust, t.d. með fjárhagslegum stuðningi ef þörf krefði. Margir hafa hlotið meiri stuðning af minna tilefni. Stefan Benediktsson, einn þing- manna BJ. smiðjuna, Grundartanga og fleiri fyrirtæki og var hvarvetna vel tekið á móti þeim. Ekki eru kosningar til Alþingis fyrr en eftir 2 ár og því lagði Skagablaðið þá spurningu fyrir þá félaga hvers vegna þeir væru svo snemma á ferð. „Við fórum í sambærilega ferð í fyrra," sagði Garðar, „en gátum þá ekki heimsótt Akranes. Núna erum við hins vegar mættir enda er það stefna okkar að efla tengsl- in við kjósendur." Umferðar- fræðsla bamanna í dag og á morgun mur lögreglan og umferðamefnd efna í snmviiinu við umferðar- ráð, til uinferðarfræðslu fyrir 5 og 6 ára börn. Þessi fræðsla mun fara fram í Fjölbraiitar- skólanum og á hvert harn kost á því að koma tvisvar sinnuin. 5 ára börn áttu að mæta í dag, en á morgun er ætlunin að 6 ára börn komi ki. 10.30 og 13.30. Á staðnum verða ýmis um- ferðaverkefni, krakkarnir sjá brúðuleikhús og sýndar verða kvikmyndir- um umferðina. Leitast verður við að kynna börnunum þær umferðarreglur sem hæfa þessum aldurshópum. Bréf þar sem boða átti börnin á þcssa umferðarfræðslu voru borin út nú í vikunni og munu 227 bréf hafa veríö borin út af þeim síikum. Lesendur ■ munid ókeypis smáauglýsingar Skagablaósins!

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.