Skagablaðið


Skagablaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 1
Miguel Munoz, landsliðsþjálfari Spánverja, í viðtali við íþróttadagblaðið AS: „Pétur besti erlendi framherj- inn sem komið gæti til SpánaP ★ Hercules býður Pétri 3 ára samning ★ Pétur skoraði tvö mörk gegn Alicante ★ Mario Kempes félagi hans í Hercules „Pétur Pétursson er besti erlendi framherjinn sem gæti komið til Spánar. Hæfileikar hans eru á borð við manna eins og Hugo Sanchés og Da Silva, svo dæmi séu nefnd um fræga leikmenn,“ sagði Miguel Munoz, landsliðsþjálfari Spánverja, í viðtali við hið virta íþróttadag- blað As, í síðustu viku. Þá var ekki endanlega ljóst hvort Pétur semdi við spænska 1. deildarfélagið Hercules en samningar hafa nú tekist eins og Skagablaðið skýrði frá fyrir viku. Hercules hefur nú boðið Pétri lékum við svo gegn félagsliði frá samning til Jjriggja ára. Pétur kom heim til Islands í gærdag eftir vikudvöl í Alicante og heldur á ný út á föstudag. Hann lék sinn hálfleikinn í hvorum tveggja æf- ingaleikja með Hercules í síðustu viku og skoraði tvívegis í þeim síðari, þar sem Hercules vann 2. deildarliðið Alicante 5:1. Á með- al félag Péturs í hinu nýja liði hans er Mario Kempes, marka- kóngur HM 1978 og heimsmeist- ari með Argentínumönnum. „Eg var vart fyrr kominn til Alicante á þriðjudag í síðustu viku er samningaviðræður við fé- lagið hófust. Þeim leist hins vegar ekkert á kröfur mínar og sögðu þvert nei við þeim. Kvöldið eftir Chile og lék ég þar fyrri hálfleik- inn. Eftir leikinn var ég kallaður á fund með stjóranum og gengið frá málunum. Síðan lék ég gegn Alicante um helgina og tókst þá að skora tvívegis og nú hafa forráðamenn Hercules gert mér boð um þriggja ára samning,“ sagði Pétur við Skagablaðið í gær. — Hyggstu taka honum? „Ég hreinlega veit það ekki. Þessi 3 ára samningur er freistandi að því leytinu tii, að taki ég honum kaupa þeir mig frá Ant- werpen strax en skrifi ég undir eins árs samning verður gengið frá kaupunum í desember. Ég hallast nú frekar að því að ég skrifi undir til eins árs til að byrja með. Þetta er allt svo nýtt fyrir Pétur skorar fyrra mark sitt gegn Alicante um helgina. mér þarna niðurfrá.“ — Það verður því ekkert úr því að þú leikir með Skagamönnum í sumar? „Nei, það dæmi er úr sögunni. En ég vil endilega taka það fram, að það var einlægur ásetningur minn að koma heim í sumar. Eins og ég sagði við þig í síðustu viku var ég ekkert alltof bjartsýnn er Lífverur í klettapolli skoðaðar í návígi. Einn norrænu líffrœðinganna að störfum. Furða sig á ástandinu _ _ , . ... . . rtfí ar oant oA nlnnnt cp npctc Qiirr „Það verður að segjast alveg eins og er, að þátttakendur í námskeiðinu hafa furðað sig á ástandi klóakmála hér við Akranes,“ sagði Hannes Þorsteinsson, líffræðingur, er Skagablaðið ræddi við hann í gær en þá lauk vikulöngu námskeiði um Iífríki fjörunnar á vegum Norðurlandaráðs hér á Akranesi. „Líklega eru öll úthlaup skolplagna sem eru oft á tíðum leikvöllur barna. Þá bæjarins ofar stórstraumsfjöruborðs og sum hver opnast í miðjum fjörum eða jafnvel ofar svo að eftir fjörunum streyma miður kræsilegir lækir, stundum svo hundruðum metra nemur og þá í gegnum fjöldann allan af klettapollum, er aðkoma að nokkrum fjörum hér í bæ mjög slæm svo ekki sé meira sagt, t.d. við vitann á Breiðinni og svo við Vest- urflös, þar sem Þorgeir & Ellert er. Á þessum stöðum hefur fjaran verið notuð sem öskuhaugur fyrir ótrúlegasta drasl. Oft er sagt að glöggt sé gests augað og er það má námskeiðsgesta, að hér verði að bæta úr enda auðvelt.“ Þannig fórust Hannesi orð um ástand fjaranna umhverfis bæinn. Hannes var annar tveggja Skagamanna sem sátu þetta merka námskeið en alls voru þátttakendurnir á því 15 talsins, auk Hannesar og annars, sem var boðin gestaþátttaka á námskeiðinu. Sjá nánar í opnu. ég fór til Spánar en það hefur ræst mjög vel úr hlutunum.“ — Hvernig kunnirðu við þig þarna niðurfrá? „Bara vel, en átti dálítið erfitt með að venjast hitanum. Forráða- menn jafnt sem áhangendur fé- lagsins tóku mér með kostum og kynjum.“ — Þannig að þú hefur ákveðið að slá til? „Já, ég gerði það úr því þeir gengu að mínum kröfum. Þá spil- ar það líka stórt hlutverk í ákvörðun minni að hjá Hercules fæ ég loks að leika mína upp- áhaldsstöðu, miðframherja, og svo hitt að með þessu, þ.e. að losna frá Hollandi og Belgíu, sé ég loks fram á kaflaskipti í at- vinnumennskunni hjámér. Hérna fæ ég gullið tækifæri til að sýna það sem í mér býr og er staðráð- inn í að gera það,“ sagði Pétur. Koma Péturs til Spánar hefur vakið talsverða athygli. Stærsta íþróttadagblað Spánar, As, birti fyrir tæpri viku heillar síðu grein um hann á baksíðu og á forsíðu sama blaðs fáum dögum áður var viðtai við Miguel Munoz, lands- liðsþjálfara Spánverja, þar sem hann gaf Pétri öll sín bestu með- mæli. í „lókal“blöðunum hefur honum óspart verið hampað. Keppnistímabilið á Spáni hefst þann 31. ágúst og leikur Hercules þá á útivelli gegn Real Zaragoza. Næsti ieikur er svo heima gegn Atletico Bilbao og er reiknað með að Pétur leiki þá í fyrsta sinn í deildakeppninni með Hercules. Hinn illræmdi Goicochea, „slátr- arinn frá Bilbao“, verður því væntanlega andstæðingur Péturs í fyrsta leiknum hans. Erfiðari frumraun fær hann varla. —SSv. rernr reursso iá mss InJII mt e^rr>L^-e!, Fyrirsögnin er af greininni sem AS birti um Pétur en málsgreinin eru ummceli Miguel Munoz.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.