Skagablaðið


Skagablaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 2
Skagabladið Misstu titil- inn til Vals __0 Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Árni S. Arnason Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Sigurður Sverrisson Ritstjórnarskrifstofa Skagablaðsins er að Suðurgötu 16 og er opin sem hér segir: mánudaga frá kl. 14.30-22, þriðjudaga frá kl. 10-17, alla aðra virka daga frá kl. 17-19. Móttaka auglýsinga og áskrifta er á sömu tímum. Síminn er 2261 eða 1397. Sláið á þráðinn, lítið inn eða sendið okkur línu í pósthólf 170. Ekki tókst „eldri drengjunum“ okkar Skagamanna að halda titl- inum, sem þeir unnu svo glæsilega í fyrra. Þeir mættu Valsmönnum í úrslitaleik fvrir eins og tveimur vikum og töpuðu 0:1 eftir hörku- leik. Það var Hemmi Gunn, Tókstekki að sigra Stelpunum í 2. flokki kvenna tókst ekki að fylgja fordæmi stelpnanna í 3. flokki og vinna titilinn. Þær töpuðu fyrir Stjörn- unni, 0:1, og reyndist það úrslita- leikur mótsins. Stjarnan varð ís- landsmeistari. Áður hafði ÍA unnið KR 1:0 í hörkuleik en allt kom fyrir ekki. „hress-bless“ sem skoraði eina mark þeirra rauðklæddu. Fram að úrslitaleiknum höfð- um við skýrt nokkuð reglulega frá úrslitum leikja hjá strákunum en náðum þó aldrei að skýra frá tveimur síðustu leikjunum áður en kom að úrslitunum. Fyrri leikurinn var gegn IBK, þar sem Skagamenn unnu létti- lega 5:2 með mörkum Jóns Gunn- laugssonar og Matthíasar Hall- grímssonar, sem skoruðu tvö mörk hvor, og marki Leó Jóhann- essonar. Síðari leikurinn var gegn Breiðabliki og lauk 1:1. Þar gerði stormsenterinn Jón Gunnlaugs- son eina markið. Þótt ekki hafi tekist að halda bikarnum verður ekki annað sagt en árangurinn sé viðunandi. Steinn Helgason hefur haft veg og vanda af þjálfun liðsins og er óhætt að segja, að þar sem hann kemur nærri næst góður árangur. Þjóðlagasveitin Hálft í hvoru kom hingað uppeftir á sunnudag og skemmti gestum Bárunnar öðru Jnni á jafnmörgum vikum með söng og glensi. Ekki bar á öðru en leik sveitarinnar væri vel tekið á meðal fjölmargra gesta. Myndin er annars kannski táknrœn fyrir sveitina, hálft í hvoru? Sigríður Selma í Lindinni. Anna í Perlunni. Tvær verslanir, Lindin og Perlan opna að Kirkjubraut 2 Fyrir nokkrum dögum opnuðu tvær nýjar versl- húsa. Hún var áður að Skólabraut 18. Eigandi anir að Kirkjubraut 2, þar sem verslunin Huld var Lindarinnar er Sigríður Selma Sigurðardóttir og áður með starfsemi sína. Þetta eru verslanirnar sem fyrr verslar hún aðallega með snyrtivörur. Perlan og Lindin og eru þær hvor í sínum helmingi Verslunarhúsnæðið var afhent þann 1. ágúst sl. húsnæðisins. Sameiginlegur inngangur er að versl- opnað var þann 16. Eitt af því sem gera þurfti við unum báðum. endurnýjun húsnæðisins var að loka hinu mar- Anna Björnsdóttir er eigandi að versluninni grómaða „Huldarskoti“, sem verið hefur einhver Perlan og selur hún ýmis konar tilbúinn fatnað, vinsælasti samastaður unglinga bæjarins. handklæði og sængurfatnað svo dæmi séu tekin. Skagablaðið óskar þeim stöllum til hamingju Anna er nýgræðingur í verslunarrekstri. með nýja húsnæðið og árnar þeim velfarnaðar í í hinum helmingnum er verslunin Lindin til verslunarrekstrinum. Hálft í hvoru? Sala getraunaseðla körf u- knattleiksráös að hefjast „Tippið“ er einhver allra vinsælasta iðja landsmanna frá og með hverju hausti og þær skipta hundruðum þúsunda raðirnar, sem fylltar eru út í viku hverri með það fyrir augum að krækja í stóra vinninginn. Honum tekst þó merkilega oft að sneiða hjá mörg- um enda eru líkurnar 1 á móti 531.441 að menn kræki sér í 12 rétta. Með öðrum orðum: þú þarft, lesandi góður, að fylla út 531.441 röð til þess að vera gull- tryggður með 12 rétta! Körfuknattleiksráð hefur séð um sölu getraunaseðla hér á Akranesi undanfarin misseri og mun svo verða áfram í vetur. Sem fyrr verða útsendarar körfuknatt- leiksráðs á hverju strái, reiðubún- ir að bjóða bæjarbúum að taka þátt í leiknum. Fyrstu seðlarnir eru nýverið komnir úr prentun og hefur sú breyting orðið á að í stað 10-raða seðlanna, sem boðið var upp á í fyrra, hafa 8-raða seðlar verið settir í umferð. Önnur nýj- ung er sú, að nú er boðið upp á 64-raða seðla, auk hinna gömlu og góðu 16- og 36-raða. Þá hefur verð seðlanna hækkað talsvert frá því í fyrra. Hver röð kostar nú kr. 3.75 en kostaði áður 2.50. Greini- legt að verðbólgan hefur náð að þröngva sér inn í fjáröflunarstarf- semi íþróttahreyfingarinnar sem annars staðar. Hinn nýi 64-raða seðill á vafa- lítið eftir að verða vinsæll á meðal þeirra sem notast við „kerfi“ til þess að ná sem bestum árangri í „tippinu“. „Kerfisköllum“ fer stórlega fjölgandi á meðal þeirra, sem spreyta sig vikulega á get- raununum. Hér á Akranesi hafa starfsfélagar víða tekið sig saman og haldið úti kerfum af ýmsum stærðum svo vikum skiptir. Sumir með góðum árangri, aðrir ekki. Útsölustaðir körfkuknattleiks- ráðs verða sem hér segir í vetur: Skaganesti, BSA, Axelsbúð, Bílás, Stjörnukaffi, Skaga-videó, rakarastofa Jóns Hjartarsonar, Skútan, auk þess sem þeir Ragnar Sigurðsson og Þorvarður Magn- ússon munu ota seðlum að fólki við ýmis tækifæri. Forvígismenn körfuknattleiks- ráðs vilja koma því á framfæri til „tippara" bæjarins að þeir skili seðlum sínum tímanlega og alls ekki seinna en kl. 18 á föstudög- um. Eftir það verða handhafar seðlanna sjálfir að sjá til þess að koma þeim til Getrauna í Iþrótta- miðstöðinni í Laugardal. Spiluóu lykil- hlutverk Það voru stelpur héðan af Skaganum, sem áttu hvað stærst- an þátt í fyrsta sigri íslenska kvennalandsliðsins í knattspvmu á mánudagskvöld er þær mættu stöllum sínum frá Sviss ytra. ís- land vann. Ragna Lóa Stefánsdóttir skor- aði eitt íslensku markanna og Ragnheiður Jónasdóttir annað. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.