Skagablaðið


Skagablaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 5
Körfuboltinn senn af stað eftir sumarfrí: Gísli Gíslason endur Er „Dalli“ aö vaxa Skagablaðinu yfir höfuð?: Harðnandi sam- keppni í útgáfu Samkeppnin í fjölmiðlaheiminum hér á Akranesi fer bersýni- lega vaxandi. Þetta kemur glöggt fram í nýlegu hefti af „Dalla“, blaði vinnuskólans í Arnardal. Þar segir m.a. á baksíðu, en „Dalli“ er hrjáð og ófrjálst grasrótarlaufblað, að Dalli hafi nú stækkað með slíkum ógnarhraða að hann hafð náð Skagablaðinu að vöxtum og gott betur. Er birt mynd með þessu því til áréttingar. Skagablaðið fagnar örum vexti þessa blaðs þeirra vinnuskólafólks og óskar því velgengni á komandi misserum. Frá Tónlistarskólanum Akranesi INNRITUN NEMENDA Innritun nemenda veröur á skrifstofu skólans Kirkjubraut 8 frá 19.-30. ágúst. Skrifstofan veröur opin frá kl. 10-12 og 13-14 alla virka daga. Síminn er 2109. SKÓLASTJÓRI Úr leik ÍA og Fram í 2. flokki. 2. flokkur náði ágætum árangri í sumar en kemst tæpast í úrslitin Eitt og annað hefur orðið þess valdandi að við höfum ekki getað skýrt frá gangi mála í yngri flokkunum á þann veg, sem við helst hefðum kosið. I síðasta blaði lukuni við að renna yfir leiki 3. 4., og 5. flokks og tökum nú 2. flokkinn fyrir en hann á enn nokkra leiki eftir í íslandsmótinu þótt vonir um sæti í úrslitum séu nú nánast fyrir bí. IA-UBK 3:3 Þessi leikur hefði átt að vinnast en Blikarnir fengu 2 mörk af ódýrari gerðinni. Okkar menn voru sumsé sterkari aðilinn en það er ekki spurt að slíku að leikslokum. Stefán Viðarsson skoraði tvívegis og Jóhannes Guðlaugsson þriðja markið. ÍA-Valur 2:1 Þetta var hörkuleikur og mikið um færi á báða bóga. Valsmenn náðu forystunni í leiknum en strákarnir okkar sóttu í sig veðrið og jöfnuðu metin og skoruðu síðan sigurmarkið áður en flautað var til leiksloka. Stefán Viðarsson var enn á skotskónum og gerði bæði mörkin. ÍA-Fram 0:1 Framarar, sem sitja nú á toppi riðilsins með góða stöðu, unnu hér óverðskuldaðan sigur. Tveir af fastamönnum ÍA hófu ekki leikinn en það virtist ekki koma að sök. ÍA fékk fjölda marktæki- færa en allt kom fyrir ekki. Fram- arar áttu t.d. ekki neitt einasta umtalsvert marktækifæri í seinni hálfleik en þannig er fótboltinn! Víkingur-ÍA 0:0 Hér var um jafna viðureign að ræða, þar sem Skagamenn voru lengstum sterkari aðilinn, en und- ir lokin fór allt úr böndunum og Víkingarnir hefðu allt eins getað skorað 3-4 mörk. Þessi leikur fór fram á mölinni og fannst mörgum það súrt í broti því strákarnir hafa æft lenti á grasi. Meistara- flokkurinn var hins vegar á æfingu á grasinu... ráðinn þjálfari mfl. Að sögn Þorvarðar gekk rekst- ur körfuknattleiksráðs býsna vel síðasta ár og tókst að láta enda Gísli Gíslason hefur verið endurráðinn þjálfari meistara- flokks karla í körfuknattleik en hann þjálfaði liðið í fyrra með góðum árangri. Auk meistara- flokks karla munu Skagamenn tefla fram meistaraflokki kvenna svo og 4. og 5. flokki karla í vetur. Að sögn Þorvarðar Magnússonar er þetta þó allt háð því að stelp- urnar svo og yngri strákarnir mæti vel á æfingar, sem hefjast nú ■ september. mætast, þ.e. reksturinn stóð á núlli eftir keppnistímabilið. Hins vegar munu vera smávægilegar skuldir útistandandi frá því á keppnistímabilinu þar á undan. Erfitt er að reka ráð eins og körfuknattleiksráð en með hörku hefur dæmið gengið upp. Helsta tekjulind körfuknattleiksmanna hefur verið sala getraunaseðla og verður væntanlega áfram. Stjórn körfuknattleiksráðs skipa eftirtaldir: Þorvarður Magnússon, formaður, Sigurður Sigurðsson, ritari, Ragnar Sigurðsson, gjaldkeri og með- stjórnendur eru þeir Ólafur Ósk- arsson og Gísli Gíslason. Heldur hallað undan fæti í allra síðustu leikjum

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.