Skagablaðið


Skagablaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 7
Spuming vikunnar Horfir þú mikið á sjón- varp/hvað þá helst? Ingibjörg Haraldsdóttir: — Já, fréttir, framhaldsþætti og eins ef góðar bíómyndir eru. Erna Haraldsdóttir: — Nei, ekki mikið, helst fréttir. Stundum bíó- myndir. Ármann Hauksson: — Ja, nokkuð. Helst fréttir, veðurfrétt- ir, einnig fræðsluþætti. Margrét Snorradóttir: — Nei, ekki mikið. Helst breska fram- haldsþætti. Stofnfundur samtaka trillukarla um land allt: Líffrœðingarnir við rannsóknir á þara. - Norrænir Irffræöingar á vikunámskeiii um lífríki fjörunnar „Það var margt sem réði því að Akranes varð fyrir valinu,“ sagði Hannes Þorsteinsson, líffræðing- ur við Fjölbrautaskólann, er Skagablaðið innti hann eftir því hvað hefði valdið því að nám- skeiðið, sem sagt er frá á forsíðu, var haldið hér í bæ. Námskeiðinu lauk í gær og rómuðu allir þátttak- endur þess allan aðbúnað hér, hvort hcldur var gistiaðstaða, fæði eða önnur aðstaða, sem var látin í té. Ekki spillti veðurblíðan fyrir ánægju þátttakenda. „Norðurlandaráð greiddi allan ferðakostnað þátttakendanna, sem komu frá öllum Norður- löndunum, sem og uppihalds- kostnað. Hóteluppihald hefði hins vegar sprengt fjárhagsáætl- unina gersamlega ef út í slíkt hefði verið farið. Á sínum tíma var leitað eftir því við Ólaf Ás- geirsson, þáverandi skólameist- ara FA, að fá inni í skólanum fyrir þetta námskeið og tók hann þeirri málaleitan mjög vel,“ sagði Hannes. Kom á óvart Þá sagði Hannes það vafalítið hafa skipt einhverju í staðarvali, að Akranes hefði einhverra hluta vegna alltaf orðið útundan í nátt- úrufræðirannsóknum hér á landi hverju svo sem um væri að kenna. Þar af leiðandi hefðu fáir komið hingað en dvölin hér hefði hins vegar leitt í ljós, að á tiltölulega stuttum kafla við Akranes væri að finna nánast allt það líf, sem finna gæti í fjörum landsins. Það hefði verið niðurstaða, sem kom líf- fræðingunum verulega á óvart. Námskeiðið, sem um ræðir, er skipulagt af norræna vistfræðiráð- inu og norræna sjávarlíffræðiráð- inu en þessi ráð heyra undir norræna menningarmálaráðið. Framkvæmd námskeiðsins var á vegum Líffræðistofnunar Há- skóla Islands og var Dr. Agnar Ingólfsson, prófessor í vistfræði við HÍ, yfirumsjónarmaður nám- skeiðsins. Auk hans sáu þeir Dr. Karl Gunnarsson og Dr. Steve J. Hawkins um kennslu á námskeið- inu. Beitukóngur Eins og fram kemur á forsíðu var námskeiðið um lífríki fjör- unnar. Allir sem tóku þátt í því eru útskrifaðir líffræðingar, sem eru að vinna að rannsóknarverk- efnum í framhaldsnámi, sem tengist á einhvern hátt fjörultfver- um. Á námskeiðinu voru flutt erindi um fjölmargt, m.a. um lífshætti beitukóngs en hann er einmitt uppistöðuhráefni Sjávar- réttagerðarinnar, sem tók tii starfa hér á Skaganum fyrr á þessu ári. „Þátttakendur hafa varla átt nægilega sterk lýsingarorð til þess að tjá sig um ágæti fjaranna, sem heimsóttar hafa verið í og við bæinn. Er þar helst til að nefna gífurlega mergð tegunda lífvera Allt innan rammans á myndinni hreinsað burtu og rannsakað síðar. „Markmiðiö að tryggja leyfi fyrir áframhaldandi veiðum“ - segir Skarphéöinn Amason, einn þeirra er sat fundinn Málefni smábátaeigenda hefur verið nokkuð á döfinni á undanförn- um árum en þó aldrei eins og í ár. Þykir mörgum hafa verið sorfið mjög nærri þeim mönnum sem smábátaútgerð hafa stundað. Svo nærri, að talað er um að tugir eða jafnvel hundruð manna gefist upp og leggi af þessa útgerð. Nú nýlega var haldinn undirbúningsfundur fyrir stofnun samtaka manna sem stunda smábátaútgerð. Skarphéðinn Arnason, einn þeirra manna hér á Akranesi sem stunda þessa útgerð var á meðal þeirra sem stóðu að þessum undirbúningsfundi. Við höfðum samband við hann og inntum hann frétta af fundinum. „Á þessum fundi voru menn frá að atvinnu og það hefur ekki öllum landsfjórðungum. Það var gert ráð fyrir að um 10-15 manns mættu, en alls voru fundarmenn 25. Þarna voru málin rædd og var frekar þungt hljóð í mönnum, en allir þó ákveðnir í að standa saman. Þarna sameinuðust allir, jafnt þeir sem stunda útgerð sem verið áður. Nauðsynleg samtök Það var orðið nauðsynlegt að smábátaeigendur stofnuðu með sér samtök, því hingað til höfum' við ekki átt neinn málsvara. Höfuðmarkmið þessara sam- Þátttakendur rómuðu allan aðbún- að á Akranesi Ein fjölmargra trilla í flota Skagamanna heldur til veiða. fyrir áframhaldandi veiðar þ.e.a.s. reynt verður að fá ráð- herra til þess að auka kvótann sem við teljum allt of lítinn. Ég get nefnt dæmi um sjálfan mig að á þessu ári þá eru það 4 mánuðir sem ég má ekki vinna og segir sig sjálft að það hefur enginn efni á því að vera svo lengi frá vinnu. Svo er það spurningin hvað gerist 1. september. Þá er útlit fyrir að allir verði reknir í land, en þá reynir á mátt þessara samtaka. Fjölgað um 200 I fyrra við svipaðar aðstæður þá vorum við nokkrir sem fórum á fund ráðherra til viðræðna en ekkert kom út úr því, en nú er að sjá til eftir þennan fund. Nú er Fresturinn verður ekki framlengdur Eins og við skýrðum frá í síðasta blaði rann skilafresturinn vegna afmæliskrossgátunnar út sl. sunnudag. Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir frá fólki sem hefur verið of seint fyrir og viljað skila inn lausnum í þessari viku. Því miður getum við ekki breytt frá gefinni reglu og því munu nöfn þeirra einna, sem skiluðu á réttum tíma, fara í pottinn þegar dregið verður um næstu helgi. Nöfn vinningshafanna verða svo birt í næsta Skagablaði. svo og hitt, að á tiltölulega litlu svæði umhverfis Akrafjall er að finna nánast allar þær fjörugerðir sem finnast hérlendis,“ sagði Hannes ennfremur. Gott orðspor Afrakstur námskeiðsins er all- nokkur fyrir Akurnesinga. Orð- rómur um hina góðu aðstöðu til námskeiðahalds og ráðstefnu- halds í Fjölbrautaskólanum mun fara víða og á án efa eftir að skila sér í aukinni ásókn ýmissa hópa í svipuðum erindagjörðum hingað til Akraness. Þá sagði Hannes, auk aukins orðspors af aðstöðunni í bænum væri nú loksins til, svo orð sé á gerandi, skrá yfir fjörulífverur umhverfis Akranes. Hún væri að vísu ófullkomin enn sem komið væri en yrði e.t.v. til þess að vísindamenn í líffræðigreinum gerðu sér oftar ferð hingað til rannsókna. Slíkt hefði a.m.k. ver- ið reifað lauslega á því námskeiði, sem lauk í gær. Njólinn ógnvaldur fagurra garða viö Presthúsabraut Presthúsabrautin er ein þeirra á“ að aka hana einn daginn fyrir legar lóðir. gatna bæjarins sem einhvern veg- skemmstu og viti menn! Við Margir eigendur hafa bersýni- inn verða alltaf útundan þegar Presthúsabrautina eru sérstak- lega lagt á sig mikla vinnu við að ekið er um bæinn. Okkur „varð lega margar vel snyrtar og þrifa- koma görðum sínum í sem best horf, en þó eru þarna inn á milli Hörður Jóh. húsvörður Hörður Jóhannesson, sem í sumar hefúr verið í starfi framk væmdastjóra knattspyrnuráðs Akraness, hefur verið ráðinn húsvörður við íþrótta- húsið við Vesturgötu en starf þetta var auglýst fyrir allnokkru. Hörður, sem einnig hefur fengist við kennslu, er vafalítið þekktastur fyrir afrek sín uppi við mark and- stæðinga Skagamanna í 1. deildinni en fær hér tækifæri til þess að sýna á sér nýja hlið. Skagablaðið óskar hon- um til hamingju með ráðninguna. lóðir sem stinga hræðilega í stúf við umhverfið. Ein var t.d. nánast þakin þéttvöxnum njólagróðri og til lítils augnayndis. Það var ekki laust við að við á Skagablaðinu hálf fyndum til með þeim garðeig- endum, sem lagt höfðu hvað mesta vinnu á sig við fegrunina, til þess eins að sjá heildarmynd götunanr skemmda með óhirtum görðum. Ekki er nóg með að njólinn sé forljót planta heldur breiðir hann fræ sín út af dugnaði og sterk vindhviða gæti nægt til bara að sjá hvað kemur út úr þessum viðræðum og það þarf að koma eitthvað út úr þeim, því kvótinn er að verða búinn og mjög slæmt ef þarf að stunda lögbrot með áframhaldandi veið- um. Það er þó öruggt að það Skarphéðinn Arnason. verður mjög þungur róður að fá kvótanum breytt. Sem dæmi um þá aukningu sem hefur orðið í þessari atvinnugrein má benda á að á síðustu 3 árum hefur smábátum fjölgað um 200 og það munar um minna. Útsýnísvandamálið snaggaralega leyst Við á Skagablaðinu höfðum fregnir af konu einni sem hefur bflskúrsenda við lóðamörk sín. Eins og títt er um fólk í slíkri aðstöðu fannst konunni Iftið til skúrveggjarins koma og tók sig til og málaði málverk á vegginn, sem að henni sneri. Myndin er af á og fossi og er ólíkt snyrtilegra að sjá þennan bílskúrsgafl svona skreyttan en eins og hann hefur verið áður. Sem við vorum að mynda listaverkið bar listakonuna, Jórunni Runólfsdóttur, að og tilkynnti hún okkur að verkinu væri ekki fulllokið. Ekki finnst okkur þó bera á öðru en Jórunn hafi leyst útsýnisvandamál sitt með prýði. Hvað finnst ykkur, lesendur góðir? Njólinn er ræktarsamur við Presthúsabrautina en... stingur því miður mjög í stúf. 6 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.