Skagablaðið


Skagablaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 9
Ólafur Haukur, Ragga Gísla, Andrés Sigurvinsson og Egill Arnason Ijósahönnuður. Stórskemmtilegt verk Stúdentaleikhússins fmmsýnt á Akranesi í tilefni árs æskunnar: Ragga Grýla, Ólafur Haukur og Andrés Sigurvins sameina krafta sína í frábæmm rokksöngleik Sídastliðinn mánuð hafa staðið yfir æfingar og undirbúningur á rokk/söngleiknum EKKO eða „Guðirnir úngu“ eftir Claes Anderson. Frumsýningin verður miðvikudaginn 28. ágúst kl. 20.30 á Akranesi. Síðan heldur leikhóp- urinn vestur um land. Ólafur Haukur Símonarson rit- höfundur annaðist þýðingu og semur jafnframt söngtexta, Ragn- hildur Gísladóttir fyrrverandi Grýla frumsemur tónlist við verkið. Það er Andrés Sigurvins- son, leikari og leikstjóri sem leik- stýrir en hann er leikhúsgestum að góðu kunnur fyrir uppsetning- ar sínar. Karl Aspelund hannar leikmynd og búninga, en Guðný B. Richards gerir brúður, sem fara með hlutverk hinna fullorðnu í sýningunni. Egill Árnason ljósa- hönnuður sér um lýsinguna. Þrettán ungir leikarar koma fram í sýningunni en auk þeirra er heil hljómsveit á sviðinu og mun hún jafnframt taka þátt í leiknum atriðum. Meðlimir hennar koma úr hljómsveitunum „Með nöktum“ og „Oxsmá“. Gamal- reyndir leikarar svo sem Karl Guðmundsson, Steindór Hjör- leifsson, Rúrik Haraldsson, Sig- urveig Jónsdóttir, Þórunn Magn- ea Magnúsdóttir og fleiri ljá brúðunum raddir sínar. Auglýsið í Skagablaðinu Ár æskunnar Strax um áramótin síðastliðin ákvað stjórn Stúdentaleikhússins að setja upp verk, sem fjallaði um unglinga. Vandað skyldi til þeirr- ar sýningar á allan hátt og sem flestum gefin kostur á að berja hana augum. Aðalforsendur þeirrar ákvörðunar eru eftirfar- andi: Unglingar eru sá hópur ásamt börnum og þroskaheftum sem hvað minsnt er sinnt af hálfu leikhúsanna. Unglingurinn úti á landsbyggð- inni situr yfirleitt ekki við sama borð og unglingur Stór-Reykja- víkursvæðisins hvað varðar möguleika á að sjá og kynna sér ýmislegt sem á boðstólum er. Með því að hafa þetta ferðasýn- ingu hyggst Stúdentaleikhúsið færa þetta til betri vegar. Mörg þeirra, sem vinna að þessari upp- setningu þekkja af eigin raun hvað það er að vera unglingur úti á landsbyggðinni. Nú er og ár æskunnar og því tilvalið að hrinda þessum hug- myndum í framkvæmd. Fjárfrekt Það var strax ljóst að þetta yrði gífurlega fjárfarekt framtak og án utanaðkomandi aðstoðar gæti það ekki orðið að veruleika. Því var leitað til Æskulýðsráðs ríkisins, bæjar- og sveitarfélaga svo og fjölda annarra um stuðning og með lítið annað en óljósa von um góðar undirtektir var hafist handa við undirbúning. Og vonir okkar brugðust ekki, þrátt fyrir dræmari undirtektir en við höfðum átt von á. Æskulýsðráð ríkisins hvatti okkur óspart og styrkti okkur með 40.000 kr. framlagi, sem er stærsta upphæð sem þeir hafa lagt í eitt einstakt verkefni, forráða- menn félagsmiðstöðvarinnar Tónabæjar létu okkur í té ókeypis æfingaaðstöðu, sem er ómetan- legur stuðningur, auk þess sem mörg bæjar- og sveitarfélög hafa styrkt okkur með fjárframlögum eða á annan hátt.- Stúdentaleikhúsið vill nota tækifærið og þakka ofangreindum aðilum þennan stuðning, svo og fjölmörgum meðlimum leikfélaga landsbyggðarinnar og einstakling- um er hjálpað hafa við undirbún- ing og skipulagningu leikfararinn- ar. Þetta er langstærsta verkefnið sem Stúdentaleikhúsið hefur ráð- ist í til þessa, bæði hvað varðar umfang og kostnað. Jón Karl segir upp Jón Karl Einarsson, skólastjóri tónlistarskólans, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. nóvembern.k. að teljaeftir margra ára gifturík störf í þágu skólans. Mun hann hefja störf hjá tónlistarskólanum á Seltjamarnesi. Skagablaðið hefur heyrt að ein meginástæðan fyrir uppsögn hans hafi verið sú, að hann hafi verið orðinn þreyttur á að berja höfðinu við steininn í tilraunum sínum til að fá bætt úr húsnæðisvanda skólans hér. SumarleikurOlís: Tvö E-númer Sumarleikur Olís er ein skemmtilegasta nýjungin í ört vaxandi samkeppni olíufélaganna í landinu. I hverri viku hafa verið dregin út 10 bílnúmer og tvívegis hafa númer hér á Akranesi komið upp og hlýtur það að teljast nokkuð merkilegt því bílaeign Skagamanna er ekki nema lítið brot af heildarbilaeign lands- manna. Númerin sem hér hafa komið upp eru E-2913 og E-2719. Vænt- anlega hafa eigendur þessara bíla orðið 10.000 krónum ríkari hvor en til þess að næla sér í upphæðina þurfa menn að svara einfaldri spurningu. Smáauglýs- ingamar Lófót-lína á kefli til sölu. Upplýsingar í síma 3140. Til sölu sem nýr tveggja manna svefnsófi. Uppl. í síma 1698. Til sölu skrifborð með skúff- um og skáp, eins manns svefnsófi með rúmfata- geymslu og frístandandi bókahillur. Allt tekk. Uppl. í síma 2087. Til sölu vínrauð Emmalj- unga-barnakerra, vel með farin. Beisli og kerrupoki geta fylgt. Einnig til sölu hár mat- arstóll, ekki ósvipaður Hoc- us-Pocus. Uppl. í símum 1126 og 2766. Handknattleiksmenn! Æfingar hjá meistara- og 2. flokki eru hafnar. Æft á mánu- dögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 18.30 í íþróttahúsinu. Handknatt- leiksráð. Til sölu sófasett, 3-2-1, úr brúnu plussi og dökkbrúnt sófaborð. Ennfremureldhús- borð og 4 stólar úr dökkkum viði, sem og ýmsir smáhlutir íeldhús. Uppl. ísíma2766á kvöldin. Poodle-hvolpur til sölu. Uppl. í síma 1140 á milli kl. 19-20. Til sölu 35 sm þykk tvíbreið svampdýna með riffluðu flau- elsáklæði. Ennfremur barna- bílstóll, leikgrind og rimlarúm. Alltásanngjörnu verði. Uppl. í síma 2766 á kvöldin. Til sölu gott eintak af Toyotu carinu 1980. Silfurgrár og sjálfskiptur. Uppl. í síma 1215. Til sölu hlaðrúm með góðum dýnum. Stærð 150x60 sm. Á sama stað lítið notuð Atlas- sumardekk, 560x13. Uppl. í síma 1507. Tapast hefur ADEC-Quarts kvenmannsúr. Úrið er gyllt með svartri skífu og gylltri keðju. Finnandi vinsamlega hringi í síma 1841. Fundar- laun. 9

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.