Skagablaðið


Skagablaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 12
Hvað er aö gerast hjá ÍA í 1. deild?! „DODI“ -segja leikmenn en ætla að bíta á jaxlinn Knattspyrnuunnendur hér á Akranesi sem og við á Skagablaðinu velta nú ákaft vöngum yfir því hvað hefur gripið 1. deildarlið Akurnesinga í knattspyrnu. Eftir sögulegt tap fyrir KR um fyrri helgi, fylgdi sigur í afspyrnuslökum leik gegn Þrótti en síðan annað tap á heimavelli sl. laugardag, nú fyrir FH, 2:3. Hvað er að gerast spyrja menn, nenna strákarnir ekki lengur að standa í þessu? Já, það er e.t.v. von að fólk spyrji en fátt er um svör. Af samtölum við leikmenn má helst ráða að allsherjar doði hafi gripið um sig á meðal þeirra. „Okkur vantar einhvern neista,“ sagði einn. Annar sagði: „Þetta getur ekki gengið svona lengur, þrír hræðilegir leikir á einni og sömu vikunni. Þetta hlýtur að koma.“ Sá þriðji sagði. „Leikurinn gegn Val eftir viku sker úr um það hvort okkur tekst að halda titlin- um eða ekki. Ef við gerum bara jafntefli eða töpum kannski, sem við skulum nú vona að gerist ekki, getum við kvatt íslandsbik- arinn.“ „Við eigum enn ágæta möguleika en ef þeir eiga að nýtast verðum við að vinna leikina sem eftir eru.“ Allt saman orð að sönnu. Það er dálítið merkilegt, en það er eins og leikmenn liðsins geri sér ekki fulla grein fyrir því hversu nærri því þeir eru að setja enn eitt metið í íslenskri knatt- spyrnu. Ekkert lið hefur nefnilega unnið íslandsbikarinn 3 ár í röð frá því deildaskipting var tekin upp 1955. Þrjú lið; Valur 1966 og 1967, Víkingur 1981 og 1982 og Akranes 1983 og 1984, hafa unnið deildina tvö ár í röð. Skagamenn náðu einstæðum árangri í fyrra er þeir unnu tvöfalt annað árið í röð og með sigri í mótinu í ár gætu þeir brotið blað í íslenskri knatt- spyrnusögu. Afrek sem verður lengi í minnum haft og seint jafnað. Leikurinn gegn Val næsta mið- vikudag kemur til með að skipta sköpum um möguleika Skaga- manna. Valsmenn hafa ekki tap- að í 9 síðustu leikjum sínum í 1. deildinni og hafa sýnt langsamleg- asta jafnastan árangur í sumar eftir skrykkjótta byrjun. KR-ing- ar mæta Fram í þessari sömu umferð og með sigri Vesturbæjar- liðsins væru Skagamenn aftur komnir á toppinn. Þar eiga þeir heima. Leikmenn vita það best sjálfir en það er ekki nóg. Það þarf að hafa fyrir hlutunum! Sigur meistaraflokkskvenn- anna í knattspyrnu á alþjóðlega mótinu í Hollandi í síðustu viku var rækilega tíundaður í Skaga- blaðinu eins og fyllsta ástæða var reyndar til í síðasta blaði. Sigur stelpnanna var glæstur og nú hafa okkur borist myndir frá þessu merka móti. A stóru myndinni eru stelpurnar kampakátar með bikarinn eftir sigurinn í mótinu en á minni myndunum má annars vegar sjá hvar Laufey Sigurðardóttir, fyrirliði liðsins, hampar hinum glæsilega bikar og hins vegar hvar Völu Ulfljótsdóttur eru afhent verðlaun sem besta markverði mótsins. ri rað nni á Langa- I. miðvikudag Það vakti athygli margra sl. miðvikudag hversu margir lögðu leið sína niður á Langasand. I sjálfu sér var miðvikudagurinn vel til þess fallinn að sóla sig því veðrið var þá einstaklega gott eins og margir eflaust muna. Ef mið er tekið af lauslegri talningu okkar Skagablaðsmanna lætur nærri að hálft annað hundr- að manna hafi verið á sandinum yfir hádaginn. Eflaust kunna fleiri að hafa lagt leið sína á þessa náttúrulegu baðströnd þennan sama dag. Ekki var annað að sjá en fólki líkaði vel að dvelja á sandinum en nokkrir höfðu á orði að mikið ljómandi yrði það nú „huggulegt" ef Hitaveitan gæti séð sér fært að færa frá rennsli sitt yfir á Langa- sandinn. Þá gætu margir nýtt sér heitavatnið samfara útiverunni. Hægt væri að koma upp sturtum og hreinlætisaðstöðu þarna fyrir ofan og væri þá ekki að efa að jafnt Skagamenn sem ferðamenn legðu leið sína á sandinn í stór- auknum mæli... þ.e. ef blessuð sólin létu sjá sig. Áður hefur verið rætt við Ingólf Hrólfsson, hitaveitustjóra, varð- andi möguleika á að færa frá- rennslið en hann taldi það ekki gerlegt að svo stöddu, m.a. vegna mikils tilkostnaðar. Rólegt Mjög rólegt var hjá lögregl- unni um helgina, rólegra en um langt skeið að sögn Svans Geirdals, yfirlögregluþjóns. Sem dæmi má nefna að eng- inn gisti fangageymslurnar. Batnandi fólki er best að lifa.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.