Skagablaðið


Skagablaðið - 28.08.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 28.08.1985, Blaðsíða 2
Skagablaðið Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Árni S. Arnason Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) Setning, umbrot, fiimuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Sigurður Sverrisson Ritstjórnarskrifstofa Skagablaðsins er að Suðurgötu 16 og er opin sem hér segir: mánudaga frá kl. 14.30-22, þriðjudaga frá kl. 10-17, alla aðra virka daga frá kl. 17-19. Móttaka auglýsinga og áskrifta er á sömu tímum. Síminn er 2261 eða 1397. Sláið á þráðinn, lítið inn eða sendið okkur línu í pósthólf 170. Auglýsið í Skagablaðinu Einhver doði? Þannig spurði Valgeir Guð- jónsson áheyrendur á dansleik Stuðmanna á Hótelinu á sunnu- dagskvöld og kannski ekki nema von. Hann sagðist hafa lesið í Skagablaðinu á leiðinni uppeftir að einhver doði væri í knatt- spyrnumönnum bæjarins og engu líkara væri en það hefði smitað út frá sér. „Eruði ekki í stuði?“, öskraði hann svo. „Ha... jú, jú,“ kvað við úr einum barka, máttlítið en vel meint. Þannig var það nú, fá- mennt hjá Stuðmönnum og vart meira en 150 manns. Myndin sýnir Röggu Gísla hefja hljóðm- anninn á loft. Þetta atriði var ekki hluti af tónleikunum. Haukur Armannsson við háþrýstisteikarpottinn, kankvís á svip. Chick- King íSkaga- nesti Þá geta Skagamenn fengið sér kjúklingabita með lítilli fyrirhöfn og það meira að segja einkar Ijúffenga slíka bita. Það er at- hafnamaðurinn Haukur Ár- mannsson, eigandi Skaganestis, sem hefur rutt brautina hér í bæ og býður nú Skagamönnum upp á Chick-King kjúklinga. Staðurinn opnar formlega á morgun. Er Skagablaðið leit til hans í gær var allt á útopnu við að ljúka undirbúningi en til steiking- arinnar hefur Haukur fengið sér- stakan háþrýstipott, sennilega þann eina hér á Akranesi. Pottur- inn er hinn rammlegasti, m.a. með öryggislokum, en eftir að kjúklingarnir hafa verið steiktir þar er þeim haldið heitum í þar til gerðum hitaskáp. Þetta sama fyrirkomulag og matreiðsluað- ferðin reyndar einnig tíðkast á vinsælustu kjúklingabitastöðum landsins. Til þess að allt fyllist nú ekki af steikarbrælu við matreiðsluna hefur Haukur komið upp kröftug- um viftum í Skaganesti og skiluðu þær slíkum afköstum að stéikar- lykt var ekki að finna er okkur bar að garði. Þó hafði hann verið að reyna pottinn. Fengum við m.a. að smakka og það verður að segjast hreint út að kjúklingarnir voru forláta góðir. Með þeim er hægt að fá franskar kartöflur, hrásalat, sem sömuleiðis var af- bragðsgott, og kokteilsósu. Ekki er að efa að það verður örtröð við Skaganesti í fyrramálið kl. 11.30 þegar þessi nýja þjón- usta fer af stað því kjúklingarnir eru lostæti. Verðlækkun á skólaritvélum. Áður 8.940.- Nú 5.490.- Áður 6.890.- Nú 3.990.- BÓKAVBREJj VNIN ídrcsj klsson kj 3 SÍMAR 1985 & 1293 — AKRANESI Allt fyrir skólann Skólatöskur og pennaveski á gömlu veröi. Mikiö úrval af nýjum töskum. Teiniáhöld frá Rotring og Faber-Castell. Allar orðabækur. Spuming vikunnar — Tekur þú mark á skoð- anakönnunum? Hákon Svavarsson: — Ég hef ekki myndað mé rneina skoðun á því. Hugsa lítið um það. Skúli Garðarsson: — Nei, alls ekki. Ingi Rafn Bragason: — Nei. Ég tek ekki mark á skoðanakönnun- um. Dóra Sveinbjörnsdóttir: — Nei, ég tek ekkert mark á þeim. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.