Skagablaðið


Skagablaðið - 28.08.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 28.08.1985, Blaðsíða 4
Smáaug\ ingamar Vantar íbúð. Barnlaust par óskar eftir að taka á leigu íbúð frá 1. september. Upp- lýsingar í síma 2088 eftir kl. 19. ★ Tapast hefur hjólkoppur af Mazda 626. Finnandi hafi samband við Skagablaðið. ★ Einbýlishús til sölu. Til sölu er einbýlishúsið að Stillholti 4. Upplýsinqar í síma 2097 eftirkl. 19. ★ íbúðaskipti. Óska eftir að skipta á 3-4 herb. íbúð (ekki í blokk) t.d. lítið einbýlis- eða raðhús, og 4 herbergja íbúð á hæð í Reykjavík. Gagn- kvæmir leigusamningar æskilegir. Upplýsingar í síma 91-39329 eftir kl. 17. ★ Til sölu Hojara-dúfnapar. Mjög góðar varp- og flugdúí- ur. Verð kr. 1000 - parið. Einnig fallegur, fleygur ungi á kr. 300. Upplýsingar í síma 1741. ★ Til leigu góð 3ja herbergja íbúð á einum besta stað í bænum. Laus 5. september. Tilboð merkt „Góð 3ja her- bergja" sendist í pósthólf 170 fyrir 5. september. ★ Óska eftir íbúð til leigu. 2-3 herbergja, helst strax. Upp- lýsingar í símum 2537 & 2072 eftir kl. 17. ★ Óska eftir bílskúr til leigu í stuttan tíma. Upplýsingar í síma 2584. ★ Til sölu Pioneer TS-x7, 60w bílhátalararog BM-520 kraft- magnari með tónjafnara. Upplýsingar í síma 1701 milli kl. 19-21. ★ Fundist hefur lítið silfur- barnaarmband á gangstétt- inni milli Einigrund 2-6. Vitjist hjá Skagablaðinu. ★ Handknattleiksmenn! Æfingar hjá meistara- og 2. flokki eru hafnar. Æft á mánu- dögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 18.30 í íþróttahúsinu. Handknatt- leiksráð. ★ Geisslein-barnavagn (vagn-kerra-burðarrúm) til sölu. Verð kr. 5.000. Uppl. í síma 2771. ★ Til sölu Sinclair spectrum 48K heimilistölva ásamt stýri pinna, interface, slökkvara og a.m.k. 100 leikjum. Upplýs- ingar í síma 2161. * Óska eftir að kaupa notað litasjónvarp. Uppl. í síma 1010. Stórmyndin Romancing the stone Sýnum þessa frábæru myndföstudag, sunnu- dag og mánudag kl. 21. Einnigsunnudagkl. 16 Það er almannarómur að þetta sé ein þeirra rriynda, sem menn hafi ekki hálft gaman af að nema sjá hana á stóru tjaldi. Hin nýja stjórn NFFA. Frá vinstri: Stefán, Jón Þór, Hákon og Andrés Helgi. „Félagslífið alfarið undir nemendum komið“ I kvöld: Rokksöngleikurinn Ekkó kl. 20.30. Annað kvöld: Sky high Föstudag og sunnudag kl. 23.15. Úr valiumvímu - segir hin nýja stjóm NFFA, sem kjörin var sl. vor og er bjartsýn á starfið í vetur Eins og við skýrðum frá í vor bar Jass-listinn sigur úr býtum þegar gengið var til kjörs um stjórn Nemendafélags Fjölbrautaskólans á Akranesi. Tveir listar buðu fram, sem var algert nýnæmi, og eftir harða kosningabaráttu og sérstakan framboðsfund bar Jass-listinn nokkuð örugglega sigurorð af keppinautum sínum. Þar sem nú er tekið að líða að bragðsgott). hausti og stutt í að Fjölbrauta- skólinn hefji starfsemi sína á ný eftir sumardvalann — og þar með einnig hin nýja stjórn NFFA — fengum við meðlimi hennar til þess að koma til okkar í kaffi og ræða málin. Reyndist það auðsótt (enda kaffið á Skagablaðinu af- Ny sjúkrasamlagsskírteim Gefin hafa verið út ný sjúkrasamlagsskírteini hjá Sjúkrasamlagi Akraness og falla eldri skírteini úr gildi með tilkomu þeirra. Verið er að bera út nýju skírteinin um þessar mundir. Er þeim sem ekki fá í hendur ný skírteini bent á að hafa samband við samlagið. Ennfremur er fólk beðið um að endursenda samlaginu skírteini þeirra, sem búa ekki lengur í viðkomandi húsi eða íbúð en skráð heimilisföng á skírteinunum miðast við búsetu 1. desember 1984. Að lokum skal minnt á að framvísa skal sjúkrasam- lagsskírteini þegar vitjað er læknis, við afhendingu lyfja og þegar leitað er eftir hvers konar þjónustu, sem sjúkrasamlög taka þátt í greiðslu. Því er nauðsynlegt að varðveita skírteinin á vísum stað. Sjúkrasamlag Akraness Kirkjubraut 17 • Sími 2022 Svo vikið sé beint að efninu þá eru það fjórir vaskir sveinar sem skipa stjórn NFFA; Jón Þór Helgason, forseti, Hákon Svav- arsson, varaforseti, Andrés Helgi Hallgrímsson, féhirðir, og Stefán Þorvaldsson, skrifari. Upphafs- stafir þessarra fjögurra manna mynd einmitt „Jass“ - nafnið. Að sögn þeirra félaga er mark- miðið að halda uppi kröftugu félagsstarfi og reyna að efla það sem mest má verða. Liður í þeirri viðleitni er m.a. stuðningur við ýmiss konar klúbbastarfsemi; listaklúbb, taflklúbb, spila- klúbb, tónlistarnefnd, kvik- myndanefnd, íþróttanefnd o.fl. auk þess að sjá um skemmtanir, t.d. árshátíð og dansleiki, sem eru um það bil einu sinni í hverj- um mánuði. Þá er gefið út blað í skólanum auk þess sem stjórnin sendir frá sér fréttablað. Til þess að standa straum af kostnaði við félagsstarfið borgar hver nemandi 1200 krónur I sjóð en langflestir nemendanna eru félagar í NFFA. Stjórnarmönnum bar saman um að félagslífið hefði verið óhemju dauft eftir síðustu áramót og kosningaslagurinn nánast ein- asta lífsmarkið. „Það orð hefur farið af skólan- um okkar að hann sé þekktur fyrir eitthvað annað en grósku- mikið félagsstarf en ætlunin er að breyta því orðspori," sögðu Jass- mennirnir. „Hér er öll aðstaða til þess að hafa félagslífið jafn gott ef ekki betra en víðast hvar annars staðar. Við munum reyna að fjölga klúbbum innan skólans ef áhugi fyrir því reynist fyrir hendi. Þá er á döfinni að efna til fleiri kvöldvaka en verið hefur og reyna þá að auglýsa þær betur en gert hefur verið. En það er á hreinu, að allt þetta og meira til er alfarið undir nemendunum sjálfum komið. Það er þeirra að taka þátt í þessu.“ Fundir NFFA eru æðsta vald félagsins og sér stjórn þess um að framfylgja samþykktum félags- funda. „Við erum aldrei betri stjórn en það sem nemendurnir bjóða upp á,“ sögðu félagarnir. Fyrsta stórverkefni haustsins er busavígslan, sem fer venjulega fram 10-14 dögum eftir upphaf skólans. Þegar spurt var hvaða meðferð busarnir fengju í ár brostu stjórnarmennirnir allir sem einn út að eyrum. „No comment," var svarið en svipurinn gaf til kynna, að busarnir mættu eiga von á einhverju allt öðru en góðu. Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta þá er síminn: 2261 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.