Skagablaðið


Skagablaðið - 28.08.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 28.08.1985, Blaðsíða 7
Doddi, einn bátanna sem Jóhann í Knerri hefur smíðað, sjósettur fyrr í sumar. „Plastiö ráöandi eitthvaö áfram en nýir möguleikar aö skapast í viöi“ - rætt viö Jóhann Ársælsson, skipasmiö og eiganda Knarrar, um feril fyrirtækisins og framtíö þess Fyrir nokkru sögðum við frá sjósetningu nýs báts, sem skipasmíðastöðin Knörr hafði smíðað. í framhaldi af þeirri frétt blaðsins langaði okkur til að forvitnast frekar um starfsemi og hagi fyrirtækisins. Við fórum því á fund Jóhanns Arsælssonar, eiganda fyrirtækisins, og röktum úr honum garnirnar. Knörr var stofnað árið 1973 af Jóhanni og Sigurði Arnmundarsyni. Upphaflega var ætlun- in að stunda bátaviðgerðir en það fór nú svo að fyrsta veturinn smíðuðu þeir félagarnir tvær trillur. Fyrsta verkefni þeirra var þó smíði hlöðu. Alls smíðuðu þeir Jóhann og Sigurður 6 triliur auk nokkurra vatnaskekta. Plastið kemur til sögunnar Árið 1976 fluttu þeir starfsemi sína í gamla íþróttahúsið við Laugarbrautina og þremur árum síðar smíðaði Jóhann mót fyrir trefjaplast og þar með má segja að þáttaskil hafi orðið á ferli fyrirtækisins því eftirleiðis hefur plastið verið heldur meira ráðandi í vinnu þess fremur en viðurinn. Sigurður var þó meira í trévinnunni allt fram til 1980 en þá keypti Jóhann hans hlut í fyrirtækinu. Fram að þeint tíma hafði starfsem- in einkum falist í viðgerðum eins og fyrr segir, sem og nýsmíði smábáta og glugga. Jóhann sagði í viðtali við Skagablaðið, að hann ynni mikið einn nú orðið en keypti vinnu frá öðrum verkstæðum þegar þannig stæði af sér. Hann hefði ekki verið með neinn í vinnu hjá sér þar til í sumar, að sonur hans hjálpaði til. Frá því trefjaplastið hóf innreið sína hjá Knörr hefur Jóhann smíðað tvo stærri báta, þ.e. um 10 tonn. Sá fyrri fór á flot 1980 og sá síðari nú fyrr í sumar. Það hafa þvf liðið heil 5 ár á milli. Ekki verður svo langt í þann næsta því 10 tonna bátur er f pöntun og á að Ijúka honum í febrúar á næsta ári. Límtréð áhugavert Aðspurður hvort plastið væri framtíðin sagði Jóhann það eflaust myndu verða ráðandi eitt- hvað áfram en nýir möguleikar væru að skapast í timbrinu, t.d. væri límtréð áhugavert og þess virði að kanna það betur. Helsta muninn á plastinu og timbrinu sagði Jóhann vera þann, að á plastinu væri nánast engin samskeyti, heldur allt ein heild. Tréskip væri hins vegar sett saman úr ótal hlutum og því meiri hætta á leka. Naglarnir vildu t.d. gefa sig með tímanum og margt annað gæti komið upp Jóhann Ársœlsson. á. En plastið þyrfti sitt viðhald engu síður en tréð. Jóhann sagði mjög mikla ásókn í smábáta um þessar mundir enda þeir hagkvæmasti út- gerðarmátinn í dag. Unnið í Sigurfara Auk vinnu sinnar í fyrirtækinu hefur Jóhann unnið mikið við endurbyggingu kútters Sigur- fara, sér í lagi fyrstu árin. Hin síðari hefurþáttur hans einkum falist í umsjón og teiknivinnu. Jóhann sagðist þess vel minnugur er menn voru að koma til hans fyrst eftir að Sigurfari kom hingað og spyrja hvers vegna í ósköpunum hann væri að fást við þetta. í dag vildu sennilega fæstir án kúttersins vera jafn vel og til hefur tekist með endurbyggingu hans. Þáttur hans í byggðasafn- inu að Görðum væri stór og kútterinn einstakur. Jóhann hefur áður fengist við að endursmíða gömul sjóför og á byggðasafninu á Hellisandi er m.a. árabátur frá 1830, sem Jóhann kom í upprunalegt horf. Hvað framtíðina snerti sagði Jóhann hana nokkuð bjarta. Einn bátur væri þegar í pöntun og alltaf yrði um viðhald á bátum að ræða, hvort heldur þeir væru úr viði eða plasti. í>ó gætu stjórnvöld spilað hér inn í. „Það er einsdæmi að setja fótinn fyrir þá einu útgerð sem staðið getur undir sér í landinu án utanaðkomandi aðstoð- ar,“ sagði Jóhann og fannst stjórnvöld komin ansi langt út af upprunalegri braut friðunar og aðhalds í veiðum. „Það er ekki hægt að banna mönnum að fiska í soðið. Þetta hefur tíðkast frá örófi alda og er snar þáttur í frelsi okkar,“ sagði Jóhann í lokin. ásál—SSv. Björgvin Guðjónsson, formaður UKRA, skrifar: Hættiö að gagniýna—rétt- ið okkur frekar hjálparhönd Nú er þetta ár að enda komið hjá okkur Unglingaráðsmönnum og mig langar til að skrifa nokkrar línur um það umtal, sem ég hef fengið á mig í sambandi við þjálfun 3. flokks karla. Persónulega finnst mér það leiðinlegt hvernig margir af eldri knattspyrnumönnunum hafa tal- að um mig. Þeir hafa meira að segja talað það hátt, að maður hefur heyrt í þeim. Ummælin hafa verið svo niðrandi að ég kann ekki við að skrifa þau hér. Þeir eru líka hissa á því hvers vegna þessir „Jólasveinar“ sem nú stjórna Unglingaknattspyrnu- ráði eru við stjórnvölinn. Ég get sagt ykkur það, vinir mínir, að þetta ár er sennilega það besta til þessa hjá UKRA fjárhagslega séð. Og sjáið til. Við höfum besta annan flokk sem sést hefur á Akranesi í langan tíma. Allir þeir drengir hafa gengið í gegnum yngri flokka ÍA og þeim er stýrt af UKRA. Hættið að gagnrýna okkur, hjálpið okkur frekar. Við höfum fámennan hóp manna, sem eru ER BARA allt árið um kring að safna fyrir þessa drengi sem eru í yngri flokkum ÍA. Við eyðum nær öll- um frítíma okkar í að reyna að tryggja að hægt sé að halda þessari starfsemi úti. Þessir menn skilja ekkert í því af hverju ekki var leitað til þeirra með þjálfun. Málið er bara það, að við fórum margsinnis til þeirra og buðum þeim að taka þessa flokka að sér. En þeir sögðu nei. Það verður örugglega leitað til þeirra aftur, þá kannski segjá þeir já. Ég þakka ykkur samfylgdina strákar í 3. flokki með von um að ykkur gangi betur næst. Akranesi, 21. ágúst 1985 Björgvin Guðjónsson HlKaMYND“ Góður fengur Hann er óneitanlega góður fengurinn hjá honum Pálma Finnbogasyni. Ekki vitum við hversu þung þessi lúða var, sem Pálmi dró, en hún vakti engu minni athygli litla guttans á myndinni en okkar. Lárrétt: ljVinnuskólablaðið, 6)Belti, 7)Skeljar, 9)GjaldmiðiIlinn, 10)Spil, 11)1 hús, 12)Skrikaði fótur, 14)Sólguð, 17)Eirðarlaus. Lóðrétt: l)Þeir með flautuna, 2)Skamma, 3)Rúmklæðin, 4)Dugleg, 5)Ryk, 8)Sprautar, 13)Net, 15)Slags, 16)Tónn. Akraborgin á siglihgu. Fær hún samkeppni? Ekkert lát á nætur- fluqi vamarliðsins Ekkert lát er á truflunum af völdum þota bandaríska hersins hér á Akranesi að næturþeli. Fyrir nokkrum vikum skýrðum við frá þessari óþægilegu röskun á nætursvefni bæjarbúa og að- faranótt þriðjud. 20. ág. voru verndararnir enn á ferð: Tíma- setningin? Klukkar 02:45! Sem fyrr segir höfum við áður skýrt frá þessu en skýringar á athæfinu voru þá engar gefnar. Þeir sem rætt var við kváðust ekki einu sinni vita til þess að flugum- ferð herþotanna væri meiri yfir Akranesi en verið hefði. Bersýni- legt að þessir menn þurfa ekki að vakna við: þennan andskota! - segir Stefán Reynir Kristinsson, fjármálastjóri Jámblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga, um ferjuferöir yfir Hvalfjörð Úr leik í yngri flokkunum í sumar. Yngri flokkar ÍA eru undir stjórn 'UKRA, sem hefur sjálfstœðan fjárhag. „Nei, það hefur ekkert verið ákveðið um þetta,“ sagði Stefán Reynir Kristinsson, fjármála- stjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, er Skagablaðið innti hann eftir því hvort rétt væri að til stæði að koma á skipulegum ferjuferðum yfir Hvalfjörð á móts Fjóla — en ekki Jórunn Hún heitir Fjóla ekki Jórunn listakonan, sem málaði sitt eigið útsýni á vegginn, sem hún hafði fyrir augum (og hefur enn...) dag hvern. Listakonan vildi ennfrem- ur koma því á framfæri, að vegg- urinn hefði aldrei verið sóðalegur áður, heldur hefði henni bara þótt fallegra að mála eitthvað á hann. við verksmiðjuna. „Hugmyndin,“ sagði Stefán Reynir „kom eitt sinn fram á stjórnarfundi, sem hér var haldinn, eftir að stjórnarmenn höfðu ekið fyrir Hvalfjörð. Var þá rætt um að kanna kostnaðar- hlið málsins og fleiri þætti.“ Stefán sagði það hafa verið „óheppilegt" að fréttir um þetta hefðu birst í fjölmiðlum. „Þetta er að sjálfsögðu ekkert leyndar- mál en það hefði verið gott að fá að kanna þetta í rólegheitum og kyrrþey.“ Loks sagði Stefán, að hann teldi að flutningarnir ættu að verða í höndum Skallagríms ef af yrði en undirstrikaði rækilega í lokin að þetta væri aðeins hug- mynd og ekkert annað. Ekki tókst að ná í Helga Ibsen, framkvæmdastjóra Skallagríms, þar sem hann dvelur nú erlendis í sumarleyfi. 1 í 3 V - 6 m. 7 i <7 1 / / Zf/ /o 1 W//'f II /^lfl /2 23 V//7, /'■/,, !¥ /Ú {'///,v, ‘V/fíu /6 II; 17 Krossgátai r Frá Fjölbrauta- skólanum á Akranesi Enn vantar nokkur herbergi fyrir utanbæjarne- mendur, sem stunda nám við skóiann næsta skólaár. Vinsamlega hafið strax samband við Ingu Harðar- dóttur í síma 2190 eða 2544 ef þið getið leigt út herbergi. Auglýsið í Skagablaðinu 6 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.