Skagablaðið - 04.09.1985, Page 1

Skagablaðið - 04.09.1985, Page 1
Tillagna stjó m- skipaörar ne fnd- ar aöeins be ðió - skipakaup Krossvíkur í biöstöðu „Málið stendur þannig nú, að nefnd, sem ríkisstjórnin skipaði á sínum tíma, er að gera tillögur um hvernig verður staðið að þessum málum,“ sagði Ingimundur Sig- urpálsson, bæjarstjóri er Skaga- blaðið ræddi við hann í vikunni og Bæjarritarastarfið: Fjórir sóttu um stöðuna Fjórir menn hafa sótt um stöðu bæjarritara, sem formlega verður ráðið í næsta þriðjudag. Umsækj- endurnir eru þessir: Einar Jónsson, Gísli Gíslason, Gísli Þorsteinsson og Kristján F. Oddsson. Umsóknarfresturinn erútrunn- inn þannig að slagurinn stendur á milli þessara fjögurra. spurði hann hvað liði ákvörðun um skipakaup Krossvíkur en Akraneskaupstaður er eignaraðili að fjórða hluta í fyrirtækinu. Miklar vangaveltur hafa verið í bænum undanfarið um hugsanleg skipakaup Krossvíkur og áður höfum við á Skagablaðinu skýrt frá áhuga forráðamanna Kross- víkur á að kaupa togarann, sem verið hefur í smíðum hjá Skipa- smíðastöð Þorgeirs & Ellerts. Hafa verið uppi skiptar skoðanir um réttmæti þess að Krossvík keypti skipið, ekki síst í ljósi reglna um sjósókn og kvóta. Ingimundur sagði ljóst, að ekki tjóaði að kaupa skip sem svo hefði engan kvóta til að afla upp í. Það væri að sjálfsögðu algert skilyrði að skipið gæti farið til veiða og hefði einhvern kvóta. Sagði bæjarstjóri ennfremur að beðið yrði niðurstöðu umræddrar nefndar áður en endanleg ákvörð- un yrði tekin. „Vi ð eigum b; ara 5 mínútur efti — kölluðu veiðiþjófamir til laxveiiimannanna, sem stóiu þá ai verki, en annar tók svo til fótanna Tveir ungir menn úr nærsveitum Akraness voru staðnir að verki snemma á sunnudagsmorgun er þeir voru að veiða lax í net í Laxá í Leirársveit. Höfðu þeir nælt sér í 19 laxa er til þeirra sást og endi bundinn á hina ólöglegu veiði. Að sögn sýslumanns í Borgarnesi gáfu þeir sig fram síðar um daginn. Sigurjón Hannesson var einn þeirra er kom að veiðiþjófunum þegar klukkuna vantaði 20 mínút- ur í 7 á sunnudagsmorgun. „Við áttum að byrja að veiða klukkan 7 í sama hylnum og þeir höfðu verið að athafna sig í þegar við komum að þeim,“ sagði Sigurjón. Bætti hann því við að veiðiþjóf- arnir hefðu kallað til þeirra, að þeir ættu eftir að veiða í 5 mínút- ur, svo væru þeir búnir. Sigurjón var með myndavél með sér og reyndi að smella mynd af söku- dólgunum en þeir náðu að snúa sér undan í morgunskímunni. Myndunum af löxunum náði hann hins vegar vel. Þrjótarnir voru vel útbúnir til verksins og höfðu með sér plast- poka til þess að setja laxinn í og í öðrum pokanum var meira að segja kvittun frá verslun Ellingsen í Reykjavík fyrir kaupum á netun- um sem þeir notuðu. Að sögn Rúnars Guðjónsson- ar, sýslumanns í Borgarnesi, er ekki vitað til þess að sambærilegt mál hafi komið upp í sýslunni á liðnum árum. Hann sagði enn- fremur að við lögbrotum sem þessum væru fjársektir en ekki væri hægt að segja til um hve háar þær yrðu fyrr en dómur félli í málinu. Mikil reiði mun ríkja á meðal laxveiðimanna, m.a. hér á Akra- nesi, vegna þessa máls og þykir mönnum súrt í broti að menn úr nágrannasveitum árinnar skuli hafa staðið að netaveiði að nætur- þeli. „Akranes borgar betur en mörg önnur sveitarfélög“ Eins og áður hefur komið fram í Skagablaðinu hafa starfs- menn bæjarskrifstofunnar flúið einn af öðrum það sem af er árinu hverju svo sem um er að kenna. Þær sögur hafa gengið, að störf hjá bænum séu svo illa launuð, að menn standist ekki freistinguna þegar þeir fái boð um aðra og þá um leið betur borgaða vinnu. Til þess að fá fram sjónarmið bæjarins í þessu máli höfðum við samband við Ingimund Sigur- pálsson, bæjarstjóra, og spurð- um hann að því hvort hann teldi að léleg laun væru meginorsökin fyrir fólksflóttanum. —segir Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri „Ekki er það nú svo eftir því sem ég hef heyrt, heldur hitt að fólk vill gjarnan breyta til og takast á við önnur verkefni.“ Þá sagði Ingimundur ennfremur að því væri ekki að neita, að laun hjá hinu opinbera væru almennt slök miðað við laun hjá einkaað- ilum en þó borgaði Akranesbær beturen mörg önnursveitarfélög sem hann hefði haft spurnir af. Eflaust hefðu launin þó sitt að segja þegar fólk skipti um vinnu en þó væri það svo, að þegar bærinn auglýsti laus störf til umsóknar sæktu margir um og væri ekkert vandamál að fá fólk til vinnu. Lesendur • munió ékeypissmáauglýsingar Skagahlaósins!

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.