Skagablaðið


Skagablaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 5
Fjölmenni við fyrstu skóflu stungu nýja íþrótlahússins - Albert Guðmundsson, fjármáiaráðherra, m.a. viðstaddur Ríkharður Jónsson, fyrrum frægasti knattspyrnumaður Skaga- manna og landsins alls og þjálfari Skagamanna um árabil, tók fyrstu skóflustunguna að nýju íþróttahúsi IA sl. miðvikudag, eins og við höfðum reyndar skýrt samdægurs frá í Skagablaðinu, að hann myndi gera. Þetta nýja hús mun standa norðan við nýju sundlaugina, sem nú er í byggingu á Jaðarsbökkum. Strax eftir leik ÍA og Vals í 1. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu, þar sem markalaust jafn- tefli varð í hrútleiðinlegum leik, safnaðist saman fjöldi manns við fvrirhugaðan skóflustungustað. Formaður ÍA, Magnús Oddsson, flutti ávarp og minntist m.a. á hina brýnu þörf, sem nú væri fyrir annað íþróttahús. Nú væri svo komið að í upphafi starfsárs íþrótta- hússins yrðu forráðamenn þess að byrja á að setjast niður og skera niður fjölda tíma hjá öllum ráðum og félögum innan ÍA. Ekki væri hægt að kenna því um að húsið væri ekki nýtt því það væri notað frá því snemma á morgnana fram undir miðnætti á degi hverjum. Að ræðu Magnúsar lokinni bað hann Ríkharð Jónsson að ganga fram og taka fyrstu skóflustung- una, sem kappinn og gerði. Að því loknu lét Ríkharður svo um mælt, að vonandi tæki bygging þessa nýja húss ekki lengri tíma í árum en bygging gamla íþrótta- hússins við Laugarbraut tók í mánuðum en það tók aðeins 6 mánuði. Þá gat Ríkharður þess, að það væri skemmtileg tilviljun að í ár væru liðin 50 ára frá því hafist var handa við undirbún- ingsvinnu gamla malarvallarins á Jaðarsbökkum, þess hins sama og á miðvikudag var nýbúið að leika á (nú er bara gras þar sem möl var áður). Þá hefði allt verið unnið í sjálfboðavinnu, rétt eins og við byggingu íþróttahússins 1944. Magnús Oddsson tók til máls að nýju eftir tölu Ríkharðs og lét þess getið að treyst væri á að stuðningsmenn og velunnarar íþróttahreyfingarinnar leggðu fram einhverjar stundir í sjálf- boðaliðsvinnu og hét á viðstadda að hafa samband við Jón Runólfs- son eða aðra í bygginganefnd og láta vita hvenær þeir gætu unnið. Að þessu mæltu var athöfninni slitið og kuldahrjáðir gestir héldu heim á leið. Á meðal viðstaddra var Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, sem hafði verið að fylgjast með leiknum fyrr um kvöldið. Albert Guðmundsson, ráðherra. Ekki ókeypis, borga 25% af taxtanum Sá misskilningur varð á milli Skagablaðsins og EIíss Þórs Sig- urðssonar, forstöðumanns Vinnu- skólans í Arnardal, í síðasta blaði, að sagt var að ellilífeyris- þegar hefðu fengið ókeypis hirð- ingu garða sinna í sumar. Þetta er ekki rétt. Þeir fá hins vegar 75% afslátt og greiða því aðeins fjórð- ung uppsetts gjalds. Þetta leið- réttist hér með. Ríkharður Jónsson tekur fyrstu skóflustunguna að nýja íþróttahúsinu. „Aðalgœinn" í leikritinu. Leikarar og aðstandendur sýningarinnar klappaðir upp Söngleikurinn Ekkó frumsýndur í Bíóhöllinni sl. miðvikud. Feikileg stemning! Rokkóperan Ekkó var frum- sýnd í Bíóhöllinni hér á Akranesi sl. miðvikudag, eins og Skaga- blaðið hafði reyndar skýrt ítar- lega frá að stæði fyrir dyrum. Áhorfendur á sýningunni voru um 110 talsins og skemmtu sér konunglega. Var fögnuðurinn svo mikill að leikarar og höfuð- paurar sýningarinnar voru marg- kallaðir fram á sviðið í lokin. Telja má víst að aðsókn hefði þó orðið mun betri ef ekki hefði komið til hinn mikilvægi leikur ÍA og Vals í 1. deildinni rétt áður. Skagablaðið brá sér á sýning- una og hafði gaman af en fannst helst eins og endann á hana vantaði, a.m.k. var hann afar snubbóttur. Vonir standa til að stúdentaleikhúsið verði hér á ferð aftur og sýni þetta ágæta verk og er þá vart að efa að fleiri munu mæta en fyrir viku. Þeir áhorfendur, sem við ræddum við, voru sammála um að mjög gaman hefði verið á Ekkó. Óhætt er að hvetja ungl- inga bæjarins, verkið hentar reyndar flestum aldurshópum en unglingunum einna best, að hafa vakandi auga fyrir þessu verki ef það slæðist hingað á ný. 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.