Skagablaðið


Skagablaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 6
Fegrunarnefnd Akranessbæjar valdi í síðustu viku þær þrjár Ióðir einstaklinga og eina lóð fyrirtækis, sem hún taldi skara fram úr hvað varðaði fegurð annars vegar og snyrtileika hins vegar (fyrirtækin). Ekki er að efa að valið hefur verið erfitt því mjög mikið er af fallegum lóðum við einbýlishús víða hér í bænum og þarf reyndar ekki einbýlishús til. Þá eru mörg fyrirtæki búin að snyrta umhverfis sig og snurfusa svo að til fyrirmyndar getur talist. Eftir að Fegrunarnefndin hafði lagt höfuðið í bleyti um stund komst hún að þeirri niðurstöðu að verðlauna bæri eftirtaldar lóðir: Vesturgata 80, þar sem búa Ingveldur Ásmundsdóttir og Ólafur Árnason, Heiðar- gerði 10, þar sem búa Emma Reyndal og Guðni Eyjólfsson, og Esjubraut 35, þar sem búa Sigrún Ólafsdóttir og Sigvaldi Loftsson. Málningarþjónustan fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi við fyrir- tækið. Ekki var gert upp á milli einbýlishúsalóðanna þriggja, sem hér að framan greinir, heldur voru þær allar verðlaunaðar án þess að vera raðað niður í sæti. Við höfum sagt. það áður og gerum það enn, að Akranesbær hefur sjaldan ef nokkru sinni verið jafn snyrtilegur og einmitt núna í ár. Val fegrunarnefndar er því eins og punkturinn yfir i-ið í hinu mikla hreinsunar- og fegrunarátaki sem gert hefur verið í sumar. Er nánast sama hvert litið er (því miður finnast þó undantekning- ar), alls staðar er umhverfið fágað og snyrtilegt. Fyrirtæki bæjarins hafa ekki látið sitt eftir liggja fremur en einstaklingarnir. Má t.d. nefna að einkar snyrtilegt er umhverfis Fiskiðjuna Arctic, báða bank- ana, olíufélögin, HB & Co., Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar og mörg fleiri fyrirtæki. Okkur hér á Skagablaðinu finnst eiginlega ekkert vanta upp á nema ef til vill að velja fegurstu götu bæjarins. Það verður kannski gert næsta sumar og þá ríður á að íbúar gatnanna séu samtaka við fegrun umhverfisins. Þar getur einn skussi eyðilagt vinnu allra annarra í götunni. Fegrunarnefnd Akraness er skipuð fulltrúum fimm félaga og ráða með garðyrkjustjóra bæjarins í forsæti. Við óskum verðlaunahöfunum innilega til hamingju með viðurkenninguna og Fegrunarnefnd fyrir að standa að þessu þarfa vali. Kvenfélagið gefur böm- unum leiktæki Kvenfélag Akraness afhenti ný- lega leiktæki sem staðsett verða uppi í skógrækt og eru þau ætluð börnum á Akranesi. Kveikjan að þessari gjöf Kvenfélagsins er sú að á sumardaginn fyrsta fyrir þremur árum var efnt til árlegrar skemmtunar og þá ákveðið að ágóðinn af þeirri skemmtun rynni til kaupa á leiktækjum. Ekkert hefur hins vegar orðið af kaupun- Ómar Örn setti vallarmet. Vallarmet hjá Ómari Ómar Örn Ragnarsson, kylfingurinn snjalli úr Leyni, gerði sér lítið fyrir á þriðjudag í síðustu viku og setti stór- glæsilegt vallarmet á velli þeirra Leynismanna. Lék 18 holurnar á 67 höggum eða 3 undir pari. Eins og nærri má geta var spilamennska Ómars óað- finnanleg og sögðu viðstaddir að þeir hefðu aldrei séð aðra eins tilburði. Frammistaða hans hefði hreinlega minnt á snillingana erlendu, sem menn hefðu séð í sjónvarp- inu. Vallarmetið var sett í sveitakeppni á milli Leynis- manna og starfsmanna Olíu- verslunar Islands, Olís. Til hamingju Ómar! um fyrr en núna en upphæðin, sem safnaðist, hefur hins vegar ávaxtast á bankabók. Það voru þær Þórdís Björns- dóttir, formaður, Þorbjörg Krist- insdóttir, gjaldkeri, og Ingveldur Valdimarsdóttir, meðstjórnandi, sem afhentu leiktækin, en Odd- geir Þór Árnason, garðyrkju- stjóri, tók við þeim fyrir hönd bæjarins. Ætlunin var að bæta við leiktækin en þau eru þannig að alltaf er hægt að stækka þau og kvaðst Oddgeir myndu sjá fyrir þeirri stækkun. Eins og endranær rennur allur ágóði af skemmtunum Kvenfé- lagsins í tilefni sumardagsins fyrsta í kaup á leiktækjum eða uppbyggingu einhvers ámóta fyrir börnin hér á Akranesi. Ungviðið í bænum á því góðan bakhjarl þar sem Kvenfélag Akraness er. Flestir forð- uðu bílunum Eins og við skýrðum frá fyrr í sumar stóð til að fara herferð gegn þeim eigendum bílhræja víðs vegar um bæinn, sem ekki höfðu skeytt um að forða þeim af götun- um þrátt fyrir margar og ítrekaðar viðvaranir. Að sögn Guðna Halldórssonar, heilbrigðisfulltrúa, voru viðvör- unarmiðar festir á 35 bíla og það var eins og við manninn mælt; nær allir voru horfnir inn á einka- lóðir innan skamms. Þar voru þeir hultir. Aðeins þurfti að hafa afskipti af einum bíl þegar upp var staðið en áður hafði verið samið við Vöku í Reykjavík um að taka bílana í sína vörslu en ekkert varð úr því af skiljanlegum ástæðum. Þá mun nú beðið eftir dómsúr- skurði í máli, sem höfðað hefur verið vegna þess að númerslaus bíll var fjarlægður eftir að eigand- inn hafði fengið viðvaranir um að hirða hann sjálfur og koma í örugga geymslu. Garðyrkjustjóri ásamt Kvenfélagskonunumþremur við nýju leiktœkin, sem greinilega hefur strax verið vel tekið af börnunum. Krossgátan Lárétt: l)Fum og fát, 6)Auma, 7)Félag, 9)Líffærinu 10)Ganir, ll)Alþjóðlegur meistari, 12)Fangamark, 13)Peningaeiningu, 15)Tog- aði, 17)Kaup. Lóðrétt: l)Landi, 2)Vandræði, 3)Óski, 4)Fallega, 5)Ár, 8)Sárar, 14)Spruttu, 16)Belti.___________________________________________ Dagbókin Slökkviliðið: Síminn á slökkvistöðinni er 2222. Lögregla: Símar 1166, 2266. Byggðasafnið: Sýningartími er frá kl. 11-12 og 14-17 alla virka daga frá maí og fram í ágúst. Frá september og fram í apríl er safnið opið gestum frá kl. 14-16 virka daga. Sundlaugin: Opið alla virka daga frá kl. 7 til 9.45, 12 til 18.30 og 20 til 21.15. Kvennatími fimmtudaga frá kl. 21.15 til 22. Laugardaga opið frá kl. 9 til 11.45 og 13.15 til 15.45. Sunnudaga opið frá kl. 9 til 11.45. Bahá’ítrúin: Opið hús alla fimmtudaga. Upplýsingar í síma 2979. Bókasafnið: Sumarmánuðina júlí og ágúst verður opið sem hér segir: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 15-19. Aðstandendur alkóhólista: Fundir alla mánudaga að Kirkjubraut 11, kl. 21.00. Sjúkrahúsið: Heimsóknartími frá kl. 15.30 - 16.00 og svo aftur frá kl. 19.00-19.30. Síminn á sjúkrahúsinu er 2311. Heilsugæslustöðin: Upplýsingar um stofuviðtöl og læknavakt í síma 2311 frá kl. 8-20. Uppl. um læknavakt í símsvara2358 áöðrum tímum. 6 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.