Skagablaðið


Skagablaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 8
Sigurður Már vann Haraldarbikarinn - 73 tóku þátt í mótinu aö þessu sinni Það var Sigurður Már Harðar- son, sem kom sá og sigraði í Haraldarmótinu í golfi, sem fram fór hjá Leyni nú fyrir nokkrum dögum. Mótið í ár var sérstakt afmælismót í tilefni 20 ára afmælis klúbbsins og tóku hvorki fleiri né færri en 73 þátt í því. Keppt er um bikarinn með forgjöf. Sem fyrr sagði sigraði Sigurður Már á 60 höggum nettó. Hefur því greinilega leikið langt undir forgjöfinni sinni og verður ef- laust snarlækkaður við fyrstu hentugleika. Glæsilegt engu að síður. I öðru sæti varð Guðbrand- ur Sigurbergsson, GK á 65 nettó og þriðji varð gamla kempan Þor- steinn Þorvaldsson, GL, á 67 höggum. Lætur ekki deigan síga hann Steini. í keppni fullorðinna án forgjaf- ar sigraði Ómar Örn Ragnarsson á 74 höggum en Guðmundur Valdimarsson varð annar á 77. Guðbrandur Sigurbergsson, GK, varð þriðji á 78. Ómar Örn og Guðmundur eru báðir í Leyni. í flokki unglinga sigraði Krist- inn G. Bjarnason á 64 höggum með forgjöf, annar varð Hafþór Birgisson á 65 og þriðji Árni P. Reynisson á 66. Hörð keppni þarna. í keppni án forgjafar sigr- aði Rósant Birgisson á 82 höggum, Árni P. varð annar á 86 og Jón T. Njarðarson þriðji á 92 höggum. Akraprjónsmótið í golfi um helgina: Utanbæjaifconumar enn skæðar í verðlaununum Heldur varð hlutur Skaga- kvennanna rýr í hinu árlega Akra- prjónsmóti í golfi, sem fram fór um helgina. Af sex verðlaunum sem voru í boði fengu Skaga- kvinnurnar aðeins ein en utan- bæjarkonur hirtu hin fimm. Verð- launin voru hin veglegustu að vanda, gefin af Akraprjóni. í keppninni án forgjafar sigraði Lóa Sigurbjörnsdóttir, GK, á 94 höggum. Lóa hefur áður gert það gott í þessu móti og getur eigin- lega talist Skagamaður, þar sem hún er systir Halldórs, Donna, heitins Sigurbjörnssonar. Önnur varð Áslaug Bernhöft á 96 högg- um og þriðja sætið kom í hlut Sigríðar Ingvadóttur, sem lék 18 holurnar á 103 höggum. Áslaug hirti svo sigurlaunin með forgjöf, lék á 68 höggum nettó eða tveimur höggum undir pari vallarins. Katla Ólafsdóttir, GR, varð í 2. sæti með forgjöf á 74 höggum en þriðja sætið kom í hlut Lóu. Á myndinni eru frá vinstri: Sigrfður, Áslaug, Katla og Lóa. Unnu sigur í lokaleiknum Annar flokkur lauk keppnistímabilinu mcð sigri en strákarnir unnu KA frá Akureyri í lokaleiknum sínum 2:1. Stefán Viðarsson og Alexander Högnason skoruðu mörkin en Skagamenn voru mun betri aðilinn í seinni hálfleik. Sigurður Már, handhafi Haraldarbikarsins í ár, og Kristinn G. Bjarnason, sem sigraði í flokki unglinga með forgjöf. Nýliðaskjöldurinn hjá Leyni: Halldór lék á 60 höggum nettó og sigraði önigglega Nýliðaskjöldur er mót, sem árlega er keppt um hjá Leyni, og er eins og nafnið gefur til kynna keppni á milli þeirra, sem eru nýbyrjaðir að leika golf. Hefur sá háttur verið hafður á að þátttökurétt hafa þeir, sem byrjað hafa að stunda golf árið sem keppt er og svo árið á undan. I þessari keppni, sem er með forgjöf, gerðust þau undir og stórmerki að Halldór Hallgrímsson lék 18 holurnar á 60 höggum nettó! Þykir frammistaða hans með slíkum ólíkindum að menn skilja vart neitt í neinu. Eflaust verður eitthvað hróflað við forgjöfinni hans eftir þetta. Annar varð Þórður Ólafsson á 65 höggum og þriðji Þorsteinn Ingason á 70 höggum nettó. Það er því Halldór, sem fær nafn sitt letrað á skjöldinn í ár, en hann var á sínum tíma gefinn af Sverri Valtýssyni. Myndin er af nýliðunum í þremur efstu sætunum. 8

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.