Skagablaðið


Skagablaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 1
— Fulltmaráð Sjálfstæðisfélaganna hefur sent stjóm málaflokkunum bréf og óskað eftir fulltrúum í kjörstjóm Úr vinnslusal eins frystihúsanna. Engin sfldarsöltun vegna vatnsskorts? Það er nánast neyðarástand hjá okkur,“ sagði verkstjóri hjá HB & Co. er við spurðumst fyrir um hvort vatnsskorturinn, sem gert hefur vart við sig í bænum að undanförnum vikum, hefði einhver áhrif á vinnsluna hjá þeim. Yatnsskortur hefði verið til vandræða nánast frá því vinna hófst aftur eftir sumarleyfi þann 12. ágúst. Ef þeir vildu láta vinna lengur á daginn væri hreinlega ekkert vatn að fá til að þrífa. Sagðist verkstjórinn ekki bjartsýnn á síldarvinnslu í haust ef ekki rættist verulega úr. Skagablaðið að koma því á fram- færi við bæjarbúa að fara eins sparlega með vatn og frekast er unnt á meðan ástandið er eins og raun ber vitni. Allt stefnir nú í að stjómmálaflokkarnir hér á Akranesi efni til sameiginlegs prófkjörs öðru sinni í röð. Það var ungliðahreyfing Sjálfstæðisflokksins sem kom fram með þessa hugmynd fyrir fjómm árum og leist flokkunum svo vel á hana að þeir ákváðu að slá til. Bréf hafa nú verið send út til flokkanna, þar sem fyrirkomulag væntanlegs prófkjörs, verður að líkindum í lok janúar ef allt fer sem horfir, er kynnt. Bréfið hljóðar svo: „A stjórnarfundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélagnna á Akranesi, sem haldinn var 9. september, var samþykkt að óska eftir því við alla stjórnmálaflokka á Akranesi, að fram fari sameiginlegt prófkjör allra stjórnmálaflokka til undirbúnings framboða við bæjarstjórnarkosn- ingarnar, sem fram eiga að fara á árinu 1986. Ef Framsóknarflokkurinn hefur áhuga á slíku samstarfi er þess hér með óskað að hann tilnefni fulltrúa í kjörstjórn eigi síðar en 30. september n.k.“ Þannig hljóðaði bréfið til Framsóknarflokksins og bréfin til hinna flokkanna voru samhljóða. Eftir því sem Skagablaðið hefur fregnað er mikill áhugi á meðal allra flokkanna á að efna til sameiginlegs prófkjörs á ný en þessi samvinna flokkanna vakti athygli um land allt fyrir 4 árum. Sameiginlegt prófkjöt á ný? Hjá Heimaskaga og Hafernin- um fengum við þær upplýsingar, að ástandið væri ekki mjög slæmt en vatn væri engu að síður alveg í lágmarki. Munurinn á þessum tveimur fyrirtækjum og HB & Co. er sá, að hjá því síðasttalda er unnið á tveimur hæðum og erfitt að ná vatni upp á 2. hæðina. Vatnsskortur er nokkuð sem kemur okkur Skagamönnum kynduglega fyrir sjónir, ekki síst vegna þess að SV-hornið hefur verið annálað fyrir vætutíð mörg undanfarin ár. Reyndar hefur skortur á vatni stundum gert vart við sig yfir vetrarmánuðina, sér í Iagi í miklum frosthörkum en Lítið kemur úr kaldavatnskrönun- um þessa dagana. ekki að haustlagi í háa herrans tíð. Fréttir um vatnsskort hafa hingað til þótt tilheyra heitari löndum heims en afleiðingar hins góða sumars láta ekki á sér standa. Að sögn manna hjá Vatnsveitu Akraness hefur vatn minnkað mjög mikið í sumar. Seinni part dags færi að bera á vatnsskorti á efri hæðum húsa. Við á Skaga- blaðinu fréttum, að hjá fólki, sem býr á efri hæð í húsi væri ástandið svo slæmt að ekki væri hægt að nota salernið frá klukkan 10 á morgnanatilklukkan ISádaginn. Viðmælandi okkar á Vatnsveit- unni sagði að því miður væri ekkert við þessu að gera. Ef ekki tæki að rigna hraustlega mjög fljótlega yrðu ekki bara óþægindi á efri hæðum húsa. Vatnsveitumenn hafa beðið Jón fer í apótekið Jón Björnsson, lyfsali í Stykkishólmi, hefur fengið lyfsöluleyfið í Akraness Apó- teki frá og með 1. janúar og leysir hann þá Stefán Sigur- karlsson af hólmi en hann tekur við rekstri Breiðholts Apóteks. w Islandsmeistarar kvenna í knattspyrnu! Meistaraflokkur kvenna tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð á laugardag er stelpurnar unnu KA frá Akureyri 10:0 í leik liðanna. Frábær árangur þeirra og við óskum þeim til hamingju. Nánar í opnunni. Lesendur * munid ókeypis smáauglýsingar Skagabladsins! i

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.