Skagablaðið


Skagablaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 9
LEjLRJLAjI__I UdJ LOJ LEJ LNJ LJJ LNJ LNJ UU Afli togaranna 8600 lestir frá síðustu áramótum Fyrir rúmum mánuði hófst loðnuveiði að nýju eftir að hafa legið niðri síðan í vetur. Það var þó ekki fyrr en í síðustu viku sem fyrsti báturinn héðan hélt til loðnuveiða. Var það Rauðsey sem fyrst lagði til loðnuveiða að þessu sinni. Brátt munu fleiri bátar halda til loðnu héðan en þó varla fyrr en eftir miðjan mánuð. AIIs munu fjórir bátar verða gerðir út héðan á loðnu en þeir eru auk Rauðseyjar. Höfru- ngur, Bjarni Ólafsson og Víking- ur. Um fimmtán trillur og dekk- bátar undir 10 lestum stunda netaveiðar héðan af Skaga um þessar mundir. Mikil aukning er það frá fyrra ári enda hefur bátum undir 10 lestum fjölgað mikið frá í fyrra og þeim fjölgar stöðugt sem hafa smábátaútgerð að fastri atvinnu. Tregur afli Frekar hefur afli verið tregur í netin en þó hefur einstaka gengið í veiðibönnum núna á haustmánuðum. Togararnir með 300 tonn Togarinn Haraldur Böðvars- son kom á miðvikudag í síðustu viku inn til löndunar með um 150 lestir af fiski, sem að mestu leyti var karfi. Haraldur mun enn eiga um 900 lestir eftir af kvóta sínum. Krossvíkin landaði á fimmtu- daginn 150 lestum af fiski, sem að mestu var karfi og ufsi. Alls höfðu borist á land hér á Akranesi 11.570 lestir af fiski þann 5. september en þá er síld og loðna ekki talin með. Afli togaranna var á sama tíma þessi: Haraldur Böðvarsson 3227 lestir, Krossvík 2062 lestir en auk þess landað einu sinni erl- endis, Höfðavík 2454 lestir og Skipasagi hefur veitt 863 lestir en skipið hóf ekki veiðar fyrr en í maí, þar sem það var í vélar- skiptum fyrr á árinu. bátur fengið dágóðan afla suma daga. Lítill afli hefur fengist á handfæri og það sama má segja um línuveiðar en menn hafa aðeins reynt fyrir sér með þessi veiðarfæri að undanförnu. Held- ur lyftist brúnin á svokölluðum sportveiðimönnum við síðustu tilskipan um veiðar smábáta í haust enda voru flestir þeirra búnir að afskrifa allar veiðar eftir 1. september. Samkvæmt nýju reglugerðinni mega bátar undir 10 lestum stunda veiðar til 16. nóvember en þó má ekki fiska frá 21. sept. til 3. okt. og síðan er aftur stöðvun veiða frá 25.-31. okt. En frá og með 16. nóvember og til áramóta eru allar veiðar báta undir 10 lestum bannaðar. Ekki eru þeir sem stunda sfna aðalat- vinnu á þessum bátum jafn hressir yfir þessum takmörkun- um enda finnst þeim allt of langt Fragtskip Á mánudag í sfðustu viku kom flutningaskipið Suðurland með niðursagað timbur frá Finnlandi. Timbrið fór til tré- smiðjunnar Jaðars, sem tekið hefur að sér að smíða bretti og kassaumbúðir fyrir Járnblendi- félagið á Grundartanga. Þessar umbúðir eru notaðar undir jámblendi til útflutnings og munu taka um eitt tonn hver kassi. Áður voru þessar umbúðir fluttar inn frá Noregi. Frystiskipið Stuðlafoss lestaði á föstudag 5000 kassa af frosnum fiski úr frystihúsunum hér. Tveir snurvoðarbátar hafa lagt upp afla hjá Heimaskaga í sumar. Það er Aðalbjörg II, sem lagt hefur upp 170 lestir og Njáll, sem lagt hefur upp 70 lestir. Áuk þess hefur hann lagt upp eitthvað af þorski, smálúðu og ýsu í Reykjavík. Tryggvi á sundi við Langasandinn. Hálf sextugur en með kropp sem þrítugur maður gæti verið stoltur af: Tryggvi hefur farið 107 sinnum í sjóinn við Langasand í sumar Fáir staðir á landinu — ef þá nokkur — geta státað af jafn góðri sjóbaðsaðstöðu og Akranes. Þar er að sjálfsögðu átt við Langasand. Ekki verður þó sagt að hann sé mikið notaður nema þá af yngri kynslóðinni, sem buslar þar á góðviðrisdögum á sumrin. 1 sumar hefur einhvern tíma dagsins mátt sjá knáan kappa leggjst til sunds í sjónum við Langasand. Tíðindamaður blaðs- ins var þar áferð sl. föstudag og birtist þá sundkappinn og demdi sér út í kaldan sjóinn. Það fór hrollur um tíðindamanninn við að horfa á þessar aðfarir og tveir erlendir ferðamenn, sem voru á ferð á sandinum, kappdúðaðir í norðannepjunni, horfðu agndofa á þessar aðfarir mannsins enda lofthiti ekki nema 7 gráður. 10 gráður Eftir að Tryggvi Björnsson, en svo heitir maðurinn, hafði synt í sjónum dágóða stund og hugðist klæðast á ný gekk blaðasnápurinn í veg fyrir hann og tók hann tali. — Er ekki sjórinn kaldur Tryggvi? „Eg gæti trúað, að hann væri um 10 gráður en ég hef ekki mælt hitastigið alveg nýlega. Þegar ég mældi það síðast var það 11 gráður en sjórinn er trúlega farinn að kólna núna.“ — Setur ekki að þér hroll þegar þú dembir þér svona í kaldan sjóinn? „Þetta venst, en best finnst mér að fara nógu snöggt í kaf og taka sundið því ef maður er lengi að vaða út í vill setja að manni hroll og skjálfta." — Byrjaðirðu snemma í vor? „Það get ég sagt þér upp á dag því ég hef skrifað þetta niður hjá mér svona að gamni mínu. Þann 14. maí í vor fór ég fyrst í sjóinn og síðan hef ég farið 107 sinnum á 84 dögum. (Fjöldi sunda miðast við 6. september). 1 fyrra var tíðin svo slæm, að ekki gafst oft veður til sjóbaða. Þá byrjaði ég 16. júní og hætti 3. septcmber. Á því tímabili fór ég 39 sinnum í sjóinn.“ — Ætlarðu að halda lengi áfram í haust? „Á meðan veður helst sæmilegt og ekki fer að kólna að ráði mun ég halda áfram en trúlega fer að styttast í þessu hjá mér þetta árið því nú er orðið áliðið og allra veðra von úr þessu. Laugin of lítil — Stundarðu þá sundið í laug- inni á veturna? „Nei, ekki hef ég gert það, mér hefur ekki fallið nógu vel að fara í laugina. Mér finnst hún of lítil og oft of mikið af fólki þannig að lítið næði skapast við sundiðkun þar. En ég lít björtum augum til laugarinnar, sem verið er að byggja inn við íþróttavöllinn og hef hugsað mér að athuga þann möguleika að fara þangað þegar hún er tilbúin. Enda stutt fyrir mig að fara og svo verður hún óyfirbyggð og það finnst mér alls ekki ókostur.“ Notar hádegið — Notarðu oft hádegismatar- tímann eins og núna til að fara í sjóinn? „Það fer eftir ýmsu. Ef vel stendur á flæði eins og núna þá nota ég matartímann til að skreppa í sjóinn eða þá eftir vinnu ef það hentar betur. Annars er engin föst regla á þeim hlutum hjá mér, en þó reyni ég heldur að fara ef hátt er í við sandinn.“ Hér með slitum við spjallinu og tíðindamaður gat ekki annað en dáðst að þessum stálharða „ungl- ingi“, stæltum og sólbrúnum, með skrokk sem margur þritugur mað- urinn gæti öfundað hann af en Tryggvi er kominn hátt á sextugs- aldurinn. Stundum þrisvar á dag — Eru fleiri sem stunda sjóböð að staðaldri hér á Langasandi? „Nei, ég mun sá eini sem fer í sjóinn daglega eftir því sem ég veitbest. Reyndarfórégstundum tvisvar og jafnvel þrisvar suma dagana í sumar þegar gott var veður og tími leyfði en eftir að fór að kólna læt ég duga eitt skipti á ‘dag." Stœltur maður Tryggvi. 9

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.