Skagablaðið


Skagablaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 11

Skagablaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 11
„Hitaveitan er draumur- inn sem varð að martröð“ segir Ólafur Elíasson og er ekki par hress með verðlagið á hitaveituvatninu Ólafur Elíasson kom að máli við Skagablaðið í síðustu viku og sagðist nú ekki vera par ánægður með hvernig þróunin hefði orðið í Hitaveitumálunum frá því HAB tók til stafa. „Það kostar orðið hátt í 4 þúsund krónur að kynda einbýlishús af gömlu gerðinni á mánuði og þetta eru hvorki meira né minna en 25% af verkamanns- launum,“ sagði Ólafur. Hann sagðist einnig hafa heyrt því fleygt að sumir væru í fúlustu alvöru að spá i að koma sér upp kolakamínum í stofunni og minnka við sig heitavatnsmagnið. Skagamenn, og þá einkum og sér í lagi nemendur Fjölbrauta- skólans, fá góða gesti annað kvöld er stórsveitin Kukl treður þar upp kl. 20.30. Miðaverð er kr. 300 fyrir meðlimi NFFA og kr. 350 fyrir aðra. Kukl hélt um síðustu helgi tvenna tónleika á Gamla Bíói ásamt meistara Megasi og þóttu „Ef þetta verður að raunveruleika erum við að hörfa marga áratugi aftur í tímann, en hvað á fólk að gera?“ spurði Ólafur. „Hitaveitan er draumurinn sem varð að martröð." Þá sagðist Ólafur ekkert allt of hress með þá mismunun sem nú tíðkaðist hjá Hitaveitunni. Mönn- um væru boðnir gull og grænir skógar fyrir að skipta úr rafhitun yfir í hitaveitu en öðrum bæjarbú- um væri gert að kaupa hitaveitu- vatnið á því uppsprengda verði sem á það væri set. „Svei mér, ef það þarf ekki að fara að hugsa þeir tónleikar takast framúrskar- andi vel. Auk Kukls koma tvö ljóðskáld fram og lesa úr verkum sínum. Eru það þeir Jóhamar og Þór í Eldon. Forvígismenn nemendafélags- ins gera sér góðar vonir um mæt- ingu enda mun þetta í fyrsta sinn sem Kukl spilar opinberlega á Akranesi. alvarlega til þess að stokka upp í þessari bæjarstjórn okkar,“ bætti Ólafur við. í lokin vildi Ólafur koma því á framfæri hve fáránlegar honum fyndust hraðahindranirnar á Vesturgötu vera. Þetta væri nán- ast einasta gatan í bænum sem menn gætu ekið beina og breiða án þess að vera stöðugt á varð- bergi. „Ég skora á Skagamenn að láta ekki fáa einstaklinga beita fjöldann kúgunum eins og með þessum hætti. Þessar hraðahindr- anir eru fáránlegar.“ Saga hermannsins Sýnd í kvöld, á morgun og á föstudag kl. 21. Myrkraverk Sýnd á föstudag og sunnudag kl. 23.15 Fálkinn og snjómaðurinn Sýnd kl. 21 á sunnu- dag og mánudag Dvergarnir Sýnd á sunnudag kl. 16. Verð kr. 50.- Ath.! Næsta mynd: The Flamingo Kid Dráttarvextir Gjaldendur athugið að dráttarvextir vegna útsvara og ógoldinna fast- eignagjalda verða lagðir á að kvöldi þess 16. þessa mánaðar. Stöndum saman - greiðum gjöldin. Innheimta Akraneskaupstaðar Tónleikar Kukls í Fjölbraut á morgun Hitaveitutankur í útjaðri bæjarins. Fimmtudagur: Báran ? Föstudagur: Diskótek í Hótelinu frá kl. 23-03 Laugardagur: Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir dansi frá kl. 23-03 Sunnudagur: Báran ? Smæuglýsingar Skagablaðsins Smáauglýsingar Skagablaðsins Við erum hérna fjórir hvolpar sem vantar húsbændur. Við erum tilbúnir í allflest eftir 2-3 vikur. Þeir hjá Skagablaðinu gefa nánari upplýsingar. Til sölu lítið notuð Sinclair Spectrum heimilistölva. Er í ábyrgð. C.a. 35 leikir og turbo Interface fylgja. Selst ódýrt. Upplýsingar I síma2542 milli kl. 19-20. Til sölu létt bifhjól (móbíletta), einnig á sama stað tvöfaldur stáleldhúsvaskur. Upplýsingar í síma 2474, eftir kl. 19. Til sölu notað gólfteppi, 25-30 fm. Upplýsingar í síma2113. Til sölu furu-hjónarúm með dýnum. 1,8 x 2,0 metrar. Ljósmatt. Verð kr. 6000. Saab 96, árgerð 1968, góður vinnubíll. Nýleg Eumenia Good Kind þvottavél, stærð 46x46x65 cm. 36 kg., hentar vel, þar sem pláss er lltið. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 1828 milli kl. 18-20. Til sölu vandað gólfteppi, 16 fm á kr. 5.000 (kostar nýtt 16.000 krónur). Tilvalið á litla stofu. Uppl. í síma 2204. Passa börn. Get tekið að mér að passa börn á kvöldin, virka daga sem um helgar. Upplýsing- ar í síma 1916. (María). Tek að mér að setja grásleppu- net upp á fellipípur. Á sama stað óskast bíl-hljómflutningstæki í skiptum fyrir BBC heimilistölvu. Upplýsingar í síma 1510 eftir kl. 18. Til sölu Canon linsa 200m/m f 4. Upplýsingar í síma 189 og 91-30168. Tapast hefur hjólkoppur af SAAB GLS sennilega á leiðinni upp í Skorradal með viðkomu í Hreppslaug, heimleið um Dragháls. Nánari upplýsingar hjá Skagablaðinu. Til sölu vegna flutninga, beyki- eldhúsborð, stækkanlegt, ásamt stólum. Sem nýtt, selst ódýrt. Upplýsingar í síma 3327 eftir kl. 18. Til sölu furu-rimlabarnarúm frá IKEA. Upplýsingar í síma 2832 eftir kl. 13. Til sölu sem ný Sinclair Spectr- um ZX tölva ásamt stýripinna og leikjaforritum. Upplýsingar í síma 1896. Fundist hefur veski með lyklum og peningum. Upplýsingar í síma 1239. Á ekki einhver svart/hvítt sjón- varpstæki sem hægt væri að fá afnot af I stuttan tíma? Upplýs- ingar í síma 3119. 11

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.