Skagablaðið


Skagablaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 2
Skátar inn- rita á morgun —vetrarstarfii ai hefjast af fullum krafti „Vígalegir“ 6. flokks strákar. Nú fer að líða að því að hin ýmsu félög og félagasamtök vakni af sumardvalanum og hefji vetrar- starfið af fullum krafti. Eitt þess- ara félaga er Skátafélag Akra- ness. Við fengum Eirík Vignisson til að skýra okkur frá því hvernig starfmu yrði háttað hjá skátunum í vetur. „Vetrarstarfið verður með hefðbundnum hætti hjá okkur, þ.e. flokkastarf og útilegur," sagði Eiríkur en á morgun, fimmtudag, verður innritun í skátahúsinu (gengið inn frá Há- holti) frá kl. 17-20. Félagsgjöld eru kr. 600 fyrir skáta en fyrir ylfinga og Ijósálfa er gjaldið kr. 500. Hluti þessa gjalds rennur beint til Bandalags íslenskra skáta og því er vart hægt að segja, að félagsgjöldin vegi þungt í fjáröfl- un félagsins. Á þeim vettvangi kemur tívolíið, sem haldið hefur verið annað hvert ár með pompi og pragt til skjalanna. Þá vega fermingarskeytin alltaf þungt ásamt sölu á jólapappír og öðru ámóta. Eiríkur tjáði okkur á Skaga- blaðinu ennfremur að í ár væri að koma upp hópur af góðum for- ingjum, hópur sem léti eflaust mikið að sér kveða í starfinu í vetur. Ekki þarf að taka það fram að börn og unglingar hafa gott af þvf að starfa með skátahreyfingunni. Hún hefur haldið sínum hlut merkilega vel á þeim umrótstím- um, sem verið hafa í þjóðfélaginu á undanförnum árum. Það er þroskandi að starfa á meðal skát- anna og unglingar læra þar margt nytsamlegt. Guðbjartur Hannesson, skóla- stjóri Grundaskóla, er félagsfor- ingi hjá Skátafélagi Akraness og jafnframt úrvals dæmi um mann, sem gengið hefur í gegnum öll stig skátahreyfingarinnar. Skagamótið í knattspyrnu fer fram um næstu helgi. Hér er um að ræða fjögurra liða mót fyrir A og B-lið fjögurra félaga í 6. flokki; ÍA, ÍK, Breiðabliks og Vals. Leiknar verðavfvær umferðir. Mótið hefst á laugardag klukk- an 13 og verður leikið stanslaust þar til fyrri umferðinni lýkur. Á sunnudag hefst mótið svo aftur kl. 10 árdegis. Mjög vegleg verðlaun eru veitt í þessu móti, sem nú er haldið í fyrsta skipti og ætlunin mun að halda árlega eftirleiðis. Allir leik- menn þriggja efstu liðanna fá verðlaunapeninga og fjórða liðið fær væntanlega ÍA-veifur í sára- bætur. Þá verða veitt einstaklings- verðlaun og gefur Akraprjón þau. Oll önnur verðlaun mótsins eru hins vegar gefin af Jóni Sveins- syni, bæjarfulltrúa og lögfræðingi. Stórt og veglegt framtak hans, lofsvert í alla staði. Eins og nærri má geta verður því margur pollinn á ferli hér á Skaganum um helgina. ÖIl að- komuliðin gista í Grundaskóla. Spuming vikunnar Drekkur þú mikið af mjólk? Jónas Ágústsson: — Já, svolítið. Þorgrímur Guðbjartsson: — Talsvert, aðallega um helgar. Ingimundur Sigurðsson: — Skikkanlega, ekki of mikið og ekki of lítið. Kristján Theódórsson: — Nei, ekki mikið. Frá skátatívolíinu sem haldið var sl. vetur. Svæðameðferð Hef opnað stofu að Heiðargerði 14. Tímapantanir í síma 2539 alla virka daga á milli kl. 19 og 20. Lars H. Andersen ATVINNA ÓSKAST Maður á sextugsaldri, sem hefur verið búsettur erlendis í nokkur ár en ætlar að snúa heim á ný, óskar eftir góðri vinnu frá og með áramótum. Ýmislegt kemur til greina. Uppl. á Skagablaðinu næstu mánudaga. "flBh ||r P v # f % 1 .. * * . . ■LM. < wm Stund milli stríða Hann er vinsælt afdrep krókurinn undir stiganum í Fjölbrauta- skólanum. Borgnesingar hafa gert|sig heimakomna á þessum stöðum og ráða þar ríkjum. Skagablaðið Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson ■ Blaðamaður og Ijósmyndari: Árni S. Árnason ■ Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) ■ Umsjón með dreifingu, áskriftum og innheimtu: Sigríður Árnadóttir ■ Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórnarskrifstofa er að Suðurgötu 16 og opin alla daga ■ Símar 2261 og 1397 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.