Skagablaðið


Skagablaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 9
1 v SPEKINCAR x 2 SPÁ Örnólfur Þorleifsson. Eyjólfur Harðarson. Örnólfur hrist- ir þá af sér Hann Örnólfur í Samvinnubankanum gerir það ekki endasleppt í getraunaleiknum hjá okkur og hefur nú hrist af sér bæði kollega sinn í Landsbankanum, Guðmund Vilhjálmsson, og síðan skólameistara Fjölbrautar, Þóri Ólafsson, en þó ekki fyrr en í annarri tilraun. Eftir jafnteflið í fyrri viðureign þeirra Örnólfs og Þóris vann Samvinnu- bankastjórinn sigur í annarri lotu, 6:5. Áskorandi Örnólfs að þessu sinni er hinn góðkunni Eyjólfur Harðarson, einn af harðari „tippurum" bæjarins. Eyjólfur hefur um langt árabil stutt Lundúnafélagið Chelsea með ráðum og dáð og mátt þola bæði súrt og sætt. Hann tippar talsvert og sleppir helst ekki enska boltanum í sjónvarpinu ef kostur er. „Þetta fer nú að verða eins og landsliðið,“ sagði Örnólfur vígreifur að vanda er við fengum hjá honum röðina. „Það er erfiðara að komast úr því en í það.“ Nokkuð til í þessu, hjá honum. Nú er bara að sjá hvort hann verður sannspár. Hann hefur haldið sæti sínu í 3 vikur en hörð atlaga verður gerð að veldi hans um helgina. Bærinn bíður með öndina í hálsinum. Spá þeirra Örnólfs og Eyjólfs fer hér á eftir: Birmingham-Leicester Örnólfur X Eyjólfur 1 Chelsea-Arsenal 2 1 Everton-Liverpool 2 1 [pswich-Aston Villa 2 X Luton-OPR 1 X ManchesterCity-West Ham 1 1 Newcastle-Oxford 1 X Nottingham Forest-Watford 1 2 Southampton-Coventry X 1 Tottenham-Sheffield Wed. 1 1 WB A-Manchester United 2 2 Shrewsbury-Sunderland 1 1 Daníel Ámason, bæjartæknifræðingur Fordæmið var fagurt í síðasta tölublaði Skagablaðs- ins var grein sem fjallaði um aðfarir stjórnanda haugsugu við að hreinsa eftirhreytur kísilryks frá Grundartanga úr haugsug- unni, inni á Ióð áhaldahúss bæjar- ins. Greinin var sett þannig upp, að draga mátti af henni neikvæðar ályktanir. Undirritaður vill taka það fram að verkið var unnið einmitt eins og mælt er fyrir um af yfirmönnum áhaldahúss. Stjórnandi haugsugu þekkir það manna best að sandur og ryk er eitt það versta sem sett er inná holræsakerfi bæjarins. Setti hann því rykið í haug inn á afgirtri lóð húsisns. Traktorsgrafa, eða vörubíll bæjarins tóku hauginn nokkrum tímum seinna og komu honum á afvikinn stað. Það er aftur á móti rétt sem fram kemur í umræddri grein að aðstaða fyrir tæki þau, sem áhaldahúsið á gæti verið betri. Þó er hún ekki svo afleit. Lóðin er snyrtilega afgrit, reynt er að halda henni þrifalegri eftir megni, sæmi- leg aðstaða er til þvotta á tækjum eins og haugsugu og vörubíl og ágætis niðurföll eru til staðar. Sýnir áhaldahúsið þar nokkuð fagurt fordæmi. Þá má einnig koma hér fram að fregrunarátakinu sem gert var hér í sumar, var einmitt stjórnað af miklu leyti af starfsmönnum áhaldahúss. Dagblaðið Informacion um Pétur Pétursson: „Er aö veröa átrúnaðar- goö áhangenda Hercules“ Þrátt fyyrir slakt gengi félags síns, Hercules, hefur Pétur Pét- ursson fengið góða dóma fyrir leiki sína með liðinu, að þeim fyrsta undanskildum. Hercules hefur hins vegar aðeins nælt sér í eitt stig í leikjunum sínum 4, í 2:2 jafnteflinu við Atletico Madrid. Tapið gegn Atletico Bilbao á sunnudag, 0:1 á heima- velli, var þriðja 0:1 tap Hercules í deildinni. Eins og nærri má geta er liðið á meðal neðstu félaga en alls leika 18 lið í spænsku 1. deildinni. Mjög mikið hefur verið fjallað um Pétur í spænskum fjölmiðl- um, hvort heldur er dagblöðum, útvarpi eða sjónvarpi. Hefur að sögn tíðindamanns Skagablaðs- ins á Spáni verið farið mjög lofsamlegum orðum um „ljós- hærða víkinginn". Sér í lagi eru Spánverjarnir hrifnir af ódrep- andi baráttuvilja hans en slíkt er Hef opnað lögmannsstofu að Sunnubraut 30, Akranesi þar sem áður var lögmannsstofa Gísla Gíslasonar hdl. Stefán Skjaldarson hdl. Sími 93-1750 nokkuð sem þarlendir framherj- fljótur, vakandi fyrir því sem er ar eru ekki beint þekktir fyrir. að gerast og vinnur eins og „Petursson er smám saman þjarkur alls staðar á vellinum,“ aðverða átrúnaðargoð áhang- sagði blaðið ennfremur. Pétur enda Hercules,“ sagði dagblaðið og Mario Kempes fengu bestu Informacion eftir leik liðsins dóma leikmanna Hercules eftir gegn Atletico Madrid.„Hann er þennan leik. Umsögn um þá Mario Kempes og Pétur í dagblaði. 9

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.