Skagablaðið


Skagablaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 12
Verðlauna- og viðurkenningahafar ásamt sögukennurunum. Frá vinstri: Sveinbjörg Sumarliðadóttir, Asdís Halla Bragadóttir, Bryndís Ingvadóttir, Andrés Konráðsson, Helgi Grétar Sigurðsson, Högni Kristjánsson, Reynir Magnússon, Eiríkur Guðmundsson (kennari), Jón Arni Friðjónsson (kennari) og Pálína Pálsdóttir, á innfelldu myndinni. Á myndina vantar Guðfinnu Indriðadóttur. Frábær árangur nemenda Fjölbrautaskólans í ritgeriasamkeppni Landssamtaka iönaðarmanna: Sópuiu til sín verilaun- um og viiurkenningum Sveinbjörg Sumarliöadóttir, nemandi viö Fjölbrautaskólann á Akranesi, varð sigurvegari í ritgerðasamkeppni sem LandsamtÖk iönaöarmanna efndu til síðastliðinn vetur. Ritgerð Sveinbjargar fjallaði um smábátasmíði við Hvítá. Sveinbjörg var ekki eini nemandinn í Fjölbraut sem fékk verðlaun því tvær ritgerðir nemenda FA deildu með sér 3. sætinu. Aðra skrifaði Brvndís Ingvadóttir, hina skrifuðu þeir í sameiningu Högni Kristjáns- son og Reynir Magnússon. Ritgerð Bryndísar hét Islenska járnblendi- verksmiðjan en ritgerð piltanna Húsamíði á íslandi 1850-1940. Auk þessara verðlauna fengu innlegg í iðnsögu íslands, sem fimm ritgerðir til viðbótar, skrifaðar af nemendum FA, sér- staka viðurkenningu í samkeppn- inni. Þeir nemendur sem fengu viðurkenningu voru þessir: Asdís Halla Bragadóttir, Andrés Kon- ráðsson, Helgi Grétar Sigurðs- son, Guðfinna Indriðadóttir og Pálína Pálsdóttir. Verðlaunin, sem Sveinbjörg fékk í sinn hlut námu 25.000 krónum. Vakti ritgerðin athygli enda var í henni að finna upplýs- ingar um smábátasmíði á íslandi, sem ekki var vitað um áður. Reyndist ritgerð hennar því gott Jón Böðvarsson var fenginn til að rita. Ritgerðasamkeppninni var hrundið af stað með það fyrir augum að hún mætti verða stoð við skráningu sögunnar. Allar upplýsingar Sveinbjargar í rit- gerðinni voru byggðar á frásögn eins og sama mannsins en ritgerð- in var 18 vélrituð A-4 blöð. Ritgerðirnar, sem höfnuðu í 3. sætinu voru verðlaunaðar með 10.000 krónum hvor, en alls bár- ust um 90 ritgerðir í þessa sam- keppni. „Sögukennararnir Eiríkur Guðmundsson og Jón Arni Friðjónsson lögðu mjög mikið upp úr þessu, en þetta var hluti r.í námsefninu okkar. Eflaust heíui kennaraverkfallið haft einhver áhrif á hve margir skólar tóku þátt í samkeppninni en það breyt- ir ekki þeirri staðreynd að nem- endur FA eru toppurinn," sögðu tveir úr hópi verðlaunahafanna í samtali við Skagablaðið. Sögðust þeir hiklaust myndu taka þátt aftur ef samkeppnin yrði á milli Fjölbrautaskóla en ritgerðarsam- keppni hefur ekki fyrr komið inn í skólann á þennan hátt. Á blaðamannafundi, sem efnt bar til í tilefni verðlauna- og viðurkenningaflóðsins, kom einnig fram, að nemendur FA hefðu ekki þurft að notfæra sér þá framlengingu á skilafresti sem boðið hefði verið upp á. Óneitanlega er þessi glæsilegi árangur í ritgerðasamkeppninni Fjölbrautarskólanum til mikils sóma og þá um leið nemendun- Ólafur Þórðarson hefur verið valinn í íslenska landsliðshópinn, sem mætir Spánverjum í Sevilla í næstu viku. Er Ólafur eini Skaga- maðurinn í hópnum og er nú af sem áður var. Svo skemmtilega vill til, að „stóri“ bróðir Ólafs, Teitur, er einnig í landsliðshópn- um. Það, að bræður séu í landsliðs- hóp Islands, er ekki nýnæmi en hefur þó aðeins gerst örsjaldan á síðari árum. Bræðurnir Jóhannes og Þorbergur Atlasynir áttu báðir sæti í landsliðinu upp ú 1970 og sömu sögu var að segja um Eyja- bræðurna, Ásgeir og Ólaf Sigur- vinsson. Þá hafa Jóhannes og Atli Eðvaldssynir verið saman í lands- liðshópnum. um, sem hlutu verðlaun og viður- kenningar, sem og skólameistara og kennurunum sem sáu um að halda utan um samkeppnina. Skagablaðið óskar öllum verð- launa- og viðurkenningahöfum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur. Ólafur Þórðarson Ekkert lát á fækkun árekstra á Akranesi Ökumenn á Skaganum eru samir við sig og samkvæmt skýrslum lögreglunnar urðu aðeins 10 árekstrar í ágústmánuði, tveimur færri en í fyrra. Þar með hafa árekstrar í hverjum einasta mánuði þessa árs verið færri en samsvarandi mánuði í fyrra. Slíkt er nokkuð sem bæjarbúar geta verið stoltir af. I þessum árekstrum í ágúst urðu engin slys á fólki en einn ungur hjólreiðagarpur varð fyrir bíi. Slapp án teljandi meiðsla. Oliog Teitur ílands- liðinu Lesendur • munid ókeypis smáauglýsingar Skagabladsinsi i

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.