Skagablaðið


Skagablaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 1
Sigurður Gizurar son bæjarfogeti Samkvæmt heimildum Skaga- blaðsins mun nú ákveðið að Sig- Fleiri vildu í Iðnskólann Pað vildu fleiri en Skaga- leikflokkurinn komast í hús- næði Iðnskólans við Skóla- braut. JC-Akranes sótti m.a. um aðstöðu þar en var hafnað á þeim forsendum að húsið væri fullnýtt. urður Gizurarson, sýslumaður á Húsavík, taki við embætti bæjar- fógeta á Akranesi frá og með 1. nóvember næstkomandi. Björg- vin Bjarnason, bæjarfógeti, lætur þá af störfum fyrir aldurs sakir. Miklar vangaveltur hafa verið hér á Akranesi undanfarnar vikur um hver fær þetta embætti. Marg- ir voru um hituna og að því er upp var gefið í dómsmálaráðuneytinu hefur verið tekin afstaða til þess hver á að fá embættið. Þar var hins vegar ekki hægt að fá stað- festingu þess að Sigurður yrði ráðinn. Lítið um ávísana- misferli á Akranesi Ekki hefur orðið vart við aukið ávísanamisferli hér á Akranesi að því er Viðar Stefánsson, rann- sóknarlögreglumaður tjáði Skagablaðinu í gær. Fregnir um slíkt hafa borist víða að á landinu, og síðast frá Akureyri á mánudag. Viðar sagði að smávægileg aukning á misnotkun ávísana hefði komið upp í fyrra en síðan dottið upp fyrir. Flokka mætti ávísanamisferli í þrennt. Fölsun, þegar ávísanaeyðublaði er t.d. stolið og það fyllt út. Misferli, t.d. þegar búið væri að loka reikningi en ávísunin úr viðkomandi hefti gefnar út áfram og þriðja tegund- in, sem væri annars konar mis- ferli. Undir þann hatt flokkuðust ávísanir sem voru „óvart“ skrifað- ar út þótt ekki væri innstæða fyrir þeim. Slíkmálsjábankarnirsjálf- ur um en t.d. á Akureyri færu öll slík mál beint í hendur lögregl- unnar. Krossvíkin við bryggju hér á Akranesi. Góð sala Krossvíkur Krossvíkin seldi mjög vel í Bremerhaven í Þýskalandi á mánudagsmorgun. Alls seldi skipið 119 tonn af fiski, sem að uppistöðu til var karfi, og fengust 4,7 milljónir króna fyrir aflann eða tæplega 40 krónur fyrir hvert kílógramm. Þetta er mjög gott verð fyrir aflann og eitt það besta sem fengist hefur í Þýskalandi. Samdráttur í sölu raf- magns til heimilisnota Engin miskunn hjá Magnúsi Busavígsla var hjá Fjölbrautaskólanum í síðustu viku og eins og vænta mátti var bægslagangurinn mikill. Marga busana þurfti að elta langar leiðir eins og þennan, sem lét sitt ekki eftir fyrr en þrír fílefldir höfðu náð taki á henni. Sjá nánar inni í blaðinu. Orkukaup Rafveitu Akraness jukust um 0,26% á síðasta ári eftir að hafa dregist saman um 4,5% árið á undan. Þetta kemur m.a. fram í ársskýrslu Rafveitu Akraness fyrir árið 1984. Rafmagnið kaupir Rafveitan af Andakílsárvirkjun eins og áður. f skýrslunni kemur ennfremur fram að sala á rafmagni til heimil- isnotkunar dróst eilítið saman á milli áranna 1983 og 1984 en sala á rafmagni til lýsingar, iðnaðar, húsahitunar og sala skv. sérsamn- ingi við Sementsverksmiðju ríkis- ins jókst hins vegar á milli sömu ára. Langmesta aukningin var í rafnoktun vegna lýsingar á milli áranna 1983 og 1984. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs hljóðar upp á 104,5 millj. króna og fer rúmur helmingur þess fjár til kaupa á raforku af Andakílsárvirkjun. Þá greiðir Rafveitan 15 milljónir króna í söluskatt á þessu ári. Helstu verkefni Rafveitu Akra- ness á yfirstandandi ári eru lok tengingavinnu nýrra rofa í að- veitustöðinni auk lokavinnu við frágang í dreifistöðvum við Jör- undarholt og Smiðjuvelli, sem og uppsetning lágspennutöflu í dreifistöð við Vallholt. Þá er að nefna uppsetningu nýrrar dreifi- stöðvar efst á hafnargarðinum, nýjan spenni í dreifistöð við Stillholt. Svo má nefna endurnýj- un strengja við aðveitustöðina að hluta. Þá er hér ótalin lagning aðalstrengja á nokkrum stöðum í bænum sem og lagning götulýs- ingarstrengja. íbúatala á orkusvæði R.A. var 5.289 þann 1. desember 1984 en var5.351 þann 1. desember 1983. Skagamenn blóðlausir? Heldur urðu undirtektir dræm- ar hér á Akranesi fyrir skemmstu þegar Akranesdeild Rauðakross fslands efndi til blóðsöfnunar í samvinnu við Blóðbanka íslands. Ekki mættu nema um 100 manns til þess að gefa blóð og þótti það dræm aðsókn.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.