Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 25.09.1985, Qupperneq 2

Skagablaðið - 25.09.1985, Qupperneq 2
Félagar í Sundfélaginu fjölmenntu í mótauppsláttinn. Hér handleikur Ragnheiður Runólfsdóttir hamarinn. Henni er bersýnilegafleira til lista lagt en að setja íslandsmet í sundi. Stúlkurnar í meistaraflokki kvenna taka til hendinni og hreinsa steypumót. Þátttakan í sjálfboóavinnunni ævintýri líkust: Fyrsta áfang- anum er lokiö Tvær sleggjur á lofti. Strákarnir í Badmintonfelaginu handleku sleggjurnar eins og badmintonspaða og ráku niður hœla af miklum krafti. Það er óhætt að segja að sjálfboðavinnan hjá IA gangi vel. Tæpum fjórum vikum eftir að fyrsta skóflustungan var tekin er lokið við fyrsta áfangann og þann áfanga sem stefnt var að að ljúka í haust. Sá áfangi var sökklar neðan gólfplötu. Síðustu steypunni var rennt í sökklamótin á mánudaginn var, og þar með er lokið við að steypa sökkulinn allan hringinn. Samkvæmt viðtölum við þá í A menn hafa þeir umtalsverðan hug á að halda áfram og byrja á þeim hluta veggjanna, sem eru steinsteyptir. Ákvörðun um það verður tekin á næstunni. Laxveiðitímabilinu lokið á þessu ári: Misjöfn veiði í ám SVFA Þá er laxveiðitímabilið á enda þetta árið. Misjafnlega fiskaðist hinum ýmsu ám eins og verða vill. Það fer eftir einu og öðru hve vel fiskast í hverri á. Hér á suðvesturlandi var mikil þurrkatíð í sumar og hefur það trúlega átt sinn þátt í því að frekar illa fiskaðist í þeim ám sem Stangaveiðifélag Akraness var með á leigu í sumar, en þær voru Andakflsá, Flekkudalsá, Fáskrúð og Glerá. Veitt var með tveimur stöngum en þrjár stangir eru leyfðar í í ánni. f fyrra komu 106 laxar á henni á dag. Hún rétti laxveiði- land úr Andakílsá en 102 í sumar þannig að segja má, að veiðin hafi verið svipuð bæði árin. Andakílsá hefur þó nokkra sérstöðu því meira en helmingur aflans, alls 52 laxar, kom á flugu. Segja má að sæmilega hafi veiðst í Fáskrúð í sumar en úr henni komu 253 laxar sem er mun skárra en í fyrra. Þá gaf hún af sér 165 laxa. í Fáskrúð er veitt á 2 stangir. Úr Glerá komu aðeins þrír fiskar þetta sumarið en í fyrra komu nokkrir tugir laxa úr ánni. Loks er að nefna Flekkudalsá köppunum 133 laxa, sem er mun minna en í fyrra en þá gaf hún af sér 189 fiska. Og líklega er þetta eitt lakasta sumar í henni frá því SVFA tók hana fyrst á leigu fyrir 25 árum. En þótt illa gangi við veiðarnar eitt sumarið gleymist það yfir veturinn og menn sækja í veiði- leyfin að vori fullir áhuga og vonar um góða veiði. Og þannig seljast öll veiðileyfi þótt menn hafi í flimtingum að hætta laxveið- um þegar illa gengur. En sá sem einu sinni hefur dregið lax á stöng losnar ekki svo auðveldlega við veiðibakteríuna. Góður fengur — þó ekkifrá nýliðnu sumri. „Skoðið bara kálfana“ „Farið þið bara upp í sveit að hjóla og skoða kálfana.“ Þannig svaraði bæjarstjórinn sjálfur nokkrum ungmennum bæjarins er þau gengu á funda hans fyrir skemmstu til þess að mótmæla aldurstak- marki á spilasal einum hér í bæ.“ Þessi úrdráttur er úr bréfi sem Skagablaðinu hefur borist frá hópi unglinga í 7. og 8. bekkjum grunnskólanna. Eru krakkarnir ekki allt of ánægðir með þá aðstöðu sem unglingum bæjarins er sköpuð. Segjast ekki vilja vera í Arnardal því þar sé ekkert gaman. Á meðal spurninga, sem krakkarnir leggja fyrir bæjarstjórnar- menn eru þessar: 1. Getiði nefnt okkur rökrétta ástæðu fyrir því að við megum ekki vera í spilasalnum? 2. Hvað eiga unglingar á Akranesi að gera af sér? 3. Er ekki hægt að bæta úr þessu með því að efla eftirlit með spilasalnum um helgar? Þessu er hér með komið á framfæri. Spuming vikunnar Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Björgvin Guðjónsson: — Etna- fræðingur, það er svo skemmti- legt. Vignir Elísson: — Atvinnumaður í fótbolta, annars lögga. Gunnlaugur Þór Guðmundsson: — Atvinnumaður, annars járn- iðnaðarmaður. Stefán Þórðarson: — Atvinnu- maður, eða þá að hjálpa til hjá afa. Skagabladið Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson g| Blaðamaður og Ijósmyndari: Arni S. Árnason | Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) ■ Umsjón með dreifingu, áskriftum og innheimtu: Sigríður Árnadóttir | Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent | Útlit: Skagablaðið H Ritstjórnarskrifstofa er að Suðurgötu 16 og opin alla daga | Símar 2261 og 1397 | Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. 2

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.