Skagablaðið


Skagablaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 4
Smáauglýs- ingamar Til sölu Skoda árg. 1977 til niðurrifs. Verð kr. 5.000. Uppl. í síma 2709. ★ Vantar að losna við breiðan svefnsófa. Fæst ókeypis. Uppl. í síma 2908. ★ Til sölu trommusett og svefnbekkur. Uppl. í síma 3050. ★ Óska eftir frystikistu 2-300 lítra. Uppl. í síma 2154. ★ Til sölu 500 lítra frystikista. Uppl. í síma 1198. ★ Óska eftir að kaupa vel með farnabarnakerru, meðskerm og svuntu.Uppl. Ísima1937. ★ Rafha-eldavél, fjögurra ára, til sölu. Verð kr. 8.000. Uppl. í síma 2563 eftir kl. 17. ★ Til sölu tilbúin bílkerrugrind. Verðhugmynd 5.000. Uppl. í síma 2368 eftir kl. 19. ★ Tombóla verður á föstudag og laugardag að Vesturgötu 160 (í bílskúrnum). Hefst kl. 17 báða dagana. Allur ágóði rennur til byggingar Brekku- bæjarskóla. ★ Fuglabúr til sölu. Uppl. í síma 2192. Til sölu furusófasett, þriggja sætaog tveirstólar. Verð ca. 8.000. Einnig 28" DBS-karl- mannsreiðhjól, 12 gíra. Verð ca. 8.000. Uppl. Ísima2817 eftir kl. 19. s Ef ykkur liggur eitthvaö á hjarta þá er síminn: 2261 Auglýsið í Skagablaðinu Hverjum bjargar það næst BUSAVIGSLAIFJOLBRAUT Skemmdar- Ingimar Garðarsson, bakari og eigandi verslunarinnar Dýra- líf, hefur sent bæjaryfirvöldum bréf, þar sem hann býðst til þess að stemma stigu við fjölgun villikatta í bænum, sem svo mik- ið ónæði er oft af. Hugmyndin mun að Ingimar sjái um að grisja villikattahjörð- ina með mannúðlegum aðferð- um og fái greitt fyrir hjá bænum. Er ætlast til þess skv. því sem Skagablaððið hefur fregnað að fólk hafi samband við hann verði það vart við villiketti og hann komi þá á vettvang með tæki sín og tól. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort boði hans verður tekið en að því er blaðið hefur frétt eru góðar líkur á því. Verður hræjunum brennt eða þau grafin eftir að kettirnir hafa verið skotnir. Býðst til að skera upp her- ör gegn villikattafárinu Góð byrjun handbolta- manna í æfingaleikjum Skagamenn hófu keppnistíma- um er þeir léku tvo æfingaleiki bilið ágætlega í handknattleikn- um síðustu helgi. Þeir unni Selfoss SKAGAMENN! Höfum fengið mikið úrval af hárgeli, mist og litaskoli. Prófið nýja liti. Hárstofan Stillholti • Sími 2931 24:17 og ÍH (íþróttafélag Hafn- arfjarðar) 35:31 í miklum marka- leik hinna slöku varna. Bæði þessi lið leika með Skaga- mönnum í 3. deildinni í vetur en keppni í henni hefst einmitt núna um helgina. Skagamenn sækja þá Týrara heim í Eyjar. Fyrsti heimaleikurinn verður svo gegn Ögra um aðra helgi. Alls leika 13 lið í 3. deild í vetur í einum riðli og verða því 24 leikir á hvert lið. Þá hefur verið dregið í bikar- keppni HSÍ og mæta Skagamenn 1. deildarliði KA frá Akureyri í fyrstu umferð. Leikurinn á að fara fram á Akureyri en ekki fyrr en í mars. verk unn- in á bíl Skemmdarvargarnir láta ekki að sér hæða þegar þeir komast í ham, það kom vel í Ijós um helgina. Bifreið frá Hagvirki sem stóð niður við höfn varð þá fyrir barðinu á einhverjum sem ekki höfðu neitt betra við tímann að gera en að eyðileggja eigur ann- arra. Svo virðist sem fyrst hafi verið reynt að brjótast inn í bifreiðina en það ekki tekist. Þá tók sá eða þeir, sem í hlut áttu, til við að skera á hjólbarða bifreiðarinnar og eyðilagði tvö þeirra. Til að kóróna aulaháttinn var rafgeymir bifreiðarinnar slitinn úr. Við beinum þeim tilmælum til bæjarbúa, að sjái þeir til svona fólks láti þeir lögregluna vita og hringi svo rakleiðis og panti tíma hjá sálfræðingi fyrir viðkomandi. 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.