Skagablaðið


Skagablaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 5
Bjami fékk gull- Það hefur vart farið fram hjá íþróttaunnendum að leikmenn 1. deildarfélaganna efndu til helj- armikils lokahófs á veitingahús- inu Broadway fyrir skemmstu. Er þetta annað árið í röð sem slfk athöfn fer fram. Knattspyrnusveinar úr Sem- entsverksmiðju ríkisins efndu til síns lokahófs um síðustu helgi, svona rétt til að fagna árangrinum í úrslitaleik firmakeppninnar (hann tapaðist 1:10 skyldi einhver hafa gleymt því). Fór hóf þeirra fram á Litla-Broadway en svo var matsalur SR nefndur á meðan á athöfninni stóð. Hápunktur kvöldsins — auk hefðbundinnar vambkýlingar og límonaðidrykkju — var afhend- ing verðlauna. Árni Sveinsson afhenti þá verðlaun til efnilegasta, besta og fjölhæfasta leikmanns- ins, jafnt innan vallar sem utan. Kom gullskórinn í hlut Bjarna Skúla Ketilssonar. Kjör þetta mun verða árlegur viðburður eftirleiðis. Eftirfarandi vísu var gaukað að okkur á Skagablaðinu, en hún mun hafa verið sett saman í lokahófinu. Firmakeppnin fjörug var, fast að sækja og verjast bar, máttu í lokin mæðast þar, markasúpugleypirar. Bajarstarfsmenn fá hól fyrir um- hirðu fomminja Hraðahindrun á Vesturgötunni. Atvinnubílstjóri skrifar: Vegna greinar í 34. tbl. af Skagablaðinu frá Ólafi Tr. El- íassyni um að verið sé að setja upp hraðahindrun á Vesturgötu langar mig til að benda á, að ég tel að þarna hljóti að vera um misskilning að ræða. Þarna séu bæjarstarfsmenn einungis að slétta götuna eftir að þurft hefur Varamenn—til hvers? - hugleiðingar eftir leik ÍA og Aberdeen Knattspyrnuunnandi skrifar: Ég var einn fjölmargra knatt- spyrnuáhugamanna sem lögðu leið sína á Laugardalsvöllinn sl. miðvikudag til þess að sjá leik Skagamanna og Aberdeen. Hafði ég af hina ágætustu skemmtan en get ekki hætt að velta því fyrir mér hvers vegna Akranesliðið mætti ekki bara með 11 menn til leiks í stað 16. Hví þá í ósköpunum? kynni einhver að spyrja. Ég get bara ómögulega séð til hvers verið er að stilla upp fimm varamönnum á varamannabekkinn ef ekki má nota þá í leikjunum. Það er eins og ekki megi skipta inn á nema leikmaður fótbrotni eða geti alls ekki gengið óhaltur. í leiknum gegn Aberdeen fengu Skagamenn á sig 3 mörk á aðeins 10 mínútum og staðan breyttist úr 1:0 í 1:3. Leikmenn IA virtust búnir að missa allan þrótt eftir þessa markadembu og náðu sér heldur aldrei á strik eftir þetta. Ég spyr nú bara: Hvað mælti á móti því að skipta tveimur leikmönnum inn á í leiknum? Þetta er ekki fyrsta tilvikið af þessu tagi sem maður hefur orð- ið vitni að í sumar. Ef fram fer sem horfir stöndum við frammi fyrir því að þurfa að tefla fram gersamlega óreyndum vara- mönnum þegar eldri og reyndari leikmenn liðsins draga sig í hlé eins og allt bendir til að 2-3 leikmenn geri í haust. Er þetta ekki óþarfa íhaldssemi? Sjaldan fellur eplið ■ii Lesandi hafði samband við okkur í vikunni og vildi vekja athygli á því að það væri ekki að undra þótt Örnólfur í Samvinnubankanum væri jafn sleipur „tippari“ og raun bæri vitni. Hann hefði bersýnilega notið leiðsagnar innheimtufulltrúans eitilsnjalla, Dodda Magg. Handbragðið leyndi sér ekki. að brjóta hana upp einhverra hluta vegna. Það er nefnilega alveg í sam- ræmi við þann hátt, sem verið hefur á hjá þeim við viðgerðir undanfarið. Sé um að ræða við- gerð á t.d. 5 sm djúpri holu þá skal ævinlega gengið frá henni með 10 sm olíumalarkúf. Annað er það, sem mig langar til að minnast á, en það eru hlustunarskilyrði Rásar 2 hér á Akranesi. Mig minnir að eitt- hvað hafi bæjaryfirvöld ætlað að gera í málinu fyrir um ári en hlustunarskilyrðin hafa lítið -breyst. Enda skýtur að mér finnst heldur skökku við, að aðilinn sem er að vinna að bættum skilyrðum, hér á Skaga, skuli nota Rás 2 til þess að auglýsa á, þar sem auglýs- ingin frá innheimtudeild bæjarins er algjörlega bundin við hlustend- ur hér á Akranesi. Þá vil ég að lokum þakka bæjarstarfsmönnum i hér á Akra- nesi fyrir góða umhirðu á fornminj- um, sem sést best á því hve afar hóflega — svo ekki sé nú meira sagt — þeir beita veghefli bæjar- ins á holóttar og óþrifalegar mal- argötur bæjarins. "Ef ykkur liggur” eitthvað á hjarta þá er síminn: 2261 Arni Sveinsson afhendir Bjarna Skúla gullskóinn. Ákveðið að stofna bamalúðrasveit Kristinn Ingólfsson, Bryndís Pétursdóttir, Valur Jóhannsson og Ingibjörg Skúladóttir vinna við endurbœtur á húsnœðinu. Ákveðið hefur verið að grunn- skólarnir á Akranesi standi í sam- vinnu við Lúðrasveit Akraness fyrir stofnun barnalúðrasveitar. Hinn nýi tónlistarkennari skól- anna, Guðmundur Norðdal, mun hafa mikinn áhuga á að hrinda þessu í framkvæmd og ekki er áhuginn af hálfu L.A. síðri. Grunnskólarnir fá aðstöðu til æfinga fyrir sveitina í kjallara íþróttahússins og er verið að lag- færa þar um þessar mundir. Hafa 5-10 manns verið að mála húsnæð- ið og snurfusa í sjálfboðavinnu til þess að hægt sé að láta þetta verða að veruleika. Ætlunin er að mála salinn að fullu, skipta um ljós og setja teppi á gólfið auk ýmissa annarra lagfæringa, sem gera þarf. Guðmundur Norðdal var áður tónlistarkennari í Garðabæ og víðar og hefur náð góðum árangri með krakkana. Þeir munu strax byrja að æfa — aðallega æfa sig í því að ná hljóði úr hljóðfærunum — og munu meðlimir lúðrasveit- arinnar aðstoða við kennsluna af fremsta megni í vetur. Söfnuöu fötum í200 poka Alls söl'nuðust um 200 pokar at fatnaði hér á Akianesi þegar efnt var tií íatasöfnunar i vegum Rauðakrossdeildarinnar á Akranesi um fyrri helgi. Eftir að miðum hafði vérið drcift í hús var tekið á móti fatnaði í íþróttahúsinu frá kl. 10-16 á fyrra laugardag. Undirtektir urðu feiknarlega góðar og safnaðist fatnuður í um 200 plastpoka (þið vitiö, þessa stóru svörtu). Fatnaðurinn vcrður sendur tií bágstaddra cn ekki kæmi á óvart þóit einhverjir bæjarbúar sæust léftklæddir a ferii á næstunni. 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.