Skagablaðið


Skagablaðið - 25.09.1985, Síða 7

Skagablaðið - 25.09.1985, Síða 7
|Hefðbundin máltíð í Kína. Réttunum raðað upp á snúningsdisk og síðan fær hver og einn sér smábita af hverium rétti. Það eru fleiri en tannlœknar sem athafna sig utandyra. Hér er rakari Lítill skólastrákur að „lœra heima". að klippa viðskiptavin. Séð inn í eldhús á alþýðuheimili í Tíbet. Þar er ekki munaðinum fyrir að fara. HÉLT UPP Á AFMÆL- IÐ Á KÍNAMÚRNUM - spjallaó vió Þóru Emilíu Ármannsdóttur, sem for til Kína og Tibet ásamt fleiri félögum úr SUS í sumar Það er ekki á hverjum degi sem ísiendingar leggja leið sína til Kína, að ekki sé nú minnst á hið afskekkta Tíbet, sem er 3600 metrum yfir sjávar- máli í Himalay afjöllum og oft kallað „þak heimsins“. Hópur ungra sjálfstæðis- manna tók sér þó ferð á hendur til þessara fram- andi landa í sumar og í hópnum voru tveir Skagamenn, reyndar báðir búsettir í Rey kjavík, Inga Jóna Þórðardóttir og Þóra Emilía Ármanns- dóttir. Skagablaðið heimsótti Þóru á heimili hennar í Reykjavík fyrir skemmstu ogfékk hana til þess að segja stuttlega frá ferðalaginu. Lagt var upp frá Keflavík að morgni þess 7. júní og lent í London fáeinum klukkustundum síðar. Daginn eftir var ferðinni haldið áfram og flogið til Islamabad í Pakistan, þar sem var millilent og beðið í 4 tíma áður en flogið var til Peking, sem í seinni tíð hefur verið endurnefnd Beijing. Skagablaðið spurði Þóru hvernig fyrstu viðbrögð hefðu verið að koma til Beijing. IÐANDI MANNHAF „Það er fyrst og fremst fólksmergðin sem vekur athygli manns. Þarna er eitt iðandi mannhaf. Þá vekur hjólreiðamenningin auðvitað athygli manns og íslendingum kemur á óvart að sjáskilti, þar sem á er letrað bæði á ensku og kínverslu: „Bannað að hrækja!" —Á hvernig hóteli voruð þið í Beijing? „Hótelið var mjög gott, eitt það glæsilegasta í Kína, en það er eins og Kínverjarnir séu ekki alveg búnir að ná tökum á feðamannaþjónustunni sinni. Ein úr hópnum rak t.d. augun í það eftir að herbergið hennar hafði verið þrifið að ruslinu úr ruslafötunni hafði bara verið hent ofan í salernis- skálina." -— Hvernig kunnirðu við matinn þeirra? „Yfirleitt illa, því miður og átti reyndar i megnustu vandræðum með að koma honum niður iengi vel framan af ferðinni. Það gekk þó betur síðar f ferðinni, hvort heldur það var sulturinn eða eitthvað annað sem gerði útslagið. — Hvað með fyrirkomu- lag málsverðanna, er það ekki ólíkt því sem við eigum að venjast? „Jú, heldurbetur. Máltíð- irnar byggjast upp á miklum fjölda smárétta og hver og einn fær sér aðeins lítið eitt af hverju. Fimmtán forréttir voru t.d. ekki óalgengir þegar við borðuðum. Aðalrétt- irnir gátu verið j afnmargir en síðasti rétturinn var oftast ávextir." Strax fyrsta kvöldið í Beijing var hópnum — alls fóru 11 manns í þessa ferð til Kína á vegum SUS — boðið til kvöldverðar og með honum var að sjálfsögðu boðið upp á hrísgr j ónabrennivínið Mao-Tai, sem er um 60% að styrkleika. Fannst sumum þetta ágætt, öðrum herfilegt. MORGUNLEIK- FIMI Morguninn eftir voru menn snemma á fótum og þá vakti óskipta athygli landans að Kínverjarnir streymdu út úr húsum sínum strax upp úr kl. 5 að morgni og hófu að gera leikfimiæfingar. Eftir smástund iðaði allt nágrennið af fólki, sem fetti sig og bretti, teygði og djöflaðist. Einn úr hópnum orðaði það svo, að þessar æfingar minntu á karatemynd í „slow- motion“. Kínamúrinn var heimsótt- ur þennan fyrsta dag og þá vildi svo til að Þóra Emilía átti afmæli. Var þess að sjálfsögðu minnst á Kínamúrnum. Ekki amalegt að eyða afmælis- deginum á jafn sögufræg- um stað. Eins og nærri má geta fór hópurinn víða um á tíma, sem hann dvaldi í alþýðu- lýðveldinu mikla. Skoðaði m.a. neðanjarðarbyrgi, stórmerkilegt fyrirbrigði í Beijing, Forboðnu borgina (höll Kínakeis- ara), grafhýsi Maós, Leirherinn í Xian og á fjöldamarga aðra staði en hápunktur ferðarinnar var í flestra augum ferðin til Tíbet, landsins sem ótrúlega fáir vestrænir ferðamenn hafa heimsótt. Aðeins 1500 manns komu þangað í fyrra en í ár var búist við um 5000 manns t allt. „Okkur leist nú ekki meira cn svo á íarkosiinn sem átti að flytja okkur upp í fjöllin," sagði Þóra við Skagablaðið. „Hjól- barðarnir voru ekki beysnir og á éinum þeirra mátti sjá alveg inn í striga. Sumir voru þvi' ekkert allt of rólegir þegar vélin fór af stað. Sami ótti greip um sig við lendingu í Tíbet en allt fór þetta nú vel þótt öryggiskröfurnar, sem þarna eru gerðar viröist ekki miklar." SÉRKENNILEG REYNSLA — Og hvernig var svo að koma til Tíbet? „Það var óskaplega ,sérkennileg reynsla, nánast einsog maður gæti ímyndað sér að lífið hefði veriðfyrir4ötdum. Þarna er allt afar frumstætt, hvort heldur var fólk, hús, híbýlieðamataræði. Þáer loftslagið sérkennilegt og fóru margir flatt á „þunna" loftinu". — Hvernig lýsti það sér? „Maður varð fljótt móður og máttlaus. Okkur var enda ráðlagt að hvíla okkur vel fyrsta sólar- hringinn og gerðu það flestir. Mannsundlaðit.d. ef maður stóð snöggt upp af því að súrefnið var svo miklu minna en maður á að venjast. — Hvar gistuð þið þarna uppi' „Við dvöldum í húskynn- um kínverska hersins og þau voru nú ekki beint kræsileg. Sóðaskapurinn var mikill og ekkert heitt vatn að fá. Við urðum að notast við tevatnið til þvotta.“ LOPAPEYSU- LOFTSLAG — Var ekki napurt þarna uppi? „Jú, það var ekta Iopa- peysuloftslag þarna enda kannski ekki nema von, þetta er svó hátt uppi. Einn daginn fórum við meira að segja ennþá hærra, upp í 4200 metra hæð, og þá fann ég illa fyrir „þunna“ loftinu eða loftleysinuöliuheldur. Ég ætlaði að hlaupa að rútunni sem við vorum í Þóra ásamt tveimur munkum ( Tíbet. en hélt að hjartað í mér ætlaði að springa eftir þennan stutta sprett. Það er annars mjög sérstök tilfinning að vera í þessu loftslagi, meira að segja allar hreyfingar verða öðru vísi.“ — Hvað með landslagið í Tíbet? „Það er merkilega líkt því sem við eigum að venjast, ýmis grös og gróður þarna gætu allt eins verið á Islandi, þá tókum við sérstaklega eftir bæði hestum og hundum þarna. Hundarnir voru með hringaða rófu, rétt eins og hér heima, og hestarnir voru mjög líkir okkar hestum.“ — Mannfólkið? „Það var kannski ekki svo ósvipað því sem við áttum von á en við gátum ekki betur sér en það þjáðist af bætiefnaskorti, t.d. sáum við fólk sem virtis vera með skyrbjúg þarna. Og sóðaskapurinn var mikill. Annars er kannski ekki vert að dæma þetta fólk of hart, það hefur allt aðrar siðvenjur en við Vestur- landabúar og unir sér við þær." — Þið voruð í Tíbet á sjálfan þjóðhátíðardag- inn, 17. júní, hélduð þið upp á daginn? „Já, við gerðum það og það vakti nokkra athygli. Meira að segja komu fréttir af okkur í „lókal“- blöðunum." LANGÞRÁÐ BAÐ Eftir Tíbet-ferðina var haldið aftur niður á „sléttlendið“ og gist í Chengdu en þaðan var flogið til Tíbet á sínum tíma. „Ég held að allir hafi verið óskaplega fegnir því að komast frá Tíbet,“ sagði Þóra. „Að sjálfsögðu var stórkostleg reynsla að koma þangað en ég held að öllum hafi fundist nóg að dvelja þar í þá 3 daga, sem við vorum þar. Menn hlökkuðu til að geta komíst í langþráð bað í Chcngdu og gerðu sér st'ðan dagamun.“ — Ekki hafiði þó farið á ball? „Nei, en við reyndum það. Á hótelinu okkar í Chengdu var danssalur en útlendingum er ekki hleypt þar inn. Að því er okkur skildist er reynsla kínverskra ungmeyja ekki of góð af erlendum ferðamönnum, svo við urðum að láta okkur nægja að sitja á hótelhcr- bergjunum.“ FRAMANDI Þar með var tekið að styttast í ferðalok hjá SUS-fóIkinu og á leiðinni heim var komið til Hong-Kong og stoppað þarítvodaga. „Munurinn á Hong Kong og Ktna er ótrúlegur,“ sagði Þóra, „ekki síst í ljósi þess að yegalengdin á mílli er örstutt. Þettaercinsogað koma í annan heim, héim sem við þekkjum miklu betur. Einhvern veginn var það nú svo, að maður var hálfpartinn feginn að koma vestur eftir aftur þrátt fyrir að hafa upplifað margt skemmtilegt og framandi.“ SSv. Það erekki víðasem tannlœknargera viðágötu úti. Notafótstiginn borað auki! Séð inn á heimili í Tíbet. Takið eftir kornabarninu í forgrunni myndarinnar. 6 7

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.