Skagablaðið


Skagablaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 8
Merkilegar upplýsingar á aðalfundi Bridgefélags Akraness: Sátu að spilum í 3 vikur á síðasta keppnistímabili Meðlimir Bridgefélags Akraness sátu við spilamennsku í heilar 3 vinnuvikur á síðasta keppnisári. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrir skemmstu í félagsheimili Kiwanis- manna, þar sem spilað mun verða í vetur. Briddsarar hafa um langt árabil spilað í Röst en það húsnæði er nú orðið of lítið fyrir starfsemina. Sveit Alfreðs Viktorssonar. Á myndina vantar Þórð Björgvinsson. Jón Sigurðsson tekur við viðurkenningu úr hendi Ingimundar Sigur- pálssonar, bœjarstjóra, fyrir hönd Málningarþjónustunnar, sem var sérstaklega verðlaunuð fyrir snyrtilegt umhverfi. Á aðalfundinum var kjörin ný stjórn félagsins og skipa hana eftirtaldir: Alfreð Viktorsson, Karl Alfreðsson og Ingi Steinar, Gunnlaugsson. Þeir feðgar, Al- freð og Karl, áttu sæti í síðustu stjórn ásamt Baldri Ólafssyni, sem ekki gaf kost á sér til endur- kjörs. Fráfarandi stjórn voru þökkuð mikil og góð störf í þágu félagsins. Verðlaun voru einnig veitt á aðalfundinum. Akranesmeistarar í tvímenningi urðu þeir Eiríkur Jónsson og Jón Alfreðsson. Sveit Alfreðs Viktorssonar vann Akra- nesmeistaratitilinn í sveitakeppni en auk hans skipuðu þeir Karl Alfreðsson, Guðjón Guðmunds- son, Ólafur G. Ólafsson og Þórð- ur Björgvinsson sveitina. Þá fékk Ólafur G. Ólafsson bikar, sem Eyþór Björgvinsson gaf en Ólafur hlaut flest bronsstig á síðasta keppnistímabili. Svo aftur sé vikið að setu briddsaranna við spilaborðið reiknaðist mönnum svo til að í mótum félagsins hefðu menn setið að spilum í 123,2 klukkustundir og spilað 1056 spil. f lokin skal þess getið á ný, að í vetur verður spilað í félags- heimili Kiwanismanna á fimmtu- dögum og hefst spilamennska kl. 19.45 stundvíslega. Bílbeltin hafa bjargað ||UMFERÐAR Ólafur G. Ólafsson fékk flest bronsstig. Klæðning á Garðagmnd? Ailt bendir nú til þess að klæðning verði lögð á Garða- grund á næstu vikum. Hagvirki, sem unnið hefur við gatnafram- kvæmdir, hér í sumar, bauð bænum að annast verkið fyrir tæpar 3 milljónir króna og mun ákveðið að taka því. Miktu mun hafa ráðið, að Hagvirki bauðst til þess að lána upphæðina til byrjunar næsta árs, þannig að hún kæmi ekki til greiðslu af fjárhagsáætlun þessa árs. Mun henni víst nógu þröngt sniðinn stakkur. Hörður fékk Skaga- Maisbikarinn Hann Hörður Birgisson í UMSB braut heldur betur blað í borðtennissögu UMSB er hann sigraði í einliðaleik í flokki hnokka á íslandsmótinu í borðtennis, sem fram fór sl. vor. Hörður er fyrsti karlmaðurinn innan UMSB sem vinnur íslands- meistaratitil í borðtennis og sá fyrsti utan Reykjavíkur í langan tíma til þess að tryggja sér íslandsmeistaratign. Elvar Elíasson, Skaga- maður, varð fyrstur manna utan Reykjavíkur til þess að vinna íslandsmeistaratitil í borðtennis er hann sigraði í unglingaflokki 1971. Hörður býr í Heiðarskóia, þar sem faðir hans er raungreinakenn- ari. Ef að líkum lætur er þessi titill Harðar aðeins sá fyrsti af mörgum. Hann sést á meðfylgjandi mynd með bikarinn, sem hann vann, en það var einmitt Skagablaðið sem gaf þennan bikar í vor. Fegrunamefnd afhendir viðurkenningar Fegrunarnefnd Akraness efndi Ingimundur Sigurpálsson, Viðurkenningar voru fyrst veittar Handhafar viðurkenninganna Þá kom fram hjá verðlauna- á föstudag til kaffisamsætis« Still- bæjarstjóri, afhenti hlutaðeigandi árið 1979 en tvívegis hefur verð- höfðu á orði við þetta tækifæri að höfunum að tíðin í ár hefði verið holti og voru við það tækifæri viðurkenningarskjöl eftir að launaveiting fallið niður frá þeim allt eins hefði mátt verðlauna góð og hálpað til við garðyrkjuna afhentar viðurkenningar þeim garðyrkjustjóri, Oddgeir Þór tíma. Eftir verðlaunaafliending- bæinn sjálfan fyrir snyrtilegt um- en í mörgum tilfellum voru viður- garð- og húseigendum, sem verð- Árnason, hafði boðið alla við- una settust gestir að kaffidrykkju hverfi bæjarfyrirtækja og getum kenningarhafar að sjá árangur launaðarvorufyrirskemmstueins stadda velkomna og haldið stutta og snæddu kræsingar, sem bornar við á Skagablaðinu tekið heils- margra ára erfiðis. Verst væri að og við skýrðum frá í blaðinu. tölu um störf fegrunarnefndar. voru á borð. hugar undir það. ekkiværihægtaðverðlaunafleiri. 8

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.