Skagablaðið


Skagablaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 11

Skagablaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 11
Líf og fjör við höfnina Lífæð bæjarins er réttnefni á Akraneshöfn. Þótt dauft sé yfir bæjarlífinu er óhætt að segja að aldrci ríki deyfð við höfnina. Það sannaðist er við Skagablaðsmenn vorum á rölti við höfnina í blíðunni á mánudag. Á Litlu bryggjunni sem svo er enfnd voru menn að bisa við að færa bát úr stað til viðgerða en eins og hann stóð lokaði hann nánast fyrir alla umferð. Stór krani var notaður til verksins og gekk það skjótt fyrir sig eftir að menn höfðu eytt þó nokkrum tíma í vangaveltur. Víkingur AK-100 er að búa sig undir loðnuvertíðina og þar sem hann lá við bryggju voru menn um allt skip að mála og snurfusa. Þá var sömuleiðis verið að koma fyrir loðnudælurörum við hafnarkantinn á Stóru bryggjunni er við vorum þarna á ferð. Fjöldi smábáta virðist stöðugt fara vaxandi og sem við vorum niður við höfn kom einn, Særún, öslandi og var að færa sig úr stað. Fjöldi báta lá við smábátabryggjuna og vaggaði þar í blíðunni — áhyggjulaust að því er best varð séð enda vita þeir eflaust ekkert um kvótafyrirkomulagið þótt eigendurnir viti sumir ekki sitt rjúkandi ráð í kjölfar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra. Myndirnar sem fylgja hér með segja annars eflaust meira en mörg orð. Örnólfur Þorleifsson. Skúli Garðarsson. Óhætt er að segja að engin bönd haldi Örnólfi Þorleifssyni, bankastjóra Samvinnubankans, hér í getraunaleiknum á Skagablað- inu. Hann ruddi síðustu hindruninni, Eyjólfi Harðarsyni, úr vegi án þess að blása úr nös og nældi sér í 8 rétta. Eyjólfur fékk aðeins4 rétta. Andstæðingur Örnólfs að þessu sinni er Skúli Garðarsson, alræmdur getraunaspekingur og „kerfiskarl". Hann var einmitt sá sem nældi sér í 12 rétta hér á Skaganum fyrir skemmstu. Við fréttum af því að hann hefði undirbúið sig sérstaklega fyrir viðureignina við Örnólf, m.a. lagst á bæn. Skúli er einlægur aðdáandi Arsenal og tippar að sjálfsögðu á sína menn. Hilmir SU kom að bryggju Spár spekinganna fylgja hér á eftir: Örnólfur Skúli hér á Akranesi á þriðjudag í Arsenal-Newcastle 1 1 síðustu viku. Unnið var við að Aston Villa-Everton 2 2 taka rækjubúnaðinn, sem settur Coventry-WBA 1 1 var í skipið hér í vor. Þetta er Leicester-Ipswich 1 X gert, þar sem hann er að halda Liverpool-Tottenham 1 2 til loðnuveiða og þá er áður- Manc.United-Southampton 1 1 nefndur búnaður fyrir. Þetta Oxford-Machester City 2 X verk var unnið af starfsmönnum OPR-Birmingham X 1 Þ&E. Sheffield Wednesday-Luton 1 1 Nýr bátur kom hingað tii West Ham-Nottingham Forest 1 X Akraness í síðustu viku. Bátur- Portsmouth-Blackburn 1 1 inn er rúmar 10 lestir að stærð og Stoke-Crystal Palace 1 X E 0 [3 □ [E ta [E ŒDIH11HIH Birgir Jónsson fær nýjan 10 tonna bát, Reyni AK-18 Undanfarna daga hefur Höfrungur legið við viðlegu- kantinn hjá Skipasmíöastöö Þorgeirs & Ellerts. Unnið hefur verið við að stækka brú skipsins og settur hefur verið í hann nýr krani ásamt ýmsum öðrum lag- færingum. Höfrungur hélt til loðnuveiða á sunnudagskvöld. Þar með eru tveir bátar héðan komnir á loðnuveiðar. Hinn er Rauðsey og hefur hún aflað vel og er búin að fá um 2500 tonn að því er best er vitað. ber nafnið Reynir AK-18. Hét hann áður Percy IS-777. Eigandi bátsins er Birgir Jónsson og mun hann verða gerður út á neta- og línuveiðar. Reynir hélt til veiða með net um helgina. Síðastliðinn föstudag kom til framkvæmda veiðibann hjá bát- um undir 10 lestum að stærð og verða þá netabátarnir að taka upp net sín og þau má síðan ekki leggja aftur fyrr en 4. október. Lítill afli hefur verið að undanförnu hjá þeim sem stund- að hafa netaveiðar og ekki neitt hjá þeim sem reynt hafa fyrir sér með línu. Flutningaskipið Suðurland kom hér að bryggju á þriðjudag- inn í síðustu viku. Skipið tók hér 100 lestir af saltfiski frá HB & Co. og Haferni. Allurfarmurinn fór um borð pakkaður í plast- poka á brettum. Höfðavíkin kom inn til löndunar á mánudagsmorgun. Afli hennar var um 170 lestir, aðallega karfi. Á mánudags- kvöld kom Haraldur Böðvarsson svo að landi. Landað var úr honum á þriðjudag. Aflinn var um 150 tonn, aðallega karfi. Reynir AK-18 í höfninni. 11

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.