Skagablaðið


Skagablaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 1
37. TBL. 2. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1985 VERÐ KR. 50.- ur út Ijóðabók - margt góðra bóka væntanlegt frá Hörpu- útgáfunni á 25. starfsári fyrirtækisins Hörpuútgáfan, sem fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir, sendir frá sér hvorki fleiri né færri en 16 bækur fyrir þessi jól að því er Bragi Þórðar- son, eigandi Hörpuútgáfunnar, tjáði Skagablaðinu. Af þessum 16 titlum eru 8 eftir höfunda úr Borgarfjarðarhéraði. í útgáfunni að þessu sinni kenn- ir ýmissa grasa en vafalítið vekur það athygli að á meðal bóka, sem át koma nú fyrir jólin, er ljóða- bók eftir Stefán Sigurkarlsson, lyfsala. Auk ljóðagerðar mun Stefán hafa fengist við bæði laga- smíðar og listmálun. Sannarlega fjölhæfur lyfsali það. Ljóðabækur skipa veglegan sess í útgáfu Hörpuútgáfunnar í ár og er óhætt að segja, að ekkert sé til sparað í þeim efnum. Fjórar ljóðabækur koma út á næstu vik- um þar af tvær eftir systkinin Guðnýju og Pétur Beinteinsbörn frá Grafardal. Þá endurútgefur Hörpuútgáfan bók þriðja systk- insins, Sveinbjarnar Beinteins- sonar. Á meðal nýjunga Hörpuútgáf- unnar í haust má nefna mat- reiðslubók, þá fyrstu frá útgáf- unni. Höfundur hennar er Mar- grét Þorvaldsdóttir en bókin er skreytt litmyndum eftir Magnús Hjörleifsson. Víkingur með fyrstu loonuna Víkingur AK-100 kom í gær með fyrstu loðnuna til Akraness, alls um 1100 tonn en skipið tekur fullhlaðið um 1350 lestir. Ástæðan fyrir því.að skipið kom til hafnar án þess að vera með fullfermi var sú, að bilun varð um borð í skipinu. Víkingur heldur aftur út um leið og viðgerð er lokið. Alþýðubandalagið hafnar sameiginlegu prófkjöri - Alþýðuflokkurinn telur ótímabært að taka ákvörðun um slíkt. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hlynntir. Alþýðubandalagið hefur hafnað þeirri tillögu Sjálfstæðismanna að efna til sameiginlegs prófkjörs stjórnmálaflokkanna eins og fyrir síðustu kosningar. Þá telur Alþýðuflokkurinn ekki tímabært að taka afstöðu til sameiginlegs prófkjörs. Aðeins Framsóknarflokkurinn hefur lýst sig hlynntan sameiginlegu prófkjöri og því er Ijóst að ekkert verður úr því fyrir næstu kosningar. „Ef á að efna til prófkjörs er eiginlegt en málið er bara það, að besta aðferðin að hafa það sam- prófkjör þjónar engum tilgangi,“ sagði Garðar Norðdal hjá Al- þýðubandalaginu. Sagði Garðar það stefnuna hjá Alþýðubanda- laginu að flokksmenn ákvæðu sjálfir hverjir færu í framboð fyrir flokkinn, ekki einhverjir utan hans. Böðvar Björgvinsson hjá Al- þýðuflokknum sagði sína menn álíta að ekki væri tímabært að taka afstöðu til sameiginlegs prófkjörs. Gallarnir á sameigin- legu prófkjöri væru að auki fleiri en kostirnir. Flokksmenn væru óbundnir af prófkjörum og há- værar raddir væru uppi um að flokksmenn einir ættu að ráða því hverjir færu í framboð fyrir Al- þýðuflokkinn. Bergmann Þorleifsson hjá Framsóknarflokknum sagði að ákveðið hefði verið að samþykkja sameiginlegt prófkjör og hefðu Sjálfstæðismönnum verið tilkynnt sú ákvörðun. Pálína Dúadóttir hjá Sjálf- stæðisflokknum hafði ekki fengið svör nema frá Framsókn og AI- þýðubandalagi er við höfðum samband við hana á mánudags- kvöld. Þótt Alþýðuflokkurinn ætti þá enn eftir að tilkynna afstöðu sína breytir það ekki þeirri staðreynd, að sameiginlegt prófkjör er úr sögunni að sinni. Bruna trygg ingar lækka Húsa- og íbúðareigendur á Akranesi og reyndar víðar á landinu fengu óvæntan glaðn- ing í vikunni þegar tilkynnt var að brunatryggingarið- gjöld myndu lækka allt að 70%. Þá var ennfremur til- kynnt að iðgjald af stein- og timburhúsum yrði hið sama. Þessi lækkun nær einvörð- ungu til þeirra byggðarlaga þar sem hitaveita er eða fjar- varmaveita. Lætur nærri að þessi ákvörðun spari hús- og íbúðareigendum á lands- byggðinni um 40 millj. króna. Lyfsalinn gef Tilraunírmed þuirsteypu vekja athygli mkfræðmga um landallt Lesendur • munið ókeypis smáauglýsingar Skagablaósinsí i

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.