Skagablaðið


Skagablaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 4
LAUFEY SKORAÐITVÖ í FYRSTA LEIK SÍNUM - kom inn á sem varamaöur í 7:2 sigri Bergisch Gladbach gegn Schalke 04 um helgina og sló í gegn „Þetta gekk bara vel hjá mér,“ sagði Laufey Sigurðardóttir, knattspyrnukempa, er Skagablaðið sló á þráðinn til hennar í Þýskalandi í fyrrakvöld eftir að hún hafði skorað tvö mörk í 7:2 sigri Bergisch Gladbach yfir Schalke 04 í vestur-þýsku 1. deildinni í kvennaknattspyrnu um helgina. Laufey kom inn á í hálfleik í leiknum og skoraði fyrsta mark liðs síns í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 2:0. Mark Laufeyjar var skorað með skalla eftir auka- spyrnu. Laufey var svo á ferð síðar í leiknum er hnn skoraði 6. mark Bergisch Gladbach. Hitasvækja „Þetta var dálítið erfitt því það var hitasvækja á meðan á leiknum stóð og algert logn. Veðrið hérna er ennþá alveg frábært," sagði Laufey, sem nú hefur komið sér fyrir í íbúð með tveimur öðrum stúlkum úr liðinu. Fjórum umferðum af 22 er nú lokið í 1. deildinni og hefur Berg- isch Gladbach hlotið 5 stig og er í 5. sæti í deildinni. Schalke 04 er í 7. sæti. Næsti leikur liðsins ereftir hálfan mánuð. „Ég er nú ekki búin að vera hér nema í 10 daga og finnst mig vanta dálítið úthald ennþá,“ sagði Laufey við okkur. „Æfingarnar hér eru mjög strangar en jafn- framt stórskemmtilegar. Við not- um boltann mjög mikið á æfingum og þær eru fjölbreyttar.“ — Áttu von á að vera í byrjun- arliðinu næst? „Ég veit ekki, en vonast til þess að vinna mér fast sæti í liðinu sem fyrst en maður verður bara að sýna þolinmæði.“ — Hvernig heldurðu að Skaga- liðið myndi standa sig þarna úti? „Ég held að það ætti að hafa alla burði til að spjara sig í deildinni. Sum liðanna hér eru reyndar býsna sterk.“ Layfey Sigurðardóttir. Myndirt er tekin þegar hún spjallaði við Skagablaðið áður en hún hélt utan. Hælt í Hvernig blöðum hefur þér verið Laufey við uppáhaldsiðju sína. Knötturinn á leið í net KA í sumar í 10:0 leiknum frœga. tekið? „Mjög vel en verst þykir mér að forráðamenn liðsins hafa verið að hæla mér í hástert í blöðunum að undanförnu. Það setur smá pressu á mann. T.d. var sagt fyrir leikinn um helgina, að ég myndi örugg- lega skora mark gegn Schalke 04. Það tókst reyndar en það er vont að fá svona skrif fyrirfram." —Ertu farin að vinna eitthvað? „Nei, en mér skilst að ég fái vinnu á næstu dögum hjá trygg- ingarfyrirtæki sem auglýsir á bún- ingum félagsins.“ — Hvernig gengur með þýsk- una? „Ja, svona og svona. Mér geng- ur þokkalega að skilja það sem við mig er sagt en hins vegar er ekki eins auðvelt að tjá sig. Ég skil aldrei orðabókina við mig og þeir eru farnir að hlæja að mér þess vegna. Annars fer ég fljót- lega í kvöldskóla í þýskunni og þá ætti þetta nú að fara að ganga betur.“ Björn Thoroddsen Pétur Grétarsson Bjarni Sveinbjörnsson Hörð keppni var í limbóinu. Haustleikur göngumannafélagsins Hlíöarenda: Fjörng keppni en ekki gallalaus Haustleikar Göngumannafélagsins Hlíðarenda voru haldnir sl. föstudag og tókust með miklum ágætum. Keppt var í mörgum greinum, t.d. kringlukasti, limbói, Þor-steini, stökki aftur á bak, kaffiþambi, ljósastauraklifri, túristahlaupi og sígarettusvælingum. Allar voru greinarnar innan „íþrótta-rammans" nema ef vera skyldi ljósastauraklifrið, sem Rafveitan hefur sennilega ekki verið neitt sérlega hrifin af, svo og hin fáránlega keppni t' vindlingareykingum. Það, að keppa í slíku, er hvorki Hlíðarenda né öðrum samboðið á þessum síðustu tímum, þar sem stöðugt er verið að hamra á skaðsemi reykinga. Þarna var skotið vel yfir þverslána. Átökin í kringlukastinu voru mikil. Góðir jassgestir Skagamenn fengu góða gesti sl. fimmtudag er þrír snjallir jassarar skemmtu gestum á Bárunni. Reyndar var fremur fámennt en þeir sem sátu og hlustuðu voru greinilega að hlusta. Þeir sem spiluðu voru Pétur Grétarsson/ trommur, Björn Thoroddsen/gít- ar og Bjarni Sveinbjörnsson/ bassi. Þessir kappar eru hver öðrum betri og fór ekki leynt að þarna voru á ferð menn sem kunna sitt fag. Árni tók meðfylgj- andi myndir á tónleikunum. 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.