Skagablaðið


Skagablaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 7
—segir Njörður Tryggvason, verkfræðingur, sem fylgst hefur með tilraunum Nú er farið að nota til vega- og gatnagerðar steypu, sem kölluð er þurrsteypa og það ekki að ófyrirsynju. Þessi þurrsteypa er eins og nafnið gefur til kynna miklu þurrari en venjuleg steypa og tilraunir með hana á vegum Sérsteypunnar, sameiginlegs fyrirtækis Sements- verksmiðju ríkisins og Járnblendiverksmiðjunnar, að undanförnu hafa gefið góða raun. Til þess að fá frekari fregnir af þessum tilraunum sneri Skagablaðið sér til Njarðar Tryggvasonar, verkfræðings, og innti hann nánar eftir tilraununum. „Þessi steypa er svipuð og venjuleg steypa nema að vatns- magnið í henni er ekki nema lítill hluti af því sem annars fer í venjulega steypu,“ sagði Njörður. „Vatnið gegnir þeim tilgangi ein- um í þurrsteypunni að líma saman sementið, mölina og sandinn. Ekki er hægt að flytja þessa steypu í venjulegum steypubílum heldur þarf að nota vörubíla til flutninganna", sagði hann enn- fremur. Tilraunir Tilraunir voru gerðar fyrir skemmstu með þessa þurrsteypu á plani fyrir framan Rafveitu Akraness og eins á lóð Sements- verksmiðjunnar, bæði hér á Akranesi og í Reykjavík. Takist tilraunin hjá Rafveitunni vel, svo sem allt bendir til, mun hún greiða mestallan kostnað við hana og vill Njörður koma á framfæri þakklæti til Rafveitunnar fyrir að taka þátt í tilrauninni. Á plani SR í Ártúnshöfðanum var sú aðferð viðhöfð að leggja 10-12 sm undir- lag og síðan 6-8 sm yfirlag þar ofan á með malbiksvélum. Að sögn Njarðar er þessi steypa mun sterkari en venjuleg steypa og útlögn hennar mun ódýrari vegna þess að allur mótauppslátt- ur sparast. Bandarískar rann- sóknir sýna, að þekjur steyptar úr þurrsteypu eru mun sterkari en þekjur úr blautsteypu, sérstak- lega hvað beygutogþol snertir og er álitið að þess vegna megi spara 20-30% í þykkt steypunnar. Tvær aðferðir eru viðhafðar við lagningu þurrsteypunnar, veghef- ilsaðferðin og malbiksútlagning- araðferðin. Við veghefilsaðferð- ina er steypunni sturtað í hrauk, sem veghefill jafnar út, en í asfaltaðferinni eru sömu vinnu- brögð og við lagningu malbiks viðhöfð og notaðir sambærilegar vélar. Malbiksútlagningaraðferð- in var viðhöfð í Ártúnshöfðanum og tókst mjög vel. Fjöldi verk- fræðinga fylgdist með hvernig til tókst. Með malbiksútlagningar- aðferðinni forþjappast steypan betur og þá gefur það enn betri raun að leggja tvö steypulög hvort ofan á annað. Þekkt úti í heimi Báðar þessar aðferðir eru þekktar víða úti í heimi, m.a. í Noregi, Danmörku, Þýskalandi, Englandi og Bandaríkjunum og í Þýskalandi er fyrirtæki sem endurbætt hefur malbiksútlagn- ingarvélina með tilliti til útlagn- ingar þurrsteypu. Njörður sagði ennfremur að þróunin væri víðast hvar úr asfalti (malbiki) yfir í steypu. Þar kæmi til að steypan í dag væri sterkari en hún hefði áður verið og einnig hitt að malbikið hefði hækkað töluvert. Erlendis er það enn- fremur talið stórlega orkuspar- andi að leggja steypu því mikil orka fari í að þurrka og hita fylliefni og asfaltið áður en það er lagt. Mjög góðar upplýsingar liggja fyrir um steyptar götur hér á Akranesi. Þær elstu eru um 25 ára gamlar og hafa aldrei þurft nokk- urt viðhald. Þar talar steypan skýru máli um endinguna umfram malbik. Njörður sagði að þessa dagana væri verið að kanna hvort e.t.v. væri möguleiki á að steypa slitlag í jarðgöngin að Blönduvirkjun með þurrsteypu og sömuleiðis væri verið að vinna að endurbót- um á gömlu götusteypuaðferð- inni. S.l. vetur voru könnuð kaup á stórvirkum blautsteypuútlagn- ingarvélum í samstarfi við nokkra verktaka, en dæmið var það stórt að ekki þótti fært að ráðast í það nema stór og örugg verkefni væru fyrir hendi. Gjörbylting Auk þessara stórmerku til- rauna Sérsteypunnar sf. með þurrsteypuna er unnið að tilraun- um með trefjasteypuviðgerðar- efni, nýjar tegundir múrhúðunar ásamt tilraunum með einingar úr trefjasteypu fyrir fiskeldiker. „Það má segja, að gjörbylting hafi orðið í þróun steinsteypu síðustu árin, enda er hún tekin að sækja inn á svið þar sem önnur efni hafa mikið verið notuð og má þar nefna asfalt, plastefni, timbur og jafnvel málma. Markmið Sér- steypunnar er að fylgjast með og taka þátt í þessari framrþróun og sjá til að hún geti orðið íslensku atvinnulífi til framdráttar," sagði Njörður Tryggvason, verk- fræðingur, í lokin. Þurrsteypa frá Sérsteypunni vekur athygli verkfræðinga víða um land: „Bylting í þróun stein- steypu á síðustu árum“ Eins og kemur fram í greininni hér í opnunni eru tvær aðferðir notaðar við þurrsteypuna. Önnur sést á myndunum hér vinstra megin íopnunniog kallast „veghefilsaðferðin". Pá ersteypunni jafnað út með hefli, hún síðan vökvuðog völtuð. Pessi mynd hefur sögulegt gildi því hún er frá þeim tíma er ein af fystu götum bæjarins var steypt. Bakgrunnurinn gefur til kynna hvar myndin er tekin og hún sýnir sömuleiðis vel þœr aðferðir sem beitt var. Myndin er yfir 20 ára gömul. i Pessar myndir hér hœgra megin í opnunni sýna „asfalt“-aðferðina í þurrsteypunni. Steypan er þá lögð með malbikunarvélum, og síðan bleytt og völtuð. Takið eftir því að hœgt er að ganga á steypunni, svo hörð er hún strax við lagningu. 6 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.