Skagablaðið


Skagablaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 9
Allt um slátur í Skagablaðinu - fyrri hluti: Þjóðtegur siður enn íhávegum hafður víða Eflaust eru landsmenn sammála um að fá búbót jafnast á við haustmatinn. Ekki aðeins er hann hollur heldur líka mjög ódýr. Auk þess er lærdómsríkt fyrir þá, sem aldrei fyrr hafa lagt út í sláturgerð, að fást við slíkt í fyrsta sinni. Þrátt fyrir að sláturgerð eigi minni vin- sældum að fagna hjá yngra fólkinu nú en oft áður — m.a. vegna breyttra lifnaðarhátta og þar með mataræðis — skipta þeir þó þús- undum landsmennirnir sem við- halda þeim þjóðlega sið að taka slátur á hverju hausti. Innyfli og blóð innihalda miklu meira af nauðsynlegum steinefnum og vítamínum en venjulegt kjöt auk fullgildra eggjahvítusam- banda. Blóðið er sérlega járninni- haldsríkt og það er lifrin reyndar líka. Lifrin inniheldur að auki dagsþörf barna og fullorðinna af A- og flestum B-vítamínum (ath! 100 gramma skammtur). Að öðru leyti er vísað til heillar síðu greinar um lifur og lifrar- uppskriftir, annars staðar í þessum bæklingi. Hvað er slátur? En hvað á fólk að fá þegar það kaupir heilt dilkaslátur? Sam- kvæmt reglugerð frá 1977 skal það vera svo: „3A 1 blóðs án umbúða, haus, hornstýfður og vel sviðinn, lifur, hjarta, nýru, vömb, keppur, vinstur, hálsæðar, þind og 1 kg af mör. Vömb, keppur og vinstur skal vera vel gortæmt og skolað.“ Uppreisnin á Bounty Sýnd í kvöld, annað kvöld og föstudag kl. 21. Hernaðar- leyndarmál Sýnd á föstudag og sunnudag kl. 23.15 Síðasti drekinn Sýnd á sunnudag kl. 21. Hausarnir eru soðnir og borðað- ir nýir eða þá að búin er til úr þeim sulta. Eru þeir þá soðnir heldur lengur, en ef þeir eru borðaðir nýir, í u.þ.b. l-l]/2 klst. eða þar til beinin losna frá kjötinu, sem sxðan er raðað í mót og soði hellt yfir. Látið standa yfir nótt. Sultan er ýmist borðuð ný eða súrsuð í skyrmysu ásamt blóðmör. Rannsóknir sýna að næringar- gildi skyrmysu er slíkt að nauðsyn- legt er að fullnýta hana til manneld- is. Jafnframt er Ijóst að skyrmysan er afar holl en fer í dag að mestu leyti til spillis. Þyrfti að gera veru- legt átak í því skyni að auka nýtingu hennar í nýjum afurðum til manneldis. Þetta er sérlega mikilvægt því að í skyr- mysu eru nokkur næringarefni, sem eru af skornum skammti í fæði íslendinga, sér í lagi í fæði barna og unglinga. Barnasýning Svartskeggur á sunnudag kl. 16 Akurnesingar - Nærsveitir Ávallt nýr fiskur á boðstólum. Fiskbúðin Nesver við Stillholt • Sími 2447 AKRANESKAUPSTAÐUR Okkur vantar starfsmenn Hefur þú áhuga á að vinna með ungl- ingum í frítíma þínum? Um er að ræða dyravörslu eða starf í diskó- teki eðasem leiðbeinandi í félagslífi. Hafirðu áhuga hafðu samband við Elís Þór eða Steinunni í Arnardal og athugaðu hvort okkar hugmyndir geta ekki farið saman. Æskulýðsnefnd Fjörið verður á Hótelinu Báran fimmtudagskvöld 3. október. Loksins Hálft í hvoru Mætið tímanlega Föstudagskvöld 4. október Hið sívinsæla diskótek Fyrir ungasem aldna Laugardagskvöld 5. október Hin bráðskemmtilega hljómsveit Ópera skemmtir gestum okkarfrá kl. 23 til 03. Verið velkomin Góða skemmtun Til sölu Datsun dísel árgerð 1971 svartur að lit. Ekki ýkja fallegur en með góðri vél keyrðri milli 40-50 þúsund. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 1748. Til sölu 450 lítra Gram frysti- kista. Upplýsingar í síma 1604. Óska eftir notuðu tvíhjóli 16 eða 18 tommu. Til sölu á samastað bastgardínur, lítið notaðar, 90,140 og 180 cm breiðar. Upplýsingar í síma 2721. Til sölu 120 lítra fiskabúr með öllum fylgihlutum. Selst á 5000 kr. kostar nýtt með öllum fylgihlutum um 9000 kr. Uppl. í síma 1148. Get tekið barn í pössun, hálfan eða allan daginn. Hef leyfi. Uppl. í síma 2576 (Helga). Ung svört læða er í óskilum að Melteig 6. Uppl. I sima 1148. Bráðvantar ódýrt svart/hvítt sjónvarp. Uppl. á kvöldin í síma 1738 (Guðrún). Til sölu notaðar innihurðir. Uppl. í síma 1365. Til sölu enskur Linguaphone á 4 spólum ásamt 4 bókum. Uppl. í síma 2125. Til sölu rauðstjörnótt hryssa. 5 vetra, hálf tamin. Uppl. í síma 1975. Fundist hefur fyrir 3-4 vikum síðan, á Langasandi, svartur leðurlíkisjakki á 6-8 ára. Uppl. í síma 2186. Til sölu burðarrúm, rimlarúm með dýnu, bílstóll, hókus- pókus stóll, taubarnastóll og bakpoki til að bera börn. Uppl. í síma 1819. Til sölu barnavagn, góður svalavagn. Selstódýrt. Uppl. í síma 1994. Til sölu er einbýlishús á Akranesi, á besta stað í bænum. Uppl. í síma 2094 eftir kl. 18. Óskum eftir svarthvítu sjón- varpi, einnig vantar okkur leikjatölvur. Þeir sem hafa áhuga látið vita í Arnardal sem fyrst. Sími 2785. Hljómtæki til sölu. Pioneer útvarp TX-608 og segulband CT-1650, J VC magnari A-X2 innb. 5 banda Equalizer. PL- 15 plötuspilari fylgir með i kaupbæti. Uppl. ísíma 1836 allan daginn. 9

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.