Skagablaðið - 09.10.1985, Page 1

Skagablaðið - 09.10.1985, Page 1
200 ökumenn stö vaðir í skyndikönnun lögreglunnar - tveir teknir grunaiir um meinta ölvun við akstur í könnuninni á föstudagskvöld Um 200 ökumenn á Akranesi í hverjum einasta mánuði á þessu Undanfarið hafa verið mikil síðustu helgi. Þá var og mun voru stöðvaðir af lögreglunni ári samanborið við sömu mánuði ólæti á götum úti hér í bænum um minna um glerbrot á götum en seint á föstudagskvöld í skyndi- í fyrra. helgar en lítið bar á slíkum um verið hefur undanfarnar helgar. könnun. Aðeins tveir voru teknir við meinta ölvun við akstur og þykir það ekki hátt hlutfall miðað við fjöldann sem stöðvaður var. Að sögn Svans Geirdals, yfir- lögregluþjóns, heppnaðist þessi skyndikönnun mjög vel. Menn voru spurðir um ökuskírteini sitt og kannað t.d. hvort bílar höfðu farið í ljósaskoðun en hana á að vera búið að framkvæma í síðasta lagi 31. október næstkomandi. Arekstrar í septembermánuði urðu 11 þetta árið en 13rí fyrra. Þar með hefur árekstrum fækkað hiarta- Gáfu Fagna aldar- Á þessu ári er liðin heil öld frá því Akraneshreppi, sem þá hét, var skipt í Innri og Ytri-Akranes- hrepp. Þegar Akranes fékk svo kaupstaðarréttindi lagðist Ytri- Akraneshreppur niður.Hreppsbú- ar minnast þessarra tímamóta, þ.e. aldarafmælis Innri-Akranes- hrepps, með samkomu í Miðgarði sunnudaginn 3. nóvember næst- komandi. í stuttu spjalli við Anton Otte- sen, oddvita hreppsins, kom fram að undirbúningur væri þegar haf- inn og í undirbúningsnefndinni væru auk sín þau Ragnheiður Guðmudnsdóttir á Asfelli og Fanney Sigurgeirsdóttir á Völlum. Hreppsbúar hafa í sumar unnið ötullega að stækkun Miðgarðs í sjálfboðavinnu og sagði Anton samkomuhúsið hafa verið stækk- að um 110 fermetra. Verkið hefði gengið eins og í sögu og væri búið að steypa upp veggi. Á næsta ári er ráðgert að gefa út sögu hreppsins. Verða í henni m.a. rifjaðir upp merkisatburðir á liðnum öldum. stuð- tæki Kvenfélag Akraness afhenti Sjúkrahúsi Akraness hjartastuð- tæki að gjöf á mánudagskvöld. Kvenfélagskonur haf aflað fjár til þessara tækjakaupa með rekstri verslunar í anddyri Sjúkra- húss Akraness. Öll vinna þar er innt af hendi endurgjaldslaust. Tækið, sem afhent var, kostar um 400 þúsund krónur en aðflutn- ingsgjöld voru felld niður. Ríkharður Jónsson, formaður stjórnar SA, veitti tækinu viðtöku fyrir hönd sjúkrahússins en Þórdís Björnsdóttir afhenti það fyrir hönd kvenfélagskvennanna. Þakkaði Ríkharður höfðinglega gjöf og kvaðst vonast til þess að þetta yrði ekki í síðasta sinn sem sjúkrahúsið ætti eftir að njóta góðs af gjöfum Kvenfélags Akra- ness. Meðfylgjandi mynd var tekin á mánudagskvöld og sýnir alla við- stadda við hjartastuðtækið. IA vill halda heimilis- og iðnsýningu hér næsta vor - „Mikill áhugi á meöal þeirra, sem hafa svarað kynningarbréfisegir Magnús Oddsson „Hygmynd okkar er að koma upp heimilis- og iðnsýningu hér á Akranesi, helst í vor,“ sagði Magnús Oddsson, formaður ÍA, er Skagablaðið ræddi við hann í vikunni og innti eftir því hvort rétt væri að umrædd sýning stæði e.t.v. fyrir dyrum hér í bæ. Sagði Magnús að þegar hefðu ús að enn vantaði upplýsingar og verið send út bréf með fyrir- spurnum til fyrirtækja, m.a. með tilliti til þess hvaða tími hentaði best undir slíka sýningu. Af þeim svörum sem þegar hefðu borist mætti glöggt ráða, að menn teldu vorið hentugasta tímann. Af svörunum mætti einnig ráða að mikill áhugi virtist hjá fyrirtækjunum. Þótt svör hafi nú þegar borist frá nokkrum aðilum sagði Magn- svör frá fjöldamörgum af þeim sem fengið hefðu bréf og ekki væri hægt að taka endanlega ákvörðun fyrr en þau lægju fyrir. Væri ákaflega brýnt að fá svör hið fyrsta ef takast ætti að hleypa þessu af stokkunum. Svipuð sýning var haldin í Gagnfræðaskólanum, sem svo hét þá en er nú hluti Fjölbrauta- skóla Akraness, árið 1974, en núna myndi sýningin verða í íþróttahúsinu enda hentaði það á allan hátt betur, m.a.væru til sérstakir básar sem gott væri að nota. „Við erum búnir að kynna þetta fyrir mörgum fyrirtækjum og félögum og nú er bara spurn- ing um áhuga, hvort af þessu verðureðaekki,“ sagði Magnús. Skagablaðið tekur undir með Magnúsi og efast ekki um að sýning af þessu tagi myndi verða bænum, sem og öllu atvinnulífi innan hans, til framdráttar. Ekki aðeins yrði þetta góð kynning fyrir þá starfsemi sem fer fram innan bæjarmarkanna — að sjálfsögðu að því gefnu að vel yrði staðið að dreifingu frétta og upplýsinga — heldur ætti sýning sem þessi að geta laðað að þúsundir utanbæjarmanna. Ut úr öllu ætti svo að koma heljar- mikil og góð auglýsing fyrir Akranes og uppreisn æru að auki að Borgnesingar skutu okk- ur ærlega ref fyrir rass með þátttöku sinni á sýningunni Heimilið ’84 í fyrra. Án þess verið sé að varpa rýrð á fram- leiðslu vina okkar í Borgarnesi leikur vart nokkur vafi á að Akranes hefur upp á miklu fleira að bjóða. Lesendur * munid ókeypis smáauglysingar Skagabladsins! i

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.