Skagablaðið


Skagablaðið - 09.10.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 09.10.1985, Blaðsíða 5
Söfnuöu fyrir RKI Alltaf eru haldnar hlutaveltur á vegum barna í bænum með reglulegu millibili og nær allar með því markmiði að styrkja eitthvert þarft framtak. Þær Jónella Sigurjónsdóttir (til vinstri á mynd) og Anna Gísladóttir söfnuðu um daginn 700 krónum með því að efna til hlutaveltu og gáfu peningana til Rauða kross íslands. Könnun í 6., 7. og 8. bekk grunnskóla á döfinni: „Sjáðu Jón, heldurðu aðhannsé ekki að mynda okkur, “ gœti Pröstur Stefánsson, fyrrum formaður ÍA, verið að segja við Jón Runólfsson, þar sem þeir eru að vinna við mótin á íþróttahúsi ÍA. íþróttahús ÍA rís af grunni: Framkvæmdum haldió áfram Það varð ekki langt hlé á sjálfboðavinnunni hjá ÍA. Þegar haustáfanganum lauk í grunni nýja íþróttahússins. Haustáfanginn fólst í að Ijúka við jarðvegsvinnu og steypa sökkla neðan gólfplötu eins og við höfum áður greint frá. Þessum áfanga var lokið á fjórum vikum. Nú hafa forráðamenn f A sett sér það markmið að steypa upp veggina á báðum göflum hússins, þ.e.a.s. þann hluta þeirra sem verða steyptir, en það er í um tveggja metra hæð yfir gólfplötu. Við hvetjum félaga ÍA og stuðningsmenn til dáða á þessum vettvangi sem öðrum. Sjálfboðavinnan heldur áfram daglega frá klukkan 17-21 og um helgar frá kl. 10-16. Sérstaklega viljum við hvetja hina eldri til að rétta hér hjálparhönd. Með þessu móti verða æskunni sköpuð skilyrði til áhugaverðra og hollra verkefna. Vetrarstarf málfreyju- deildarinnar Aspar hafiö Starfsemi Málfreyjudeildarinnar Aspar á Akranesi hófst að nýju í daginn 15. október og hefst kl. byrjun september eftir sumarhlé. Eru fundir haldnir 1. og 3. þriðjudag 20.30. Er fundurinn sérstaklega í hverjum mánuði og fara fram í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. ætlaður gestum. Málfreyjur bjóða alla þá, sem áhuga hafa á að Eins og áður hefur komið fram Næsti fundur Aspar verður kynna sér starfsemi deildarinnar, í Skagablaðinu þegar starfsemi haldinn eftir tæpa viku, þriðju- velkomna. Aspar var tíunduð eru málfreyju- samtökin alþjóðleg og hafa það að markmiði að hjálpa fólki að þjálfa sig í tjáskiptum og auka hæfni meðlima, bæði sem ræðu- manna og hlustenda, og að öðlast þroska með uppbyggingu sjálfs- trausts. Hverri deild er ekki ætlað að hafa fleiri en 30 meðlimi en í Ösp eru félagarnir ekki nema 21 þann- ig að enn er rúm fyrir nokkra í viðbót. Nóg aðgera hjá Þ&E Atvinnuástand hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hefur verið mjög gott í sumar og haust og er allt útlit að svo verði fram að áramótum að því er Jósep Þorgeirsson forstjóri Þ&E, tjáði Skagablaðinu. Aðallega hefur verið unnin viðgerðarvinna í sumar og haust samfara breytingum á skipum en að sögn Jóseps er ekki fyllilega ljóst hvernig unnið verður að öflun verkefna eftir áramót. Hvað vilja unglingamir gera sér til afþreyingar? í kjölfar óánægju unglinga í 6.-8. bekkjum grunnskólanna hér á Skaga hefur verið ákveðið að efna til könnunar á meðal nemenda í þessum aldurshópi til þess að fá úr því skorið hvað það er sem þau helst vilja. Sambærileg könnun var gerð Léleg laun flokkS' stjóra Flokksstjórar Vinnuskólans í Arnardal virðast illa launaðir í samanburði við kollega sína í öðrum byggðarlögum. Þetta kom m.a. fram á fundi, sem Æskulýðs- nefnd hélt í Munaðarnesi um mánaðamótin. Þar kom m.a. í ljós þegar bornar voru saman tölur að flokksstjórar hér á Akranesi fá laun samkvæmt 12. flokki en annars staðar eru laun flokks- stjóra greidd eftir 14.-17. launa- flokki. Mikill munur þarna og ekki eru þeir neitt verri flokks- stjórarnir hér en annars staðar ef að líkum lætur. Laun unglinga í Vinnuskólan- um eru hins vegar mjög sambæri- leg við það sem gerist annars staðar. ^eturinn 1977-1978 og í kjölfar hennar varð Arnardalur til og stefna í æskulýðsmálum mótuð. Könnunin, sem nú verður gerð, verður höfð til hliðsjónar við framtíðaráætlanir f æskulýðs- málum bæjarins. Það er Æskulýðsnefnd bæjar- ins í samvinnu við grunnskólána, sem stendur fyrir könnuninni og er vonast til þess að hún geti leitt í ljós hvað það raunverulega er, sem unglingarnir vilja. P.S. Það var ekki verið að spyrja einn eða neinn um hvað hann vildi í þessum málum þegar ég var á þessum aldri. SSv. Samvinna nokkmra nemenda Brekkubæjarskóla: Héldu hlutaveltu til ágóia fyrir skólam Eins og mátti lesa í smáauglýs- ingum Skagablaðsins fyrir skemmstu — þið vitið, þessum sem eru ókeypis — var haldin hlutavelta til ágóða fyrir Brekku- bæjarskóla í bílskúmum að Vest- urgötu 160 um sl. helgi. Ekki þurfti að kvarta undan undirtektunum því allir munirnir seldust upp á skömmum tíma og nam hagnaðurinn tæplega 1430 krónum, sem renna munu til skólans. Þau sem stóðu að hlutaveltunni eru eftirtalin: Eiríkur Jónsson (lengst til hægri á mynd), Elva Björk Magnúsdóttir, Bergný Dögg Sófusdóttir.(lengst til vinstri á mynd), Jón Frímann, Einar Már Þorvarðarson og Sigríður V íðis Jónsdóttir (í miðið á mynd). 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.