Skagablaðið


Skagablaðið - 09.10.1985, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 09.10.1985, Blaðsíða 6
Hvort London á þann heiður skilið að teljast nafli alheimsins er álitamál. En víst er að borgin sú hefur um aldaraðir verið miðstöð menningar, þjónustu og viðskipta um heim allan og er reyndar enn á ýmsum sviðum. I London er eiginlega allt að fínna sem hugsast getur. Ys og þys stórborgarinnar, sérkennileg og róleg íbúðarhverfí, glæsilegar hótelbyggingar, urmul veitingastaða, sögulegar minjar og víðáttu- mikil útivistarsvæði þar sem auðvelt er að gleyma því að þú ert staddur inni í miðri stórborg. London er sannarlega alþjóðleg borg því þar má fínna fulltrúa frá öllum þjóðum heims og eru innflytjendur orðnir mjög áberandi. Hinn upprunalegi Lundúnabúi lætur þetta þó lítið á sig fá og heldur fast í forna siði og hefðir. íbúar borgarinnar eru upp til hópa afar fágaðir og kursteisir, hjálpsamir og gefa sér góðan tíma til að sinna ferðamönnum. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í skemmt- analífinu. A hverjum degi eru í gangi markverðar sýningar ýmist í leikhúsum eða kvikmyndahús- um og tónlist skipar verðugan sess í menningarlífi borgarinnar. Skemmtistaðir eru margir og fjölbreytilegir. Englendingar halda fast í klúbbhefðirnar og víðast hvar er aðgangur miðaður við að þú sért meðlimur í við- komandi klúbb. Aðrir geta þó keypt sér tímabundna aðild sem gildir þá aðeins eitt kvöld. Þetta gildir oftast aðeins fyrir útlend- inga. Boðið er upp á fjölmargar skoðunarferðir um London og nágrenni. Upplýsingar um slíkt er að fá á hverju hóteli og er verði yfirleitt stillt íhóf. Ferðirn- ar geta varað allt frá tveimur klukkustundum upp í heilan dag. Á þennan hátt er til dæmis hægt að skoða ýmsar sögulegar minjar, kirkjur, söfn, hallir og fleira. Heathrow-flugvöllur Þegar flogið er héðan frá ís- landi til London er lent á Heat- hrow-flugvelli. Hann er í um 25 km fjarlægð vestur af miðborg London og er með stærstu og fjölförnustu flugvöllum heims. Um ferðir til og frá Heathrow er þetta helst að segja. Hægt er að velja milli þess að taka leigu- bíl, neðanjarðarlest eða rútu. Leigubílar bíða venjulega utan við bygginguna í röðum, en á mestu annatímum getur þú þurft að bíða allt upp í 45 mínútur. Leigubíll inn í miðborgina kost- ar 12—15 pund, sem er ekki svo slæmt ef margir eru saman, en drjúgur skildingur fyrir einn. Kosturinn við að taka leigubíl er sá að hann flytur þig alveg heim að dyrum hótelsins. Þjórfé skal vera ca. 10% af fargjaldi en ívið meira ef bílstjórinn ber farang- urinn til og frá bílnum. Annar vinsæll ferðamáti er að taka neðanjarðarlestina (under- ground) sem gengur alla leið út á flugvöllinn. Reyndar má sjá merki um leið og komið ér út úr flugstöðvarbyggingunni og ligg- ur þar rúllustigi niður á lestar- stöðina. Far með neðanjarðar- lest inn í London kostar 1 pund og 90 pence og tekur ferðin um 45 mínútur. ÞaðerPicadilly-lest- in sem gengur út á Heathrow. Skrifstofur Flugleiða hf. í London Flugleiðir hafa tvær skrifstofur í London. Aðalskrifstofan er við Grosvenor Street (framb. Gro- venor) nr. 73. Þetta er inni í miðju Mayfair-hverfinu í hjarta borgarinnar. Þar er opið mánu- daga til föstudaga kl. 9.00-17.30 og veitt öll almenn þjónusta við farþega, svo sem bókanir, útgáfa og breytingar á farseðlum o.s.frv. Ennfremur er starfsfólk Flugleiða boðið og búið til að aðstoða ferðamenn í hvívetna, en oftast er þó nærtækara að leita upplýsinga heima á hóteli um það sem vantar. Síminn á aðal- skrifstofunni er 499-9971. Önnur skrifstofa er svo úti á Heathrow- flugvelli á þriðju hæðinni. Þar ei einnig opið alla daga (nema laugardaga) frá kl. 9.00-17.00. Ennfremur hafa Flugleiðir nú sett upp afgreiðsluborð í far- þegasalnum á flugveilinum þar sem opið er í þrjár klukkustundir fyrir hverja brottför. Þetta af- greiðsluborð er annað í röðinni frá vinstri hönd þegar komið er út úr tollskoðun. Síminn á skrif- stofu Flugleiða á Heathrow er 759-7051. Forstöðumaður Flug- leiða í London er Jóhann Sig- urðsson. Hótel og önnur gisting Ferðaiðnaður er ein stærsta 4 Helgar- og vikuferðir Flugleiða til heimsborgarinnar æ vinsælli -k Óhemju framboð af listaviðburðum að ógleymdri knattspymunni -k Fjölbreyttar verslanir og hagstætt vömverð laða fjöldann að * Þægilegt viðmót, ómótstæðilegir „pöbbar" og hótel í öllum verðfl. inn vill oftar verða sá að velja úr öllu framboðinu, en að finna það sem vantar. Flestir þekkja Oxford Street þar sem finna má allar helstu stórverslanir Bretlands svo sem Marks & Spencer, Selfridges, Debenhams og C & A. Auk þeirra er urmull af minni versl- unum, mörgum hverjum stór- skemmtilegum og ekki spillir verðið fyrir. Þarna eru fataversl- anir yfirgnæfandi auk margra ágætra skóverslana og fleira. Út frá Oxford Street liggja svo tvær glæsilegar verslunargötur, Reg- ent Street og Bond Street. Þar er að finna til dæmis. útibú frá mörgum helstu tískuhúsum heims og eins og gefur að skilja er verðlagið oft eftir því. Regent Street liggur niður að Piccadilly Circus og þaðan í vesturátt er Piccadilly strætið. Þarna eru einnig margar góðar verslanir, til dæmis ein þekkt stórverslun Fortnun & Mason. Út frá Picca- dilly liggja svo tvær skemmtilegar atvinnugrein Breta og því er ekki skortur á hótelrými í London. Hægt er að velja um margs konar gistiaðstöðu og verði eru ákaflega mismun- andi. I miðborginni er gistingin yfirleitt dýrust, en lækkar svo eftir því sem fjær dregur. Bed and breakfast er notað yfir litla ódýra gististaði, sem einnig bjóða morgunverð. Verð fyrir tveggja manna herbergi getur verið allt niður í 10 pund og jafnvel enn lægra í sumum tilfell- um. Algengt verð fyrir tveggja manna herbergi á ódýrari hótel- um er 20 pund en getur þó farið allt niður í 13-15 pund. Á flestum hótelum, jafnvel þeim ódýrari eru herbergin með baði, en að- búnaður er mjög misjafn. Stærri og dýrari hótel bjóða ekki aðeins upp á góðar vistarverur, heldur er yfirleitt í þeim margs konar þjónusta svo sem verslanir, veit- ingastaðir, hárgreiðslustofur o.fl. Verð á slíkum hótelum getur verið allt frá 40 upp í 120 pund fyrir tveggja manna her- bergi. Nokkur munur er á verði sumar og vetur, en þó ekki afgerandi. Færst hefur í vöxt að leigðar séu út litlar íbúðir, marg- ar mjög skemmtilegar. fslenskir ferðamenn eru mjög vinsælir á hótelum í London því einhverra hluta vegna dvelja þeir meira inni á hótelunum og eyða meiru þar innan dyra, heldur en gengur og gerist um ferðamenn almennt. Af þessum sökum hef- ur Flugleiðum tekist að ná sér- lega hagstæðum samningum við mörg ágæt hótel í London. Þau eru eftirfarandi: Chesterfield, Park Lane, Clifton Ford, Picca- dilly, Mount Royal, Forum Penta, Kennedy, Y og Royal National. Verð á tveggja manna her- bergi á þessum hótelum er frá 20 og upp í 70 pund. Þetta verð er töluvert undir almennu verðlagi hótelanna. Ógrynnin öll af veitingastöðum Óvíða er jafnmikið framboð af veitingastöðum af öllum gerð- um og í London. Hægt er að komast af með ótrúlega litlar upphæðir í mat og drykk, en einnig er fátt auðveldara en að eyða óhemju fúlgum í slíka þjón- ustu. Morgunverður er víðast hvar innifalinn í verði hótela. Þarf því varla að huga að frekari matarút- gjöldum fyrr en um hádegisbil. J Þá er upplagt að fara á einhvern hinna ódýru skyndibitastaða sem bjóða upp á gamalkunnuga rétti eins og hamborgara, kjúklinga, pizzur og þess háttar. Enn meira spennandi er þó að heimsækja „pubana“ í hádeginu. þar er oft hægt að velja úr ljúffengum réttum á mjög svo hóflegu verði. Góð máltíð kostar oft ekki nema 1 '/2 til 2 pund og hálfpottur af bjór nálægt 80 pence. Állmargir leggja leið sína á steikhúsin svonefndu. Þar má fá hina ágæt- ustu máltíð fyrir4-7 pund. Þegar kvölda tekur taka margir litla, ítalska, indverska eða kínverska sataði fram yfir steikhúsin fyrr- nefndu. Á mörgum slíkum stöð- um geta tveir þó hæglega komist af með 10-15 pund fyrir góða máltíð, en ófáir eru þó í hærra verðflokki. Algengast verð fyrir tvo er á bilinu 15-25 pund og er þá vín innifalið. Hæglega má þó eyða meiru eins og flestir kann- ast við. Að versla í London Það er tvímælalaust mjög hag- stætt að versla í London um þessar mundir. Vörur sem fram- leiddar eru í Bretlandi hafa lækkað verulega í verði, auk þess sem gengi pundsins er til- tölulega skaplegt. Og ekki vant- ar úrvalið. Mesti höfuðverkur- Ölstofur Bretanna eru fáu líkar — það vita þeir, sem hafa heimsótt þœr. Pessi er gamalgróin, Lamb and flag í Soho, göngugötur, Piccadilly Arcade og Burlington Arcade. í báðum þess- um götum úir og grúir af skcmmti- legum smáverslunum. Úti í Knightsbridge er þó hin frægasta af öllum stórverslunum borgarinnar, Harrods. Sannkall- aður ævintýraheimur á fimm hæðum, þar sem hæglega má eyða heilu dögunum við að skoða og versla ef fjárráðin leyfa. í nágrenninu er mikið af þekktum verslunum en verð í þeim flestum, er talsvert hærra en gerist t.d. á Oxford Street. Þá er enn eftir að minnast á eina verslunarmiðstöð sem reyndar er tiltölulega ný. Það er Covent Garden. Þar er nú búið að endurreisa hið aldagamla mark- aðssvæði sem hýsti frægan græn- metismarkað Lundúna um aldaraðir. Kjarninn byggist upp á yfirbyggðum húsum sem hýsa margar frábærar smáverslanir, markaði og veitingastaði. Úti fyrir iðar svo mannlífið með alls- kyns uppákomum, enda er hverfi þetta orðið að nýju aðal- samverustaður listamanna, rit- höfunda og leikhúsfólks. Sann- arlega þess virði að heimsækja og þarna eru verslanir opnar alla virka daga til kl. 20. Útimarkaðir hafa Iöngum verið ómissandi hluti af Lúndúna- borg. Flestir þekkja Petti- coat Lane, þar sem hægt er að versla og prútta fram eftir degi á hverjum sunnudegi. Á Porto- bello Road má einnig oft gera góð kaup á gömlum munum. Þar er opið alla virka daga, auk laugardaga. I hjarta Soho er svo enn einn markaður, Berwick Street Market, sem á sér orðið 200 ára gamla sögu. Einnig er þar opið alla daga nema sunnu- daga. Skemmtanir Enginn ætti að geta látið sér leiðast í London hvort sem dval- ið er lengur eða skemur. Fram- boð á margs konar skemmtunum er gífurlegt og hlýtur að geta talist við allra hæfi.- Það líður venjulega ekki lang- ur tími frá því að nýjar kvik- myndir eru frumsýndar, þar til þær eru komnar á tjaldið í London. Ef myndirnar eru glæ- nýjar er vissara að kaupa sér miða fyrirfram, annars ætti að vera nóg að mæta tímanlega á staðinn. Söngleikir hafa löngum verið vinsælir í leikhúsum Lundúna- Frá einhverri stœrstu verslunar götu Evrópu, Oxford Street. borgar. Sá sem slær í gegn þessa dagana er Cats, sem sýndur er í New London Theatre. Evita er enn í gangi í Prince Edward Theatre og í London Palladium leikur Tommy Steele listir sínar í hinum gamalkunna söngleik „Singing’ in the rain“. Fleiri mætti nefna, svo sem Fiðlarann á þakinu sem lengi hefur verið sýndur í Apollo Victoria og Busy Malone í Leikhúsi hennar hátignar (Her Majestys Theatre) á Haymarket. Vissara er að tryggja sér miða í tíma. Hvað varðar Cats til dæmis, er örugg- ara að láta panta miðann í gegnum ferðaskrifstofu hér, áður en haldið er af stað. I leikhúslífinu er einnig ýmis- legt annað að gerast eins og þeir þekkja sem á slíku hafa áhuga. Má þar nefna rússneska upp- færslu á Crime and Punishment eftir Dostojevsky, sem sýnt er í Lyric Theatre, Children of a Lesser God í Albery Theatre, Machbeth eftir Shakespeare í Barbican Theatre, A Moon for the Misbegotten eftir Eugene O’NeiI í Mermaid Theatre, A Patriot for me eftir John Os- borne í Theatre Royal, Hay- market. A Street named Desire eftir Tennessee Williams í Greenwich Theatre og The Tem- pest eftir Shakespeare í Barbic- an Theatre, en þar leikur Derek Jacobi aðalhlutverkið. Þá má ekki gleyma Músagildru Agöthu Christie, sem nú hefur verið sýnd af jórða áratug í St. Martins leikhúsinu. * Fyrir þá sem hug hafa á að upplifa lista- og menningarlíf Lundúnaborgar eins og það ger- ist einna best, er hið nýj a Barbic- an Centre heill undraheimur. Þar er fjöldi leiksýninga, lista- sýninga, tónleika og kvikmynda- sýninga á degi hverjum, auk alls kyns annarra uppákoma. En við megum ekki gleyma næturlífi Lundúnaborgar, sem óneitanlega er stundum skraut- legt. Flestir skemmtistaðir hafa opið fram eftir nóttu alla daga vikunnar. Sífellt bætast við fleiri diskótek, dansstaðir og veitinga- staðir, sem bjóða bæði upp á mat og drykk auk skemmtiat- riða. Af diskótekum má nefna Ban- anas við Oxford Street, Bentleys, við Barking Road, Camden Pal- ace á Camden Hight Street, Embassy við Old Bond Street, Empire Ballroom við Leicester Square, The Park við Kensing- ton High Street, Samanthas við New Burlington Street (nálægt Ox- ford Circus Stringfellow við Upper St. Martins Lane og Ting- les á efstu hæð Tara-hótelsins. Sumir þessara staða eru svo til eingöngu ætlaðir meðlimum, en oftast má kaupa sér takmarkaða aðild ef framvísað er vegabréfi. Margir veitingastaðir bjóða upp á ýmis skemmtiatriði, viða- miklar sýningar og kabaretta. Þá er yfirleitt keyptur miði sem innifelur góða máltíð, stundum vín með matnum og ótakmark- aða skemmtun. I skipulögðum hópferðum á vegum ferðaskrif- stofanna er oft farið í kvöldferðir á slíka staði og jafnan við mikla lukku farþega. Algengt verð fyr- ir miða á slíkar sýningar er nálægt 20 pundum og þá er heilmikið innifalið, eins og að framan greinir. Við nefnum hér nokkra slíka: The Cockney. 18 Charing Cross Road, Caledoni- an, Hanover Street, Shakes- peare’s Tavern, Blackfriars Land og Beefeater Club við Tow- er of London, Ivory House. Allir þessir staðir bjóða upp á góðar fjögurra til fimm rétta máltíðir, ótakmarkað vín eða bjór með matnum og hressilega skemmtun, þar sem blandað er saman breskum hefðum, þekkt- um persónum úr sögu liðinna alda, söng og dansi. Jassunnendur ættu að geta unað sér vel í heimsborginni London. Hjá Ronnie Scott’s 47 Frith Street og Bull’s Head. Lonsdale Road er opið hvert kvöld og boðið upp á frábæra tónlistarmenn. Báðir þessir stað- ir selja auk þess mat á kvöldin og í hádeginu um helgar. 6 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.