Skagablaðið


Skagablaðið - 09.10.1985, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 09.10.1985, Blaðsíða 8
„Hva... er þetta allt sem ég fœ, “ gœti Steini verið að segja við viðtöku „Kotbónda“-bikarsins. Það mátti vart á milli sjá þegar Lömbin og Úlfarnir leiddu sam- an hesta (?????) sína i hinni árlegu Bændaglímu Leynis- manna um síðustu helgi. Eftir að bændurnir, Gunnar Júlíusson og Þorsteinn Þorvaldsson, höfðu valið hvor sitt liðið og att þeim saman lentu þeir sjálfir í harðri rimmu. Henni lauk með sigri Þorsteins en þá voru liðin jöfn. Varð að grípa til bráðabana og þar skaut „unglambið“ Gunnar keppninauti sínum ref fyrir rass og sigraði á annarri holu. Að launum fékk Gunnar veg- Meistaraflokkur: 1. flokkur: 2. flokkur: 3. flokkur: Kvennaflokkur: Piltaflokkur: Drengjaflokkur: 1. ÓmarÖ. Ragnarsson 2. Hannes Þorsteinsson 3. Bj örn H. Bj örnsson 1. Gunnar Júlíusson 2. Guðm. Valdimarsson 3. ) [Reynir Þorsteinsson 1. GunnarM. Gunn. 2. LofturSveinsson 3. BirgirBirgisson 1. Guðni Ásgeirsson 2. AdolfÁsgrímsson 3. Gísli Einarsson 1. Sigrfðurlngvad. 2. Elín Hannesdóttir 3. Katrín Georgsdóttir 1. AlexandirHögnas. 2. VilhjálmurBirgiss. 3. ElvarÆvarsson 1. Rósant Birgisson 2. Árni P. Reynisson 3. HafþórBirgisson legan bikar, sem á var letrað „Stórbóndi 1985“ en Þorsteinn varð að sætta sig við annan minni sem hafði áletrunina „Kotbóndi 1985“. Þá fengu allir úr sigurlið- inu, Lambahópnum, eina kúlu (golf- ekki súkkulaðikúlu) f verðlaun fyrir að sigra. Um kvöldið voru svo haldin töðugjöld eins og góðra bænda er siður — einskonar uppskeru- hátíð þeirra Leynismanna — þar sem afhent voru verðlaun fyrir Akranesmeistaramótið í öllum flokkum. Úrslit í því móti urðu sem hér segir: 76- 76-81-85-318 77- 79-85-82-323 78- 86-85-89-338 80-84-83-82-329 82-79-93-90-344 95- 92-86-81-354 80-88-92-92-352 87-86-94-87-354 86- 91-96-88-361 96- 97-101-102-396 92-107-100-98-397 102-108-108-101-419 98-98-104-300 114-110-115-339 116-119-110-345 78-85-79-92-334 8993-87-95-364 87- 89-103-93-372 85-82-85-97-349 87-90-93-94-364 113-114-105-113-445 Að því loknu voru veitt verð- laun þeim tveimur mönnum sem afrekuðu það að fara holu í höggi í sumar og upplifa þar með draum allra kylfinga. Þessir tveir voru Adolf Ásgrímsson og Ás- geir Sigurðsson. Reyndar höfum við sagt frá afreki Ásgeirs á sínum tíma en hógværð Adolfs, sem og annarra kylfinga, varð þess valdandi að við fréttum ekki af draumahögginu hans fyrr en á laugardag. Verðlaunaveitingum var ekki þar með lokið. Næstir komu þeir, sem lækkuðu forgjöf sína mest á árinu. Hjalti Nielsen sló öllum við á þeim vettvangi en Árni Reynisson og Kristinn Bjarnason fengu einnig verðlaun fyrir slíkt hið sama. Voru þó hógværari í framförunum en Hjalti. Sigríður Ingvadóttir tók mestum framförum í kvenna- flokki á árinu en Guðni Ásgeirs- son í karlaflokki. Þá fékk Þor- steinn „Úlfur“ Þorvaldsson sér- staka viðurkenningu fyrir flesta hringi leikna á sumrinu sem og lækkun forgjafar úr 17 í 15 og það eftir 20 ára feril í golfinu. Eins og nærri má geta var boðið upp á góðan mat og ljúfar veitingar í hinum vistlega skála þeirra Leynismanna á töðugjöld- unum. Ekki eyðilagði það stemninguna að sumarið sem nú er liðið var eitt hið besta í sögu klúbbsins og kylfingar í Leyni stóðu sig betur í stórmótum en oftast áður. Þá hafa aldrei fleiri æft golf en sl. sumar. Punkturinn yfir i-ið á vel heppnaðri lokahá- tíð voru kynningar Gunnars M. Gunnarssonar, sem fór hrein- lega á kostum, „holu í höggi“ í kynningum sagði einhver og voru víst orð að sönnu. Ásgeir Sigurðsson kampakátur ásamt kynni kvöldsins, Gunnari M. Gunnarssyni. „Lambahjörðin" hans Gunna Júl., sem skaut „Ulfunum“ hans Steina reffyrir rass er liðin leiddu saman hesta sína. Verðlaunahafarnir frá því í meistaramótinu fyrr í sumar. Álitleg hjörð eins og sjá má. Steini horfir í ofvœni á eftir kúlunni, þar sem hún veltur í átt að holunni. Gunni Júl. „sippar“ inn á af öryggi. Töðuojöld Djö var þetta naumt, “ gœti Gunnar verið að segja við Ijósmyndarann um leið og hann þakkar Þorsteini fyrir drengilega keppni. 8

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.