Skagablaðið


Skagablaðið - 09.10.1985, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 09.10.1985, Blaðsíða 9
Tónleikar Þorsteins GautahéráSkaganum Píanósnillingurinn Þorsteinn Gauti Sigurðsson sækir Skagamenn heim á sunnudag og eru tónleikar hans í Fjölbrautaskólanum liður í tónleikaferð hans um landið. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Þorsteinn Gauti er fæddur í hann lærði hjá Eugene List og Borgarfirði árið 1960 og hóf píanó Sascha Gorodnitski í iuillard- nám 9 ára gamall. Hann lauk einleikaraprófi 1979 og þaðan lá leið hans til New York, þar sem tónlistarskólanum virta. Síðar nam Þorsteinn Gauti hjá Guido Agosti í Róm. Nú er hann búsett- r E E1S □ [SIS B E [D [n] [n] [D n Rauösey háKnuö meö kvóta sinn Skipaskagi kom inn til löndunar á miðvikudag í síðustu viku og reyndist afli hans vera um 100 lestir af karfa. Daginn eftir komu bæði Haraldur Böðvarsson og Höfðavíkin inn til löndunar. Haraldur var meðum 120 tonn, aðallega þorsk, og mun hann nú eiga eftir um 500 tonn af kvóta sínum. Höfðavíkin var með svipað aflamagn en uppistaðan var karfl. Rauðsey kom hingað tii Akraness á laugardag og var áhöfnin að taka út hið umsamda frí sem sjómenn eiga einu sinni í mánuði frá loðnuveiðunum. Alls er skipið búið að fiska um 4700 tonn eða um helming þess kvóta sem því var úthlutaður. Rauðsey heldur héðan aftur um miðja vikuna. Sigurborgin hélt á mánudag í síðustu viku til síldveiða og Skírnir mun halda til veiða í þessari viku. Sandey byrjaði að dæla skeljasandi í sandþró Sementsverksmiðj- unnar á miðvikudag í síðustu viku. Mikið var farið að ganga á sandinn en lítið hefur verið dælt frá því í fyrrahaust ef frá eru taldar nokkrar ferðir sem skipið kom með í vor. Ætlunin mun enda að hafa sandinn í þrónni í lágmarki til þess að reyna að koma í veg fyrir fok á honum. Óvenjumikið var um ungadauða hjá veiðibjöllunni í Akrafjallinu í sumar og hefur það að líkindum stafað mikið af því að ekki var dælt upp sandi í sumar og hún þar af leiðandi ekki náð í æti úr sandinum handa ungum sínum. Aðallega er það sandsíli og kúfiskur sem hún sækir í sandinn til þess að bera í unga sína. Það eru þó fleiri en fuglarnir sem sækja í sandinn við dælinguna. Trillukarlarnir sækja þangað mikið til þess að ná í beitu á ýsulóðir sínar og er það aðallega sandsílið sem þeir fiska eftir. Það er talin hin besta beita. Trillurnar og minni dekkbátarnir lögðu net sín á föstudaginn eftir um hálfsmánaðar stöðvun vegna aflatakmarkana sem verið hafa í gildi af og til. Afli þessarra báta hefur verið misjafn það sem liðið er frá því byrjað var aftur. Frá iðnráðgjafa Vesturlands Starfandi iðnráðgjafi Vesturlands verður á Akranesi alla þriðjudaga frá kl. 9.30 -12 í húsi Bókhlöðunnar Heiðarbraut 40, sími 2980. Einnig er hægt að hafa samband við iðnráðgjafann aðra virka daga vikunnar í síma 93-7318. Iðnráðgjafi Vesturlands ur í Bandaríkjunum. Þorsteinn Gauti hefur efnt til fjölda tónleika um ævina, jafnt hér heima sem erlendis. í febrúar á þessu ári lék hann annan pí- anókonsert Prokoffievs með Sin- fóníuhljómsveit íslands við gífur- legan fögnuð áheyrenda. A efnisskránni á tónleikunum á sunnudag verða eftirtalin verk: Prelúdía og fúga í C-moll eftir Bach, Ballaða nr. 4 eftir Chopin í f-moll, þrír dansar úr Petrushka eftir Igor Stravinsky auk verk- anna Chapelle de Guillaume Tell, Nu lac de Wallenstadt, Pastorale, Av board d’une Sorce og Orage eftir Frans Lizst. ChtekKinq Bjóðum upp á nýja þjónustu, djúpsteiktir Chick-King kjúklingar, franskar kartöflur, hrásalat og kokteilsósa. Rennið við og prófið þessa nýjung! Verið velkomin Skaganesti Bókasafnavika 14.-20. október 1985 Sýning á Úrvali úr ljóðum íslenskra kvenna verður í Bæjar- og héraðsbókasafninu dagana 14.-20. október. í tilefni af bókasafnavikunni verða vanskilasektir af bókum felldar niður þessa daga. BÆJARBOKAVERÐIR Nyjung í hár- toppum Miracle hártoppar, gerast varla Iéttari Eiríkur Þorsteinsson verður til viðtals og ráðleggingar, laugar- daginn 19. október frá kl. 10 til 18 að Hárstofunni, Stillholti 2. HÁRSTOFAN STILLHOLTI 2 SÍMI2931 9

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.