Skagablaðið


Skagablaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 1
39. TBL. 2. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1985 VERÐ KR. 50.- Hefurstarfsáh ið á Akranesi - íslenska hljómsveitin með tónleika í Bíóhöllinni kl. 15 á laugardag Ákveöið hefur verið að starfsár íslensku hljómsveitarinnar hefjist á Akranesi, nánar tiltekiö á laugrdag kl.15 í Bíóhóllinni. Sannarlega merkur listviðburður sem bæjarbúar mega vera stoltir af. Þessir tónleikar íslensku hljómsveitarinnar eru þeir fyrstu í röð fimm tónleika, sem haldnir verða á 6 dögum. Á þcssum fyrstu tónleikum svcitarinnar á nýju starfsárí verður m.a. frumflutt tónverk eftir bandaríska tónskáldið Frederick Fox, en verkið er tileinkað íslensku hljómsveitinni og aðalstjórnanda hennar. Tvö öniiur verk verða flutt, Trittico Botticclliano eftir Ottorino Rcspighi og Þjóðlög eftir Luciano Berio. Stjórnandi íslensku hljómsveitarinnar á tónleikunum á laugardag verður Marc Tardue en Sigríður Fdla Magnúsdóttir mun koma fram á þessum tónleikum. í lokin má gcta þess, að ákveöið hcfur veriö að nemar úr Tónlistarskóla Akraness vcrði einleikarar mcð hljómsveitinni á tónleikum hennar í dcsember. 'Þingmenn og bœjarstjórn ræða málin yfir kaffibolla. Lagt til at' uvið svartbakinn Veiðistjóri ríkisins kom hingað upp á Akranes í síðustu viku til þess að kanna hvernig fækka megi í svartbaksstofninum í Akra- fjallinu. Fór hann nokkuð víða um, m.a. upp á öskuhauga, inn að Laxá og inn í Flvalfjörð og ætlaði að endingu að fylgjast með er Sandey dældi t sandþró Sements- verksmiðjunnar. Ekkert varð þó af þeim þætti heimsóknarinnar því ekki var hægt að dæla vegna bilunar. Veiðistjórinn mun væntanlegur aftur hingað á næstu vikum og þá væntanlega með drög að aðgerð- um í pokahorninu. Þingmenn Vesturlandskjördæmis í „vettvangskönnun“ hér á mánudag Fimm þingmenn Vesturlands- kjördæmis, þeir Valdimar Ind- riðason, Friðjón Þórðarson, Skúli Alexandersson, Alexander Stef- ánsson og Stefán Aðalsteinsson komu hingað upp á Akranes á mánudag í eins konar „vettvangs- könnun“ ef svo mætti að orði komast. Sjötti þingmaður kjör- dæmisins, Eiður Guðnason, komst ekki þar sem hann dvelur erlendis en Guðmundur Vésteins- son, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins, slóst í för með þingmönnun- um í hans stað. Eftir að hafa hitt Ingimund Ekkert dregur úr ásókn í pláss að Höfða: 65 eru á biölistanum Hvorki fleiri né færri en 65 manns eru enn á biðlista yfir vistun að Höfða. Að mati þjónustuhóps aldraðra, sem farið hefur nánar ofan í umsóknirnar, þurfa 20-24 á brýnni vistun að halda. Að framansögðu virðist því augljóst að hraða þarf byggingu næsta áfanga Höfða eins og kostur er. Bæjarstjóminni boð in þjónusta trúðs! Norræna félagið hefur sent bæjarstjóm Akraness bréf, þar setn vakin er athygli á því að sænskur trúður sé væntanfegur hingað til íslands, skyldu Akur- nesingar hafa áluiga. Málinu var skotið tii Æskulýðsnefndar, sem korrist að þcirri niðurstöðu að koma trúðs- ins hingaö til Akraness yrði að vera í tengslum við einhverja aðra skcmmtun — hæpið væri að tefla fram trúðnum einum síns liðs. Trúðurinn mun einnig fáan- legur til þess að kenna undir- stöðuatriði í list sinni því það er ekki tekið út með sældinni að leysa hlutverk trúðs svo vel sé. Hafi einhver félagasamtök í bænum áhuga á að nýta sér heimsókn trúðsins eru þau beðin að hafa samband við Æskulýðs- nefnd fyrr en seinna. Sigurpálsson, bæjarstjóra, að máli á skrifstofu hans fóru þing- mennirnir í skoðunarferð um bæinn. Skagablaðið hefur það fyrir satt að þess hafi verið farið á leit við þingmennina að þeir öfl- uðu fjár til nauðsynlegra fram- kvæmda, m.a. í tengslum við skólabyggingar hér í bæ, eins fljótt og auðið væri og munu það ekki hafa verið neinir smáaurar sem farið var fram á í fjárveiting- ar. Þingmennirnir skoðuðu Grundaskóla, nýju mannvirkin við íþróttavöllinn, heilsugæslu- stöðina, Brekkubæjarskóla, heimavist Fjölbrautaskóla Akra- ness, höfnina, bókasafnið og verndaðan vinnustað. Hvervetna sem þeir komu var þeim bent á allra nauðsynlegustu framkvæmdir og jafnframt bent á að það sem farið væri fram á væri ekki óskalisti af einu eða neinu tagi heldur aðeins hlutir, sem yrði að framkvæma af brýnni nauðsyn hið allra fyrsta svo allténd mætti halda í horfinu. Litið inn á verndaðan vinnustað. Ömólfur gersam- lega óstöðvandi - sjá nánar getraunaleik

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.