Skagablaðið


Skagablaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 2
/ 1 3 y n £ é 7 m S /o // /Z /3 ' /y % /S- //, /7 f/i /S Krossgátan Lárétt: l)Verkfæri, 6)Ræktarland, 7)Slá, 8)Finnur leiðina, 10)Glaðra, 12)Elska, 13)Dvelja, 15)Nískar, 17)Átt, 18)Flýtir. Lóðrétt: l)ísing, 2)Keyr, 3)Smáfiska, 4)Tæki til róðrar, 5)Rífur, 7)Sólguð, 9)Beislis, ll)Kona, 14)Komist, 16)Útgerðarfélag Akur- eyrar. Dagbókin Yngri flokkar handboltans af stað: Misjafnt gengi gegn Haukum Rétt eins og hinir eldri eru yngri flokkarnir í handknattleiknum farnir að hugsa sér til hreyfings. Einn hefur reyndar dottið úr leik, 2. fl. karla, vegna áhugaleysis en áður hafði mfl. kvenna dottið út úr myndinni. Fyrstu æfingaleikirnir í yngri flokkunum voru núna um helgina þegar Haukar komu með flokka sína hingað á Akranes. Haukarnir fóru heim með sigur í öllum flokkum nema einum. Annar flokkur kvenna vann 9:5. I 3. flokki kvenna unnu Haukar 10:5, í 3. fl. karla 28:14, í 4. fl. karla 16:12 og í 5. fl. karla 9:8. Um aðra helgi verður fyrsta „turneringin“ í yngri flokkunum, nánar tiltekið í 4. flokki, hér á Akranesi. Annarfl. kvennakepp- ir hins vegar í slíkri um helgina. Slökkviliðið: Síminn á slökkvistöðinni er 2222. Lögregla: Símar 1166, 2266. Byggðasafnið: Sýningartími er frá kl. 11-12 og 14-17 alla virka daga frá maí og fram í ágúst. Frá september og fram í apríl er safnið opið gestum frá kl. 14-16 virka daga. Sundlaugin: Sundlaugin verður opin í vetur sem hér segir: mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 7-8.45, 17-18.30 og 20-21.15. Frá kl. 21-21.45 er kvennatími. Laugardaga er opið frá 10-11.45 og 13.15-15.45. Sunnudaga frá kl. 10-11.45. Bahá’ítrúin: Opið hús alla fimmtudaga. Upplýsingar í síma 2979. Bókasafnið: Vetrarútlánatímar hafa nú aftur tekið gildi og eru sem hér segir: Mánudaga og fimmtudaga kl. 16-21, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 15-19. Aðstandendur alkóhólista: Fundir alla mánudaga að Kirkjubraut 11, kl. 21.00. Sjúkrahúsið: Heimsóknartími frá kl. 15.30 - 16.00 og svo aftur frá kl. 19.00-19.30. Síminn á sjúkrahúsinu er 2311. Heilsugæslustöðin: Upplýsingar um stofuviðtöl og læknavakt í sima 2311 frá kl. 8-20. Uppl. um læknavakt í símsvara2358 á öðrum tímum. Getraunaseðlasalan þre* föld miöað við í fyrra Hinir stóru vinningar í íslensku getraunaseðla, jafnt hér á Akra- 9000 raðir í viku hverri hér á getraununum að undanförnu hafa nesi sem annars staðar. Akranesi en til samanburðar má heldur betur orsakað kipp í sölu Alls seljast nú að meðaltali geta þess að á svipuðum tíma f fyrra nam salan ekki nema 3000 röðum. Gáfu tæki til talkennslu Félagskonur í Kvenfélagi Akraness afhentu grunn- skólunum á fyrsta fundi sín- um í haust, þann 8. október sl., tæki til tal- og sérkennslu að gjöf. Elmar Þórðarson, talkennari, veitti tækjunum viðtöku. Tæki þetta var keypt fyrir peninga, sem komu inn á barnaskemmtun sem félagið stóð fyrir á sumardaginn fyrsta í vor. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að smáauglýsingar sem birtast eiga í Skagablaðinu, þurfa að hafa borist eigi síðar en kl. 14 á þriðjudögum. Eftir þann tíma er ekki ábyrgst að auglýsirigin birtist strax daginn eftir. Það er Körfuknattleiksráð sem annast sölu getraunaseðlanna hér á Akranesi og hefur það skipulagt söluna mjög vel og færir út kvíarn- ar nánast í hverjum mánuði með aukningu sölustaða. Körfuknatt- leiksráð fær að auki 25% af and- virði seldra seðla þannig að ávinn- ingur þess er nokkur. JC Akranes me6 kynn- ingarfund á laugardag Kynningarfundur verður haldinn hjá JC Akranesi í íþróttavallar- húsinu næstkomandi laugardag kl. 14.30. Er allt fólk á aldrinum 18-40 ára hvatt til að mæta á fundinn. Vetrarstarfið er komið í fullan gang hjá félaginu og verður lögð rík áhersla á öflun nýrra félaga á komandi vikum því nóg er að gera fyrir áhugasamt fólk eins og segir í fréttatilkynningu frá JC Akranes. Félagar eru nú 30 talsins. Ekki svona! Alltaf er jafn hvimleitt að sjá til ökumanna, sem vanvirða settar umferðarreglur — eða þá þekkja þær alls ekki. Hvort hefur verið um að ræða í þessu tilviki skal ósagt látið en mátti ekki finna annað stæði? Er eigandinn kannski svo eldhræddur að hann þurfi að leggja við brunahana? Skagablaðið Rltstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson | Blaðamaður og Ijósmyndari: Árni S. Árnason | Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) ■ Umsjón með dreifingu, áskriftum og innheimtu: Sigríður Árnadóttir ■ Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórnarskrifstofa er að Suðurgötu 16 og opin alla daga ■ Símar 2261 og 1397 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.