Skagablaðið


Skagablaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 6
Fyrsta starfsári Skagaferða hf. að verða lokið: Hakk Nú hefur verið ákveðið að Matsnefnd eignarnámsbóta meti Innsta-Vogsiandið til fjár eins og við skýrðum frá fyrr á þessu ári að alfar líkur væru á. Enn er beðið eftir niðurstöðum sérstakrar nefndar, sem skipuð var til að fjalla um málið, en ekki er talið ólíklegt að reikna megi með niðurstöðu í ársbyrjun 1986. Akstur skóla- bama með svipuðu sniði Akstur skólabarna verður með svipuðu sniði í vetur og verið hefur nema hvað 9. bekkur hefur bæst við sem skyldunámsbekkur en var ekki áður. Þeir sem eiga 1,5 km eða lengri leið í skólann fá ókeyp- is akstur. Jörundarholtið er inni í dæminu nú en var ekki á dagskrá í fyrra. Karl ráðinn húsvörður Eins og við skýrðum frá fyrir skemmstu var ákvörðun um ráðningu í stöðu húsvarðar Brekkubæjarskóla frestað um daginn en nú hefur verið ráðið í starfið. Karl Ragnars- son.sem nú síðast hefur rekið innrömmun, hefur verið ráðinn. Honum fylgja árnað- aróskir í starfinu frá Skaga- blaðinu. Byggja lausar kennslustofur Nú hefur verið samþykkt að byggja lausar kennslustof- ur á lóð Fjölbrautaskóla Akraness til þess að mæta brýnasta vanda skólans í húsnæðismalum. Bekkurinn í FA er mjög þétt setinn eins og við höfum áður skýrt frá og þrengsli þar mikil. Fjármagn tii framkvæmda verður tekið af fjárhagsáætl- un næsta árs og fer sú ráðstöf- un að hljóða kunnuglega í fjárhagsþrengingum Akra- neskaupstaðar. Danfríður Skarphéðinsdsóttir Baháí-samfélagið á Akrancsi fékk dagana 8.-11. þessa mánaðar heimsókn frá trúsystur, sem býr í Alaska. Hcitir hún Jetta Brewer- Huber. A meðan hún dvaldi hér á Akranesi hélt hún fyrirlestra um friðarmál og sjálfsþekkingu. Jetta hefur heimsótt fleiri Baháí-samfélög á íslandi. Á flestum stöðum hefur hún haft tækifæri til að tala í skólum, þar sem hún hefur sýnt litskyggnur og talað um land sitt og hina mismunandi kynþætti sem byggja Alaska. Hér á Akranesi talaði Jetta í fjölbrautaskóla Akraness og einnig í Grundaskóla, þar sem hún ræddi við 9 ára nemendur, þar sem fyrirlestur hennar féll að námsefni þeirra í samfélagsfræði. Svæðisráð Baháía hér á Akranesi hefur verið starfrækt frá því í mars í fyrra. Jetta Brewer-Huber og Bergrós Ólafsdóttir, einn af yngri meðlimum Baháí-samfélagsins á Akranesi. ALASKABUII HEIMSÓKN „Það varð töluverð aukning á innlendum ferðamönnum“ - segir Danfríður Skarphéðinsdóttir, starfsmaður fyrirtækisins sl. sumar „Það kom margt gott út úr þessu starfi í sumar þó svo ekki hafi orðið aukning á fjölda erlendra ferðamanna hér á Akranesi. Það varð töluverð aukning á innlendum ferðamönnum,“ sagði Danfríður Skarphéðinsdóttir er við spurðum hana hvernig til hefði tekist með starfsemi Skagaferða hf. í sumar og hverjar væru horfurnar næstu árin. Færri erlendir I spjailinu við Danfríði kom m.a. fram, að svipaða sögu væri að segja um allt land; erlendir ferðamenn væru mun færri í ár en verið hefði. Það munu aðallega vera stóru ferðaskrifstofunar, sem „einoka" erlendu ferðamennina og selja þeim að sjálfsögðu sínar eigin ferðir. En ferðamál eru ekki bara erlendir ferðamenn, það sýn- ir sig best á aukningu innlendra ferðalanga á Akranesi í sumar. Danfríður taldi það vera mjög athugandi að landshlutaferða- skrifstofur opnuðu útibú í Reykjavík. „Það getur enginn staðið betur vörð um hag lands- hlutaferðaskrifstofu en hún sjálf,“ sagði Danfríður. Margt ánægjulegt Danfríður sagði margt ánægju- legt hafa gerst sl. sumar í ferða- málum á Akranesi. Hið nýja tjaldstæði hefði gefið góða raun og verið talsvert notað og að útimarkaðurinn hefði sett stóran svip á bæjarlífið og vakið athygli. Þá hefði fyrsta ráðstefnan verið haldin hér í sumar og tekist með miklum ágætum. Þessu væri öllu saman fyllsta ástæða til þess að fylgja vel eftir. Þá sagði Danfríður að talsvert hefði verið um það að fyrirtæki hefðu farið með starfsfólk sitt í skoðunarferð um Akranes og mættit.d. brýnabeturfyrirfélaga- samtökum og fyrirtækjum hér í bænum að nýta sér þá þjónustu fyrir gesti sína. Skoðunarferð um Akranes væri vel tímans virði. „Öðruvísi“ ferðir Eitt sagði Danfríður hafa verið mjög áberandi hjá þeim útlend- ingum, sem komu hingað í sumar ÞAU ERU HEIT-BUNDIN ||U^JFERÐAR en það var hversu mikið „öðru- vísi“ þeim hefði fundist þessar ferðir vera. Hér hefðu þeir komist í miklu nánari snertingu við at- vinnulífið og kynnst lífi nútíma íslendinga. Hún sagðist sjálf hafa uppgötvað þetta líka. Hún hefði víða farið en þetta væru bestu ferðir sem hún hefði farið í. Danfríður vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra þeirra, sem hefðu greitt götu ferðamann- anna í sumar, ss. frystihúsanna, kirkjunnar, og þá sérstaklega Bjarni Þór var ásamt Elís Sig- urðssyni, Jóni Sverrissyni og Svandísi Pétursdóttur og 46 krökkum úr 6. bekk Brekkubæj- arskóla í vettvangsferð í Skorra- dal fyrir skemmstu. Um nóttina kom þetta skrímsli upp úr Skorra- dalsvatninu. Greip að vonum um sig mikil skelfing en Elís Þór Ragnheiðar kirkjuvarðar, sem hefði ekki látið sig muna um að spila á orgelið fyrir gesti, Þorgeirs & Ellerts og fjölmargra annarra. Gott byggðasafn „Það var gaman að heyra það hjá erlendum ferðamanni sem víða hafði farið, m.a. til Egypta- lands, og skoðað söfn alls staðar, þar sem hann hefði verið, að honum fannst byggðasafnið að Görðum það albesta safn sem hann hafði komið á. Það væri mátulega stórt og sýndi í hnot- skurn fortíð og nútíð. Það væri í góðu sambandi við nútímann en sýndi glöggt hvernig lifnaðarhætt- sýndi mikið snarræði og rak skrímslið út í vatnið aftur með dyggilegri aðstoð krakkanna. Reyndar var hann á bak við skálann á meðan en þótti sína ótrúlegt hugrekki. Þurfti ekki að eyða löngum tíma í að hugga hann á eftir. Svo vildi til að videóupptökuvél ir forfeðranna voru,“ sagði Dan- fríður. Bætti hún því við að fleiri hefu tekið í sama streng. Danfríður, sem nú hefur hætt störfum hjá Skagaferðum, sagði greiniiegt að Akurnesingum væri það kappsmál að efla ferða- mannaiðnaðinn. Fjölmargir hefðu haft samband við sig í sumar og spurt hvernig gengi og þar fram eftir götunum. Hún vildi í lokin koma á framfæri árn- aðaróskum til þess, sem tæki við af henni næsta sumar, með von um að vel tækist til í framtíðinni. Öll svona kynningarstarfsemi tæki tíma en menn yrðu að vera þolinmóðir því kynningin tæki nokkur ár í það minnsta. var með í förinni og náðist mynd af þessu öllu saman. Við höfum reyndar frétt, að atriðið þegar Elís var á bak við skálann hafi verið klippt út að ósk krakkanna. Þessa dagana er verið að sýna þessa ótrúlegu og magnþrungnu mynd í skólanum. Ekki væri ólík- legt að náttúrugripasafnið og e.t.v. fleiri aðilar úti í heimi hefðu áhuga á að nálgast þessa mynd, að ekki sé nú talað um alla þá hjörð manna sem leitað hafa ár- angurslaust um árabil að Lock Ness-skrímslinu. Frá útimarkaðnum við Akratorg í sumar. „Skrímslið kom 1 m andiuppfrávatn iinu“ —ótmlegur atburður festur á filmu við Skorradalsvatn „Eg sá skrímslið koma kjagandi upp frá vatninu og stefna á skálann. Það hafði tvo hala, var fjólublátt með grænni slikju. Augun stóðu út úr höfðinu og það voru ferleg óhljóð í því. Þegar það varð vart við krakkana virtist það aftur á móti verða hrætt,“ sagði Bjarni Þór Bjamason við Skagablaðið og var ekki laust við að honum væri mikið niðri fyrir. En hval er parte- ret pá pladsen uden for fabrík- ken ved Akranes Greinin sem birtist í Se og Hör. Þar lágu Danir í því ■■■■ „Verði hvalstööinni lokað leggst Akranes einfaldlega í eyði“ - makalaus frásögn danska blaðsins Se og Hör af hvalstöðinni í Hvalfiröi „Heilt bæjarfélag tengist hvalveið- unum og hvalstöðinni náið. Um 250 manns, jafnt konur sem menn, byggja lífsafkomu sína á vinnu í stöðinni. Verði þessum vinnustað þeirra lokað leggst Akranes lircin- lega í eyði. Svo einfalt er það. Aðrir atvinnumöguleikar eru ekki fyrir hendi hjá þessum 250 eða þeim 200, sem eru á hvalveiðiskipunum." Makalaust Þessi makalausa klausa er úr nýlegu hefti danska tímaritsins Se og Hör, sem hefur um árabil verið vinsælt lesefni á íslenskum heimilum í góðum félagsskap með blöðum á borð við Hjemmet, Bo Bedre, Alt for damerne og fleirum. Ingólfur Þorbjörnsson sem býr í Óðinsvéum sendi okkur þessa grein í síðustu viku. í þessari sömu grein blaðamanns- ins Kurt Kristiansen er að finna nokkrar alrangar staðhæfingar en í hcild sinni fjallar greinin, þótt stutt sé, af nærfærni og skilningi um hvalveiðar fslendinga. Blaðamaður- inn vitnar m.a. í „talsmann" hvalstöðvarinnar og hefur eftirfar- andi eftir honum: Fylgjum reglum „Hvalveiðar eiga sér langa hefð að baki á íslandi. Þær eru stundaðar með hliðsjón af öllum þeim alþjóð- legu reglum, sem settar hafa verið. Hér hjá okkur er ekki um það að ræða að við drepum hvali okkur til skemmtunar. Við veiðum ekki einum hval meira en okkur er leyft samkvæmt reglum. Gerðum við það myndi verksmiðjan okkar ekki hafa undan. Við höfum heldur engan áhuga á að brjóta reglur og lenda í útistöðum við aðrar þjóðir.“ í grein Kurt Kristiansen segir ennfremur að Greenpeace-menn hafi aldrei komið hingað til lands en það er alrangt eins og alþjóð veit. Hins vegar leiðréttir blaðamaðurinn þann misskilning, að hvalkjöt séæinn af þjóðarréttum íslendinga. Segir í grein sinni að aðeins lítið brot kjötsins seljist hér á landi. Afskrifað í lok greinar sinnar segir blaðamað- urinn, að heilt byggðarlag (Akranes) bíði þess í ofvæni og voni að hvalveiðar verði ekki bannaðar með öllu. Fari svo sé hægt að afskrifa það. fslendingar hafi staðið fyrir rannsóknum á stofnstærð hvalanna og þær hafi leitt í ljós að ekki sé of nærri honum gengið með því að veiða um 400 dýr árlega. 6. 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.