Skagablaðið


Skagablaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 10
Þór kjörinn formaður Aðalfundur Björgunarsveitar- fimmtudag. Ný stjórn var kjörin innar Hjálparinnar var haldinn á og skipa hana eftirtaldir: Þór Jafntefli Skaga- mannaogReynis —fyrsta stigið í súginn í hinni hörðu keppni 3. deildar í handknattleiknum Okkar menn, 3. deildarlið Skagamanna í handknattleiknum, gerði jafntefli, 24:24, í Ieik sínum gegn Reyni Sandgerði er liðin mættust syðra á föstudagskvöld. Eins og tölurnar bera með sér var þetta hörkuspennandi og jafn leikur og jafnt er upp var staðið. Þetta er fyrsta stigið sem Skagamenn tapa í deildinni en nokkur lið eru talin öðrum betri í 3. deildinni í ár: Þór, Ak., Týr, Reynir, Fylkir og Akranes. Skagamenn hafa þegar leikið við Tý og Reyni á útivöllum. Um fyrri helgi kom Ögri hingað í heimsókn og mátti þola stórt tap, 28:13. Eins og nærri má geta voru yfirburðir okkar manna algerir og spurningin aðeins um að halda „haus“ og vinna eins stórt og kostur var. Litlar fregnir hefur verið að hafa úr 3. deildinni en þó vitum við að Þór, Ak. vann Völsung 24:20 í leik á Akureyri. Þóttu Völsungar klaufar að gera ekki betur en margir í liði þeirra voru að leika handbolta í fyrsta skipti eftir margra ára hlé. Magnússon, formaður, Þorberg- ur Þórðarson, varaformaður og Sigurður Vésteinsson. Á fundinum var uppgjör síð- asta árs tekið fyrir og starf sveitar- innar rætt á breiðum grundvelli. Þá voru framtíðaráform reifuð sem og tækjakaup og hvað bæri að leggja höfuðáherslu á í þeim efnum. Á meðal þess sem ákveðið hefur verið að leggja áherslu á í starfi sveitarinnar er námskeiðs- hald í skyndihjálp og meðferð áttavita og þá mun stjórnin vinna að skipulagningu leitarsvæðis sveitarinnar. Enn er rúm fyrir nokkra áhuga- sama í Hjálpinni og gott væri ef menn létu skrá sig í sveitina áður en umrædd námskeið hefjast svo þeir geti notið góðs af þeim. Leynir AK-9 við bryggju. Leynir AK-9 kom- inn úr viðgerð Leynir AK-9, bátur Birgis Jónssonar, sem skemmdist illa í eldi í vor, þar sem báturinn lá við bryggju í Akraneshöfn, er nú kominn úr viðgerð, sem fór fram í Vestmannaeyjum. Leynir fer á netaveiðar innan skamms og eru þá báðir bátar Birgis á netaveiðum. Birgir keypti Reyni AK-18 fyrir nokkru eins og Skagablaðið hefur skýrt frá. Söfnuðu irRKI Þessar brjár ungu stúlkur Frá upphafi hlaupsins á miðvikudag. Hálft fjórða hundrað nemenda FA hljóp í skólahlaupskeppni Hjálparinnar á ný komu til okkar í síðustu viku með peninga, sem þær höfðu safnað til styrktar Rauða krossi íslands með því að efna til hlutavcltu. Alls söfnuðst 1100 krónur en hlutaveltan var hald- in heirna hjá cinni telpnanna. Þær eru á meðfylgjandi mynd, frá vinstri: Kristjana Jónsdótt- ir. Gunnur Hjálmsdóttir og Lilja Hjaltadóttir. Alls 369 nemendur, kennarar og annað starfsfólk Fjölbrautaskóla Akraness hlupu á miðvikudag í síðustu viku í svokallaðri Norrænu skólahlaupskcppni. Þetta er hlaup sem er á vegum Norrænu skólaíþróttanefndarinnar og er þreytt á öllum Norðurlöndunum dagana 1.-15. október. Markmiðið með þessu hlaupi er að fá holla hreyfingu, útiveru og njóta vellíðunarinnar, sem fylgir að sjálfu sér við iðkun íþrótta og aukinni útivist. Allir grunn- og framhaldsskólar taka þátt í þessari keppni og er hægt að velja um þrjár vegalengdir, 2,5, 5 eða 10 km. Keppnin er einvörðungu á milli skóla, ekki einstaklinga, og miðast við hlut- fall þeirra sem hlaupa af heildar- fjölda nemenda í viðkomandi skóla. Ennfremur spilar kíló- metrafjöldi inn í dæmið. Eitthvað hefur verið hlaupið af hálfu Grundaskóla og ætlunin var að nemendur og kennarar Brekkubæjarskóla þreyttu hlaup- ið á mánudag enda þá síðustu forvöð. Ætlunin er að gera hlaup þetta að árlegum viðburði og var reynd- ar fyrst komið á í fyrra. íslenskir skplanemendur sem og kennarar tóku þá ekki þátt vegna verkfalls þeirra síðarnefndu. AIIs hlupu 369 í FA eins og kemur fram hér á undan og er það mjög góð þátttaka. Flestir hlupu 2,5 kílómetra en nokkrir 5 eða 10 kílómetra. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjöl. 10

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.